Ætla að granda herþotum sem sendar verða til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2023 14:29 Pólskum Mig-29 flogið yfir Póllandi. Getty/ Ráðamenn í Rússlandi segjast ætla að granda herþotum sem bakhjarlar Úkraínu gefa Úkraínumönnum. Pólverjar tilkynntu í gær að þeir ætluðu að senda minnst ellefu gamlar MiG-29 orrustuþotur til Úkraínu og ríkisstjórn Slóvakíu tilkynnti svo í dag að þaðan yrðu sendar þrettán þotur af sömu gerð. Í frétt Reuters segir að Slóvakar muni fá greiðslu úr sjóðum Evrópusambandsins vegna hergagnaflutninganna og þeir munu þar að auki fá hergögn frá Bandaríkjunum. Eduard Heger, forsætisráðherra Slóvakíu sagði í tísti í dag að hernaðaraðstoð sem þessi væri gífurlega mikilvæg svo Úkraínumenn gætu varið sig og alla Evrópu gegn Rússum. Heger sagði einnig að sigur Úkraínumanna væri nauðsynlegur til að koma aftur á friði og ná fram réttlæti. Þá sagðist hann hafa talað við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag og að hann hefði þáð boð Selenskís um heimsókn til Úkraínu. I call @ZelenskyyUa about gov. decision to send 13 MiGs. We support brave people of #Ukraine who fight against #RussianAggression. They need tools to defend their homeland - without that there will be neither #peace nor #justice. I ve accepted his invitation to visit soon. pic.twitter.com/ftsdBeYEmY— Eduard Heger (@eduardheger) March 17, 2023 Slóvakar hættu notkun MiG-29 herþotna í fyrra og pöntuðu þeir F-16 þotur frá Bandaríkjunum í staðinn. Forsvarsmenn Slóvakíu og Póllands eru þeir fyrstu til að taka þessi skref en Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið kallað eftir nýjum herþotum. Úkraínumenn hafa beðið um F-16 orrustuþotur. Þoturnar vilja þeir til að auka varnir sínar og líka til að auka hernaðarlega getu fyrir væntanlegar gagnárásir gegn Rússum á næstu vikum og mánuðum. Lítill vilji er til þess meðal bakhjarla Úkraínu að svo stöddu. Fyrstu F-16 orrustuþotunni var flogið árið 1976 en síðan þá hafa þær ítrekað verið endurhannaðar og framleiddar í breyttum útgáfum. F-16 voru framleiddar í Bandaríkjunum og eru notaðar víða um heim. Þá er víða verið að leysa þær af hólmi með nýjum F-35 herþotum. Munu á endanum þurfa vestræn vopn Í stuttu máli sagt, þá munu Úkraínumenn þurfa að öðlast vestrænar herþotur á endanum. Standi stríðið yfir í einhver ár munu Úkraínumenn þurfa Vestræn vopn þar sem skotfæri, varahlutir og annað sem þarf til að reka gömlu sovésku orrustuþotur er ekki framleitt í Vesturlöndum. Það er lengra tíma vandamál en Úkraínumenn gætu brúað bilið með því að notast við MiG-29 orrustuþotur, sem flugmenn Úkraínu eiga að vera þjálfaðir í að nota. Þegar innrás Rússa hófst var talið að Úkraínski flugherinn ætti um 120 herþotur og þar af mest af gerðinni MiG-29 og Su-27. MiG-29 þoturnar voru hannaðar á tímum Sovétríkjanna en þeirri fyrstu var flogið árið 1977 og sovéski flugherinn tók þær fyrst í notkun árið 1983. Þær eru hannaðar til notkunar gegn öðrum herþotum en hafa í gegnum árum tekið breytingum og er einnig hægt að nota þær í árása á skotmörk á jörðu niðri. Þegar Andrzej Duda, forseti Póllands, opinberaði í gær að þoturnar yrðu sendar til Úkraínu tók hann fram að þær væru orðnar nokkuð gamlar en ítrekaði að þær væru í góðu standi. Ætla að granda öllum þotunum Ráðamenn í Rússlandi segja að Slóvakar megi ekki senda MiG-29 þotur til Úkraínu. Það brjóti gegn samkomulagi milli Rússlands og Slóvakíu og hergögn og vopn frá tímum Sovétríkjanna. Í frétt Tass segir að Rússar eigi að hafa lokaorðið um hergagnasendingar sem þessar. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í dag að Rússar myndu granda öllum þotum sem Úkraínumenn fá frá bakhjörlum sínum. Hann sagði sendingarnar til marks um beina aðkomu Vesturlanda að stríðinu, eins og Rússar hafa lengi haldið fram. Þá sagði Peskóv að hann hefði á tilfinningunni að Vesturlönd væru að losa sig við úr sér gengin hergögn með því að senda þau til Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Rússland Tengdar fréttir Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt. 17. mars 2023 12:08 Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Í frétt Reuters segir að Slóvakar muni fá greiðslu úr sjóðum Evrópusambandsins vegna hergagnaflutninganna og þeir munu þar að auki fá hergögn frá Bandaríkjunum. Eduard Heger, forsætisráðherra Slóvakíu sagði í tísti í dag að hernaðaraðstoð sem þessi væri gífurlega mikilvæg svo Úkraínumenn gætu varið sig og alla Evrópu gegn Rússum. Heger sagði einnig að sigur Úkraínumanna væri nauðsynlegur til að koma aftur á friði og ná fram réttlæti. Þá sagðist hann hafa talað við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag og að hann hefði þáð boð Selenskís um heimsókn til Úkraínu. I call @ZelenskyyUa about gov. decision to send 13 MiGs. We support brave people of #Ukraine who fight against #RussianAggression. They need tools to defend their homeland - without that there will be neither #peace nor #justice. I ve accepted his invitation to visit soon. pic.twitter.com/ftsdBeYEmY— Eduard Heger (@eduardheger) March 17, 2023 Slóvakar hættu notkun MiG-29 herþotna í fyrra og pöntuðu þeir F-16 þotur frá Bandaríkjunum í staðinn. Forsvarsmenn Slóvakíu og Póllands eru þeir fyrstu til að taka þessi skref en Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið kallað eftir nýjum herþotum. Úkraínumenn hafa beðið um F-16 orrustuþotur. Þoturnar vilja þeir til að auka varnir sínar og líka til að auka hernaðarlega getu fyrir væntanlegar gagnárásir gegn Rússum á næstu vikum og mánuðum. Lítill vilji er til þess meðal bakhjarla Úkraínu að svo stöddu. Fyrstu F-16 orrustuþotunni var flogið árið 1976 en síðan þá hafa þær ítrekað verið endurhannaðar og framleiddar í breyttum útgáfum. F-16 voru framleiddar í Bandaríkjunum og eru notaðar víða um heim. Þá er víða verið að leysa þær af hólmi með nýjum F-35 herþotum. Munu á endanum þurfa vestræn vopn Í stuttu máli sagt, þá munu Úkraínumenn þurfa að öðlast vestrænar herþotur á endanum. Standi stríðið yfir í einhver ár munu Úkraínumenn þurfa Vestræn vopn þar sem skotfæri, varahlutir og annað sem þarf til að reka gömlu sovésku orrustuþotur er ekki framleitt í Vesturlöndum. Það er lengra tíma vandamál en Úkraínumenn gætu brúað bilið með því að notast við MiG-29 orrustuþotur, sem flugmenn Úkraínu eiga að vera þjálfaðir í að nota. Þegar innrás Rússa hófst var talið að Úkraínski flugherinn ætti um 120 herþotur og þar af mest af gerðinni MiG-29 og Su-27. MiG-29 þoturnar voru hannaðar á tímum Sovétríkjanna en þeirri fyrstu var flogið árið 1977 og sovéski flugherinn tók þær fyrst í notkun árið 1983. Þær eru hannaðar til notkunar gegn öðrum herþotum en hafa í gegnum árum tekið breytingum og er einnig hægt að nota þær í árása á skotmörk á jörðu niðri. Þegar Andrzej Duda, forseti Póllands, opinberaði í gær að þoturnar yrðu sendar til Úkraínu tók hann fram að þær væru orðnar nokkuð gamlar en ítrekaði að þær væru í góðu standi. Ætla að granda öllum þotunum Ráðamenn í Rússlandi segja að Slóvakar megi ekki senda MiG-29 þotur til Úkraínu. Það brjóti gegn samkomulagi milli Rússlands og Slóvakíu og hergögn og vopn frá tímum Sovétríkjanna. Í frétt Tass segir að Rússar eigi að hafa lokaorðið um hergagnasendingar sem þessar. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í dag að Rússar myndu granda öllum þotum sem Úkraínumenn fá frá bakhjörlum sínum. Hann sagði sendingarnar til marks um beina aðkomu Vesturlanda að stríðinu, eins og Rússar hafa lengi haldið fram. Þá sagði Peskóv að hann hefði á tilfinningunni að Vesturlönd væru að losa sig við úr sér gengin hergögn með því að senda þau til Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Rússland Tengdar fréttir Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt. 17. mars 2023 12:08 Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt. 17. mars 2023 12:08
Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08