Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2023 08:05 Vladimír Pútín á Krímskaga í gær. EPA/Forsetaembætti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. Ríkismiðlar Rússlands hafa sýnt myndbönd af heimsókn Pútíns og segir fréttaveitan RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins, að hann hafi farið til Maríupól með þyrlu í nótt. Þar heimsótti hann tónleikahús og ræddi við embættismenn og íbúa um það hvernig verið er að endurreisa borgina í kjölfar þess að hersveitir Rússa jöfnuðu hana við jörðu. RIA segir einnig að Pútín hafi hitt íbúa Maríupól út á götu í nótt og að þau hafi boðið honum að heimsækja þau, sem hann hafi gert. And here Putin visits some locals who tell him they were praying for him and say Russia built them a little piece of heaven to replace their destroyed apartments. pic.twitter.com/pXtUhalSKx— max seddon (@maxseddon) March 19, 2023 Blaðamaður Wall Street Journal deildi einnig myndbandi af Pútín hitta fólkið og segir litlar líkur á því að um raunverulega íbúa borgarinnar sé að ræða. Um ár er síðan Rússar gerðu loftárás á leikhús í Maríupól þar sem talið er að minnst þrjú hundruð óbreyttir borgarar hafi leitað sér skjóls frá sprengjuregninu. Frá því Rússar hertóku Maríupól hefur nöfnum á götum verið breytt og hafa þær fengið sömu nöfn og þær höfðu á tímum Sovétríkjanna. Þar að auki hefur minnisvarði um Holodomor, manngerða hungursneyð frá 1932 til 1933, verið rifinn niður. Milljónir Úkraínumanna dóu úr hungri vegna ástandsins sem leiðtogum Sovétríkjanna er kennt um. Sjá einnig: Pútin heldur upp á ólöglega innlimun Krímskaga Hersveitir Rússa náðu snemma að Maríupól í innrás þeirra í Úkraínu en hún er um fjörutíu kílómetra frá landamærum Rússlands og er mikilvæg hafnarborg við Asóvhaf. Við það hófst 86 daga umsátur þar sem gerðar voru linnulausar stórskotaliðs- og loftárásir á borgina. Borgin var svo gott sem lögð í rúst en óljóst er hvort raunverulegt mannfall meðal óbreyttra borgara muni nokkurn tímann líta dagsins ljós. Eftir vettvangsferðina til Maríupól mun Pútín hafa farið til Rostov-on-Don og heimsótt þar stjórnstöð fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gáfu á föstudaginn út handtökuskipun á hendur Pútín en hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum börnum hafi rænt í Úkraínu og þau flutt til Rússlands. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57 Xi heimsækir Pútín eftir helgi Xi Jinping Kínaforseti mun halda í opinbera heimsókn til Rússlands í næstu viku þar sem hann mun meðal annars eiga fundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 17. mars 2023 07:45 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að framtíð Úkraínumanna muni ráðast á víglínunum í austurhluta landsins. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða en það þurfi að gera út af við hernaðarmátt Rússa og það muni Úkraínumenn gera. 14. mars 2023 14:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Ríkismiðlar Rússlands hafa sýnt myndbönd af heimsókn Pútíns og segir fréttaveitan RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins, að hann hafi farið til Maríupól með þyrlu í nótt. Þar heimsótti hann tónleikahús og ræddi við embættismenn og íbúa um það hvernig verið er að endurreisa borgina í kjölfar þess að hersveitir Rússa jöfnuðu hana við jörðu. RIA segir einnig að Pútín hafi hitt íbúa Maríupól út á götu í nótt og að þau hafi boðið honum að heimsækja þau, sem hann hafi gert. And here Putin visits some locals who tell him they were praying for him and say Russia built them a little piece of heaven to replace their destroyed apartments. pic.twitter.com/pXtUhalSKx— max seddon (@maxseddon) March 19, 2023 Blaðamaður Wall Street Journal deildi einnig myndbandi af Pútín hitta fólkið og segir litlar líkur á því að um raunverulega íbúa borgarinnar sé að ræða. Um ár er síðan Rússar gerðu loftárás á leikhús í Maríupól þar sem talið er að minnst þrjú hundruð óbreyttir borgarar hafi leitað sér skjóls frá sprengjuregninu. Frá því Rússar hertóku Maríupól hefur nöfnum á götum verið breytt og hafa þær fengið sömu nöfn og þær höfðu á tímum Sovétríkjanna. Þar að auki hefur minnisvarði um Holodomor, manngerða hungursneyð frá 1932 til 1933, verið rifinn niður. Milljónir Úkraínumanna dóu úr hungri vegna ástandsins sem leiðtogum Sovétríkjanna er kennt um. Sjá einnig: Pútin heldur upp á ólöglega innlimun Krímskaga Hersveitir Rússa náðu snemma að Maríupól í innrás þeirra í Úkraínu en hún er um fjörutíu kílómetra frá landamærum Rússlands og er mikilvæg hafnarborg við Asóvhaf. Við það hófst 86 daga umsátur þar sem gerðar voru linnulausar stórskotaliðs- og loftárásir á borgina. Borgin var svo gott sem lögð í rúst en óljóst er hvort raunverulegt mannfall meðal óbreyttra borgara muni nokkurn tímann líta dagsins ljós. Eftir vettvangsferðina til Maríupól mun Pútín hafa farið til Rostov-on-Don og heimsótt þar stjórnstöð fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gáfu á föstudaginn út handtökuskipun á hendur Pútín en hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum börnum hafi rænt í Úkraínu og þau flutt til Rússlands.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57 Xi heimsækir Pútín eftir helgi Xi Jinping Kínaforseti mun halda í opinbera heimsókn til Rússlands í næstu viku þar sem hann mun meðal annars eiga fundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 17. mars 2023 07:45 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að framtíð Úkraínumanna muni ráðast á víglínunum í austurhluta landsins. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða en það þurfi að gera út af við hernaðarmátt Rússa og það muni Úkraínumenn gera. 14. mars 2023 14:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57
Xi heimsækir Pútín eftir helgi Xi Jinping Kínaforseti mun halda í opinbera heimsókn til Rússlands í næstu viku þar sem hann mun meðal annars eiga fundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 17. mars 2023 07:45
Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að framtíð Úkraínumanna muni ráðast á víglínunum í austurhluta landsins. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða en það þurfi að gera út af við hernaðarmátt Rússa og það muni Úkraínumenn gera. 14. mars 2023 14:01