Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2023 15:23 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Pavel Bednyakov Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Handtökuskipun hefur einnig verið gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Sjá einnig: Rússnesk stjórnvöld nema úkraínsk börn á brott og flytja þau til Rússlands Saksóknarar og rannsakendur ICC hafa verið með ódæði rússneskra hermanna í Úkraínu til skoðunar um nokkuð skeið. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Sjá einnig: Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Hér má sjá yfirlýsingu frá Piotr Hofmański, forseta ICC, um handtökuskipunina. Hann segir dómarana vera að fylgja skyldum sínum samkvæmt lögum. Framhaldið velti á alþjóðasamfélaginu #ICC President Judge Piotr Hofma ski on recent arrest warrants against Vladimir Vladimirovich Putin and Maria Alekseyevna Lvova-Belova in the context of the situation in #UkraineMore info: https://t.co/5OMC7Xuuy5 pic.twitter.com/45bT4mHqIs— Int'l Criminal Court (@IntlCrimCourt) March 17, 2023 Í yfirlýsingu frá ICC segir að grundvöllur sé fyrir því að Pútín beri persónulega ábyrgð á því að börn hafi verið flutt frá Úkraínu og til Rússlands og því að stöðva ekki undirmenn sína og aðra í að fremja þessa glæpi. Lvova-Belova er einnig sögð bera ábyrgð á flutningunum. New York Times sagði nýverið frá því að saksóknarar ICC væru einnig að skoða markvissar árásir Rússa á borgaralega innviði í Úkraínu. Sjá einnig: Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Rússar hafa gert fjölmargar umfangsmiklar árásir á innviði og voru þær sérstaklega margar í haust. Þá fóru ráðamenn í Rússlandi ekki leynt með að árásunum var ætlað að valda almenningi skaða og leiða til fólksflótta frá Úkraínu. Framsal ólíklegt Verulega ólíklegt er að réttarhöld muni fara fram. Sérfræðingar segja litlar sem engar líkur á því að yfirvöld í Rússlandi muni nokkurn tímann framselja rússneska embættismenn eða hermenn. Óhætt er að segja að Pútín muni ekki framselja sjálfan sig. María Sakaróva, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, segir handtökuskipun dómstólsins marklausa. Hún hafi enga þýðingu í Rússlandi, en Rússar hafa ekki skrifað undir Rómarsamþykktina. Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Ráðamenn í Rússlandi þvertaka fyrir að hermenn þeirra hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu og alþjóðlegur rannsakendur hafa þó fundið mikið magn sönnunargagna sem benda til þess að stríðsglæpir hafi verið framdir og þá sérstaklega á fyrri hluta innrásarinnar. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Handtökuskipun hefur einnig verið gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Sjá einnig: Rússnesk stjórnvöld nema úkraínsk börn á brott og flytja þau til Rússlands Saksóknarar og rannsakendur ICC hafa verið með ódæði rússneskra hermanna í Úkraínu til skoðunar um nokkuð skeið. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Sjá einnig: Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Hér má sjá yfirlýsingu frá Piotr Hofmański, forseta ICC, um handtökuskipunina. Hann segir dómarana vera að fylgja skyldum sínum samkvæmt lögum. Framhaldið velti á alþjóðasamfélaginu #ICC President Judge Piotr Hofma ski on recent arrest warrants against Vladimir Vladimirovich Putin and Maria Alekseyevna Lvova-Belova in the context of the situation in #UkraineMore info: https://t.co/5OMC7Xuuy5 pic.twitter.com/45bT4mHqIs— Int'l Criminal Court (@IntlCrimCourt) March 17, 2023 Í yfirlýsingu frá ICC segir að grundvöllur sé fyrir því að Pútín beri persónulega ábyrgð á því að börn hafi verið flutt frá Úkraínu og til Rússlands og því að stöðva ekki undirmenn sína og aðra í að fremja þessa glæpi. Lvova-Belova er einnig sögð bera ábyrgð á flutningunum. New York Times sagði nýverið frá því að saksóknarar ICC væru einnig að skoða markvissar árásir Rússa á borgaralega innviði í Úkraínu. Sjá einnig: Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Rússar hafa gert fjölmargar umfangsmiklar árásir á innviði og voru þær sérstaklega margar í haust. Þá fóru ráðamenn í Rússlandi ekki leynt með að árásunum var ætlað að valda almenningi skaða og leiða til fólksflótta frá Úkraínu. Framsal ólíklegt Verulega ólíklegt er að réttarhöld muni fara fram. Sérfræðingar segja litlar sem engar líkur á því að yfirvöld í Rússlandi muni nokkurn tímann framselja rússneska embættismenn eða hermenn. Óhætt er að segja að Pútín muni ekki framselja sjálfan sig. María Sakaróva, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, segir handtökuskipun dómstólsins marklausa. Hún hafi enga þýðingu í Rússlandi, en Rússar hafa ekki skrifað undir Rómarsamþykktina. Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Ráðamenn í Rússlandi þvertaka fyrir að hermenn þeirra hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu og alþjóðlegur rannsakendur hafa þó fundið mikið magn sönnunargagna sem benda til þess að stríðsglæpir hafi verið framdir og þá sérstaklega á fyrri hluta innrásarinnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira