Ætla að granda herþotum sem sendar verða til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2023 14:29 Pólskum Mig-29 flogið yfir Póllandi. Getty/ Ráðamenn í Rússlandi segjast ætla að granda herþotum sem bakhjarlar Úkraínu gefa Úkraínumönnum. Pólverjar tilkynntu í gær að þeir ætluðu að senda minnst ellefu gamlar MiG-29 orrustuþotur til Úkraínu og ríkisstjórn Slóvakíu tilkynnti svo í dag að þaðan yrðu sendar þrettán þotur af sömu gerð. Í frétt Reuters segir að Slóvakar muni fá greiðslu úr sjóðum Evrópusambandsins vegna hergagnaflutninganna og þeir munu þar að auki fá hergögn frá Bandaríkjunum. Eduard Heger, forsætisráðherra Slóvakíu sagði í tísti í dag að hernaðaraðstoð sem þessi væri gífurlega mikilvæg svo Úkraínumenn gætu varið sig og alla Evrópu gegn Rússum. Heger sagði einnig að sigur Úkraínumanna væri nauðsynlegur til að koma aftur á friði og ná fram réttlæti. Þá sagðist hann hafa talað við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag og að hann hefði þáð boð Selenskís um heimsókn til Úkraínu. I call @ZelenskyyUa about gov. decision to send 13 MiGs. We support brave people of #Ukraine who fight against #RussianAggression. They need tools to defend their homeland - without that there will be neither #peace nor #justice. I ve accepted his invitation to visit soon. pic.twitter.com/ftsdBeYEmY— Eduard Heger (@eduardheger) March 17, 2023 Slóvakar hættu notkun MiG-29 herþotna í fyrra og pöntuðu þeir F-16 þotur frá Bandaríkjunum í staðinn. Forsvarsmenn Slóvakíu og Póllands eru þeir fyrstu til að taka þessi skref en Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið kallað eftir nýjum herþotum. Úkraínumenn hafa beðið um F-16 orrustuþotur. Þoturnar vilja þeir til að auka varnir sínar og líka til að auka hernaðarlega getu fyrir væntanlegar gagnárásir gegn Rússum á næstu vikum og mánuðum. Lítill vilji er til þess meðal bakhjarla Úkraínu að svo stöddu. Fyrstu F-16 orrustuþotunni var flogið árið 1976 en síðan þá hafa þær ítrekað verið endurhannaðar og framleiddar í breyttum útgáfum. F-16 voru framleiddar í Bandaríkjunum og eru notaðar víða um heim. Þá er víða verið að leysa þær af hólmi með nýjum F-35 herþotum. Munu á endanum þurfa vestræn vopn Í stuttu máli sagt, þá munu Úkraínumenn þurfa að öðlast vestrænar herþotur á endanum. Standi stríðið yfir í einhver ár munu Úkraínumenn þurfa Vestræn vopn þar sem skotfæri, varahlutir og annað sem þarf til að reka gömlu sovésku orrustuþotur er ekki framleitt í Vesturlöndum. Það er lengra tíma vandamál en Úkraínumenn gætu brúað bilið með því að notast við MiG-29 orrustuþotur, sem flugmenn Úkraínu eiga að vera þjálfaðir í að nota. Þegar innrás Rússa hófst var talið að Úkraínski flugherinn ætti um 120 herþotur og þar af mest af gerðinni MiG-29 og Su-27. MiG-29 þoturnar voru hannaðar á tímum Sovétríkjanna en þeirri fyrstu var flogið árið 1977 og sovéski flugherinn tók þær fyrst í notkun árið 1983. Þær eru hannaðar til notkunar gegn öðrum herþotum en hafa í gegnum árum tekið breytingum og er einnig hægt að nota þær í árása á skotmörk á jörðu niðri. Þegar Andrzej Duda, forseti Póllands, opinberaði í gær að þoturnar yrðu sendar til Úkraínu tók hann fram að þær væru orðnar nokkuð gamlar en ítrekaði að þær væru í góðu standi. Ætla að granda öllum þotunum Ráðamenn í Rússlandi segja að Slóvakar megi ekki senda MiG-29 þotur til Úkraínu. Það brjóti gegn samkomulagi milli Rússlands og Slóvakíu og hergögn og vopn frá tímum Sovétríkjanna. Í frétt Tass segir að Rússar eigi að hafa lokaorðið um hergagnasendingar sem þessar. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í dag að Rússar myndu granda öllum þotum sem Úkraínumenn fá frá bakhjörlum sínum. Hann sagði sendingarnar til marks um beina aðkomu Vesturlanda að stríðinu, eins og Rússar hafa lengi haldið fram. Þá sagði Peskóv að hann hefði á tilfinningunni að Vesturlönd væru að losa sig við úr sér gengin hergögn með því að senda þau til Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Rússland Tengdar fréttir Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt. 17. mars 2023 12:08 Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Í frétt Reuters segir að Slóvakar muni fá greiðslu úr sjóðum Evrópusambandsins vegna hergagnaflutninganna og þeir munu þar að auki fá hergögn frá Bandaríkjunum. Eduard Heger, forsætisráðherra Slóvakíu sagði í tísti í dag að hernaðaraðstoð sem þessi væri gífurlega mikilvæg svo Úkraínumenn gætu varið sig og alla Evrópu gegn Rússum. Heger sagði einnig að sigur Úkraínumanna væri nauðsynlegur til að koma aftur á friði og ná fram réttlæti. Þá sagðist hann hafa talað við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag og að hann hefði þáð boð Selenskís um heimsókn til Úkraínu. I call @ZelenskyyUa about gov. decision to send 13 MiGs. We support brave people of #Ukraine who fight against #RussianAggression. They need tools to defend their homeland - without that there will be neither #peace nor #justice. I ve accepted his invitation to visit soon. pic.twitter.com/ftsdBeYEmY— Eduard Heger (@eduardheger) March 17, 2023 Slóvakar hættu notkun MiG-29 herþotna í fyrra og pöntuðu þeir F-16 þotur frá Bandaríkjunum í staðinn. Forsvarsmenn Slóvakíu og Póllands eru þeir fyrstu til að taka þessi skref en Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið kallað eftir nýjum herþotum. Úkraínumenn hafa beðið um F-16 orrustuþotur. Þoturnar vilja þeir til að auka varnir sínar og líka til að auka hernaðarlega getu fyrir væntanlegar gagnárásir gegn Rússum á næstu vikum og mánuðum. Lítill vilji er til þess meðal bakhjarla Úkraínu að svo stöddu. Fyrstu F-16 orrustuþotunni var flogið árið 1976 en síðan þá hafa þær ítrekað verið endurhannaðar og framleiddar í breyttum útgáfum. F-16 voru framleiddar í Bandaríkjunum og eru notaðar víða um heim. Þá er víða verið að leysa þær af hólmi með nýjum F-35 herþotum. Munu á endanum þurfa vestræn vopn Í stuttu máli sagt, þá munu Úkraínumenn þurfa að öðlast vestrænar herþotur á endanum. Standi stríðið yfir í einhver ár munu Úkraínumenn þurfa Vestræn vopn þar sem skotfæri, varahlutir og annað sem þarf til að reka gömlu sovésku orrustuþotur er ekki framleitt í Vesturlöndum. Það er lengra tíma vandamál en Úkraínumenn gætu brúað bilið með því að notast við MiG-29 orrustuþotur, sem flugmenn Úkraínu eiga að vera þjálfaðir í að nota. Þegar innrás Rússa hófst var talið að Úkraínski flugherinn ætti um 120 herþotur og þar af mest af gerðinni MiG-29 og Su-27. MiG-29 þoturnar voru hannaðar á tímum Sovétríkjanna en þeirri fyrstu var flogið árið 1977 og sovéski flugherinn tók þær fyrst í notkun árið 1983. Þær eru hannaðar til notkunar gegn öðrum herþotum en hafa í gegnum árum tekið breytingum og er einnig hægt að nota þær í árása á skotmörk á jörðu niðri. Þegar Andrzej Duda, forseti Póllands, opinberaði í gær að þoturnar yrðu sendar til Úkraínu tók hann fram að þær væru orðnar nokkuð gamlar en ítrekaði að þær væru í góðu standi. Ætla að granda öllum þotunum Ráðamenn í Rússlandi segja að Slóvakar megi ekki senda MiG-29 þotur til Úkraínu. Það brjóti gegn samkomulagi milli Rússlands og Slóvakíu og hergögn og vopn frá tímum Sovétríkjanna. Í frétt Tass segir að Rússar eigi að hafa lokaorðið um hergagnasendingar sem þessar. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í dag að Rússar myndu granda öllum þotum sem Úkraínumenn fá frá bakhjörlum sínum. Hann sagði sendingarnar til marks um beina aðkomu Vesturlanda að stríðinu, eins og Rússar hafa lengi haldið fram. Þá sagði Peskóv að hann hefði á tilfinningunni að Vesturlönd væru að losa sig við úr sér gengin hergögn með því að senda þau til Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Rússland Tengdar fréttir Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt. 17. mars 2023 12:08 Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt. 17. mars 2023 12:08
Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08