Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. mars 2023 12:39 Úr Reykjavík. Vísir/Vilhelm Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólga lækki hægt næstu mánuði. Ársverðbólga mælist nú 10,2 prósent og leita þarf nokkuð mörg ár aftur í tímann til að finna sambærilegar verðbólgutölur. Sérfræðingar Íslandsbanka og Landsbankans hafa nú rýnt í tölurnar og spáð fyrir um þróun næstu missera, en næstu verðbólgutölur verða gefnar út 28. mars næstkomandi. Þannig reiknar Íslandsbanki með að vísitala neysluverðs hækki um 0,7 prósent á milli mánaða. Það felur í sér að ársverðbólga fari úr 10,2 prósent í 10,0 prósent. Landsbankinn er örlítið bjartsýnni og spáir 0,61 prósent hækkun á milli mánaða á vísitölu neysluverðs. Það felur í sér að ársverðbólga fari úr 10,2 prósent í 9,8 prósent. Báðir bankar spá því að verðbólga muni fara lækkandi á næstu misserum. Sú þróun verði þó hæg. Þannig reiknar Landsbankinn með yfir átta prósent verðbólgu þegar sumarið kemur. Er Íslandsbanki einnig á sömu slóðum hvað varðar framtíðarspá. „Við, eins og aðrir greinendur, höfum undanfarið verið of bjartsýn um verðbólguhorfur og er óvissan um nærhorfurnar mikil. Á næstu mánuðum munu stórir hækkunarmánuðir þó detta út úr ársverðbólgunni og þess vegna teljum við að verðbólga muni hjaðna. Í bráðabirgðaspá okkar spáum við 0,4% hækkun í apríl, 0,3% í maí og 0,5% í júní. Gangi spá okkar eftir mun verðbólga mælast 7,6% í júní. Þetta er þó hægari hjöðnun en við höfðum áður gert ráð fyrir. Við gerum svo ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 8,0% á árinu,“ segir í greiningu Íslandsbanka. Í næstu viku mun peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynna næstu stýrivaxtaákvörðun. Fastlega er gert ráð fyrir því að nefndin muni hækka stýrivexti. Þannig spáir Íslandsbanki 0,75 prósentustiga hækkun, sem myndi setja stýrivexti í 7,25 prósent. Verðlag Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Tengdar fréttir Kaupmáttur rýrnaði um 1,7 prósent í fyrra Hagstofa Íslands áætlar að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi dregist saman um 1,7 prósent í fyrra borið saman við árið áður. Kaupmáttarrýrnunin var enn meiri á síðasta fjórðungi ársins. 16. mars 2023 11:04 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Ársverðbólga mælist nú 10,2 prósent og leita þarf nokkuð mörg ár aftur í tímann til að finna sambærilegar verðbólgutölur. Sérfræðingar Íslandsbanka og Landsbankans hafa nú rýnt í tölurnar og spáð fyrir um þróun næstu missera, en næstu verðbólgutölur verða gefnar út 28. mars næstkomandi. Þannig reiknar Íslandsbanki með að vísitala neysluverðs hækki um 0,7 prósent á milli mánaða. Það felur í sér að ársverðbólga fari úr 10,2 prósent í 10,0 prósent. Landsbankinn er örlítið bjartsýnni og spáir 0,61 prósent hækkun á milli mánaða á vísitölu neysluverðs. Það felur í sér að ársverðbólga fari úr 10,2 prósent í 9,8 prósent. Báðir bankar spá því að verðbólga muni fara lækkandi á næstu misserum. Sú þróun verði þó hæg. Þannig reiknar Landsbankinn með yfir átta prósent verðbólgu þegar sumarið kemur. Er Íslandsbanki einnig á sömu slóðum hvað varðar framtíðarspá. „Við, eins og aðrir greinendur, höfum undanfarið verið of bjartsýn um verðbólguhorfur og er óvissan um nærhorfurnar mikil. Á næstu mánuðum munu stórir hækkunarmánuðir þó detta út úr ársverðbólgunni og þess vegna teljum við að verðbólga muni hjaðna. Í bráðabirgðaspá okkar spáum við 0,4% hækkun í apríl, 0,3% í maí og 0,5% í júní. Gangi spá okkar eftir mun verðbólga mælast 7,6% í júní. Þetta er þó hægari hjöðnun en við höfðum áður gert ráð fyrir. Við gerum svo ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 8,0% á árinu,“ segir í greiningu Íslandsbanka. Í næstu viku mun peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynna næstu stýrivaxtaákvörðun. Fastlega er gert ráð fyrir því að nefndin muni hækka stýrivexti. Þannig spáir Íslandsbanki 0,75 prósentustiga hækkun, sem myndi setja stýrivexti í 7,25 prósent.
Verðlag Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Tengdar fréttir Kaupmáttur rýrnaði um 1,7 prósent í fyrra Hagstofa Íslands áætlar að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi dregist saman um 1,7 prósent í fyrra borið saman við árið áður. Kaupmáttarrýrnunin var enn meiri á síðasta fjórðungi ársins. 16. mars 2023 11:04 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Kaupmáttur rýrnaði um 1,7 prósent í fyrra Hagstofa Íslands áætlar að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi dregist saman um 1,7 prósent í fyrra borið saman við árið áður. Kaupmáttarrýrnunin var enn meiri á síðasta fjórðungi ársins. 16. mars 2023 11:04