Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2023 06:52 Xi er fyrsti þjóðarleiðtoginn sem fundar með Pútín eftir að handtökuskipun var gefin út á hendur síðarnefnda. AP/Alexei Druzhinin Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. Á morgun munu leiðtogarnir og fulltrúar ríkjanna síðan funda formlega. Xi verður fyrsti þjóðarleiðtoginn til að funda með Pútín eftir að Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur síðarnefnda. Pútín lofaði Xi sem „gamlan góðan vin“ í aðsendri grein sem birtist í dagblaði í Kína í morgun en á sama tíma birtist grein eftir Xi í Rossiiskaya Gazeta, þar sem hann kallaði eftir gagnhyggju í málefnum Úkraínu. Sagði forsetinn að friðaráætlun Kínverja, sem þeir birtu í febrúar, endurspeglaði alþjóðleg sjónarmið og miðaði að því að takmarka „afleiðingar“ af átökunum. „Það eru engar einfaldar lausnir við flóknum vandamálum,“ ítrekaði Xi þó í blaðagrein sinni. Stjórnvöld í Kína hafa sagt heimsókn forsetans til Rússlands „friðarför“ en Xi er sagður munu freista þess að setja sig í hlutverk málamiðlara á sama tíma og hann vill styrkja sambandið við Rússland. Fregnir hafa borist af því að Xi hyggist ræða við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta eftir heimsókn sína til Moskvu. Bandaríkjamenn hafa tekið hugmyndinni fagnandi. Eru þeir sagðir binda vonir við að samtal milli leiðtoganna muni sannfæra Kínverja um að sjá Rússum ekki fyrir vopnum. Það yrði stór rós í hnappagat Xi ef honum tækist raunverulega að miðla málum og koma á alvöru viðræðum milli Rússa og Úkraínumanna. Menn virðast þó hóflega bjartsýnir á að það takist. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Á morgun munu leiðtogarnir og fulltrúar ríkjanna síðan funda formlega. Xi verður fyrsti þjóðarleiðtoginn til að funda með Pútín eftir að Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur síðarnefnda. Pútín lofaði Xi sem „gamlan góðan vin“ í aðsendri grein sem birtist í dagblaði í Kína í morgun en á sama tíma birtist grein eftir Xi í Rossiiskaya Gazeta, þar sem hann kallaði eftir gagnhyggju í málefnum Úkraínu. Sagði forsetinn að friðaráætlun Kínverja, sem þeir birtu í febrúar, endurspeglaði alþjóðleg sjónarmið og miðaði að því að takmarka „afleiðingar“ af átökunum. „Það eru engar einfaldar lausnir við flóknum vandamálum,“ ítrekaði Xi þó í blaðagrein sinni. Stjórnvöld í Kína hafa sagt heimsókn forsetans til Rússlands „friðarför“ en Xi er sagður munu freista þess að setja sig í hlutverk málamiðlara á sama tíma og hann vill styrkja sambandið við Rússland. Fregnir hafa borist af því að Xi hyggist ræða við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta eftir heimsókn sína til Moskvu. Bandaríkjamenn hafa tekið hugmyndinni fagnandi. Eru þeir sagðir binda vonir við að samtal milli leiðtoganna muni sannfæra Kínverja um að sjá Rússum ekki fyrir vopnum. Það yrði stór rós í hnappagat Xi ef honum tækist raunverulega að miðla málum og koma á alvöru viðræðum milli Rússa og Úkraínumanna. Menn virðast þó hóflega bjartsýnir á að það takist.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira