Thunberg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seinagang Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2023 14:34 Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg heldur á spjaldi sem á stendur „Nú stefnum við ríkinu“ á mótmælum Aurora í Stokkhólmi í nóvember. AP/Christine Ohlsson/TT Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna. Aurora, samtök um sex hundruð ungra loftslagsaðgerðasinna, stefndi sænska ríkinu og krafðist þess að það gerði meira til þess að takmarka hlýnun jarðar í nóvember. Þau vilja að Svíþjóð dragi úr losun um að minnsta kosti 6,5 til 9,4 milljónir tonna koltvísýrings á ári frá árinu 2019. Byggðu samtökin á því að það væri brot á mannréttindasáttmála Evrópu ef stjórnvöld gripu ekki til fullnægjandi aðgerða gegn loftslagsvánni. Þau saka sænsk stjórnvöld um að líta ekki á loftslagsvandann sem aðsteðjandi vanda. Dómstóll í Nacka í Stokkhólmi komst að þeirri niðurstöðu í dag að mál samtakanna gæti haldið áfram eftir að þau breyttu kröfugerð sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sænsk stjórnvöld hafa nú þrjá mánuði til þess að bregðast við stefnunni áður en málið verður tekið fyrir. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna birti viðamikla samantektarskýrslu um stöðuna í loftslagsmálum í gær. Þar kom meðal annars fram að útlit væri fyrir að mannkynið fari fram úr markmiði sínu um að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu strax í byrjun næsta áratugs. Sé ætlunin að ná því markmiði þurfi heimsbyggðina að draga úr losun um sextíu prósent miðað við árið 2019. Aðgerðasinnum hefur orðið ágegnt fyrir dómstólum í nokkrum löndum á undanförnum árum. Þannig skikkaði þýskur dómstóll þarlend stjórnvöld til þess að herða loftslagsmarkmið sín til þess að leggja ekki óþarfa byrðar á ungt fólk árið 2021. Stjórnvöld brugðust við með því að stefna að kolefnishlutleysi fimm árum fyrr en áður og setja sér metnaðarfyllri markmið á þeirri vegferð, að sögn AP-fréttastofunnar. Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Aurora, samtök um sex hundruð ungra loftslagsaðgerðasinna, stefndi sænska ríkinu og krafðist þess að það gerði meira til þess að takmarka hlýnun jarðar í nóvember. Þau vilja að Svíþjóð dragi úr losun um að minnsta kosti 6,5 til 9,4 milljónir tonna koltvísýrings á ári frá árinu 2019. Byggðu samtökin á því að það væri brot á mannréttindasáttmála Evrópu ef stjórnvöld gripu ekki til fullnægjandi aðgerða gegn loftslagsvánni. Þau saka sænsk stjórnvöld um að líta ekki á loftslagsvandann sem aðsteðjandi vanda. Dómstóll í Nacka í Stokkhólmi komst að þeirri niðurstöðu í dag að mál samtakanna gæti haldið áfram eftir að þau breyttu kröfugerð sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sænsk stjórnvöld hafa nú þrjá mánuði til þess að bregðast við stefnunni áður en málið verður tekið fyrir. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna birti viðamikla samantektarskýrslu um stöðuna í loftslagsmálum í gær. Þar kom meðal annars fram að útlit væri fyrir að mannkynið fari fram úr markmiði sínu um að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu strax í byrjun næsta áratugs. Sé ætlunin að ná því markmiði þurfi heimsbyggðina að draga úr losun um sextíu prósent miðað við árið 2019. Aðgerðasinnum hefur orðið ágegnt fyrir dómstólum í nokkrum löndum á undanförnum árum. Þannig skikkaði þýskur dómstóll þarlend stjórnvöld til þess að herða loftslagsmarkmið sín til þess að leggja ekki óþarfa byrðar á ungt fólk árið 2021. Stjórnvöld brugðust við með því að stefna að kolefnishlutleysi fimm árum fyrr en áður og setja sér metnaðarfyllri markmið á þeirri vegferð, að sögn AP-fréttastofunnar.
Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24