Í tilkynningu frá Advania kemur fram að Sverrir hefur víðtæka reynslu af upplýsingatækni. Hann kemur til Advania frá Verði þar sem hann stýrði vöruteymi trygginga í samstæðu Arion banka og Varðar. Fyrir það leiddi hann upplýsingatæknisvið Varðar og þar á undan upplýsingatæknisvið OKKAR líftrygginga.
Einnig kemur fram að Sverrir lagði stund á atvinnuflugmannsnám við Flugskóla Íslands ásamt því að hafa lært tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann var tilnefndur til stjórnunarverðlauna Stjórnvísis árin 2021 og 2022 fyrir störf sín hjá Verði tryggingum.
Falur Harðarson, forstöðumaður sérlausna Advania, segir vera virkilega spenntur að fá Sverri til liðs við þróunatreymi fyrirtækisins. Þá segist Sverrir sjálfur vera stoltur og ánægður með að vera kominn til Advania.
„Það er margt vel gert hjá fyrirtækinu en ég veit líka að við getum gert enn betur. Ég hlakka til að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni með frábæru samstarfsfólki,“ er haft eftir Sverri í tilkynningunni.