Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2023 07:11 Kirby var nokkuð afdráttarlaus um tilraunir Kínverja til að stilla til friðar. AP/Manuel Balce Ceneta Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. Kirby benti meðal annars á að stjórnvöld í Kína hefðu vikið sér hjá því að gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu og haldið áfram að kaupa olíu af Rússum á sama tíma og önnur ríki hefðu ráðist í umfangsmiklar refsiaðgerðir til að fylla ekki stríðskistur þeirra. Þá ætu Kínverjar upp áróður Rússa. Xi Jinping, forseti Kína, er farinn frá Moskvu en hann ítrekaði í gær þá afstöðu Kínverja að þeir væru hlutlausir og vildu leggja sitt af mörkum í þágu friðar. Á sama tíma lagði hann þó einnig áherslu á gott og náið samband sitt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Xi hefur boðið Pútín að heimsækja Kína síðar á þessu ári. Á sama tíma og Xi og Pútín funduðu í Moskvu heimsótti Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, Vólódímir Selenskí Úkraínuforseta. Kishida fór meðal annars um Bucha og vottaði fórnarlömbum hroðaverka Rússa virðingu sína í kirkju í bænum. Fordæmdi Kishida grimmd innrásarhersins. Erlendir miðlar fjölluðu um mögulegt símtal milli Xi Jinping og Selenskí í aðdraganda heimsóknar fyrrnefnda til Moskvu. Var Xi sagður ætla að ræða við Selenskí eftir heimsóknina til Rússlands en engar frekari fregnir hafa borist af viðræðum milli leiðtoganna. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kína Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Kirby benti meðal annars á að stjórnvöld í Kína hefðu vikið sér hjá því að gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu og haldið áfram að kaupa olíu af Rússum á sama tíma og önnur ríki hefðu ráðist í umfangsmiklar refsiaðgerðir til að fylla ekki stríðskistur þeirra. Þá ætu Kínverjar upp áróður Rússa. Xi Jinping, forseti Kína, er farinn frá Moskvu en hann ítrekaði í gær þá afstöðu Kínverja að þeir væru hlutlausir og vildu leggja sitt af mörkum í þágu friðar. Á sama tíma lagði hann þó einnig áherslu á gott og náið samband sitt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Xi hefur boðið Pútín að heimsækja Kína síðar á þessu ári. Á sama tíma og Xi og Pútín funduðu í Moskvu heimsótti Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, Vólódímir Selenskí Úkraínuforseta. Kishida fór meðal annars um Bucha og vottaði fórnarlömbum hroðaverka Rússa virðingu sína í kirkju í bænum. Fordæmdi Kishida grimmd innrásarhersins. Erlendir miðlar fjölluðu um mögulegt símtal milli Xi Jinping og Selenskí í aðdraganda heimsóknar fyrrnefnda til Moskvu. Var Xi sagður ætla að ræða við Selenskí eftir heimsóknina til Rússlands en engar frekari fregnir hafa borist af viðræðum milli leiðtoganna.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kína Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira