Ákærður fyrir að halda úti vefsíðu og framkvæma og sýna geldingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2023 08:49 Mennirnir hafa ekki svarað ákærunum. Marius nokkur Gustavson, 45 ára, mætti fyrir dómstól í Lundúnum í gær en hann er grunaður um að hafa sýnt frá geldingum og öðrum aflimunum á vefsíðu sinni og innheimt gjald af áhorfendum. Níu manns voru handteknir í tengslum við málið og eru allir grunaðir um aðkomu að einni eða fleiri aðgerðum. Þeir hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að valda stórkostlegu líkamstjóni. Í einhverjum tilvikum var um að ræða aðgerðir á mönnunum sjálfum. Nathaniel Arnold, 47 ára, hefur verið ákærður fyrir að fjarlægja aðra geirvörtu Gustavson, Damien Byrnes, 35 ára, fyrir að fjarlægja getnaðarlim hans, og Jacob Crimi-Appleby, 22 ára, fyrir að hafa fryst fótlegg hans með þeim afleiðingum að það þurfti að aflima hann. Öll fórnarlömb mannanna eru sögð eiga það sameiginlegt að tilheyra neðanjarðarkúltúr þar sem fólk gengst viljugt undir aðgerðir til að fjarlægja líkamspart. Þá eru mennirnir sagðir heyra til svokallaðra „nullos“, eða „núllara“, sem af einhverjum ástæðum vilja láta fjarlægja getnaðarlim sinn og eistu. Gustavson mætti fyrir dóminn í hjólastól, þar sem hann getur ekki gengið vegna aðgerðanna. Hann er sagður hafa verið leiðtogi hópsins og hagnast á því að selja áskriftir að vefsíðu sinni, þar sem hann setti inn myndskeið þar sem líkamspartar, meðal annars getnaðarlimir og eistu, voru fjarlægð. Vefsíðan er sögð hafa verið starfrækt í um sex ár og Gustavson hagnast um 200 þúsund pund. Hann er einnig ákærður fyrir að framleiða og dreifa ósiðlegri mynd af barni. Guardian og fleiri erlendir miðlar hafa fjallað um málið. Bretland Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Níu manns voru handteknir í tengslum við málið og eru allir grunaðir um aðkomu að einni eða fleiri aðgerðum. Þeir hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að valda stórkostlegu líkamstjóni. Í einhverjum tilvikum var um að ræða aðgerðir á mönnunum sjálfum. Nathaniel Arnold, 47 ára, hefur verið ákærður fyrir að fjarlægja aðra geirvörtu Gustavson, Damien Byrnes, 35 ára, fyrir að fjarlægja getnaðarlim hans, og Jacob Crimi-Appleby, 22 ára, fyrir að hafa fryst fótlegg hans með þeim afleiðingum að það þurfti að aflima hann. Öll fórnarlömb mannanna eru sögð eiga það sameiginlegt að tilheyra neðanjarðarkúltúr þar sem fólk gengst viljugt undir aðgerðir til að fjarlægja líkamspart. Þá eru mennirnir sagðir heyra til svokallaðra „nullos“, eða „núllara“, sem af einhverjum ástæðum vilja láta fjarlægja getnaðarlim sinn og eistu. Gustavson mætti fyrir dóminn í hjólastól, þar sem hann getur ekki gengið vegna aðgerðanna. Hann er sagður hafa verið leiðtogi hópsins og hagnast á því að selja áskriftir að vefsíðu sinni, þar sem hann setti inn myndskeið þar sem líkamspartar, meðal annars getnaðarlimir og eistu, voru fjarlægð. Vefsíðan er sögð hafa verið starfrækt í um sex ár og Gustavson hagnast um 200 þúsund pund. Hann er einnig ákærður fyrir að framleiða og dreifa ósiðlegri mynd af barni. Guardian og fleiri erlendir miðlar hafa fjallað um málið.
Bretland Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira