Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 101-120 | Njarðvíkingar unnu tíunda sigurinn í röð Jón Már Ferro skrifar 16. mars 2023 20:04 Njarðvíkingar halda áfram á sigurbraut. Vísir/BÁRA DRÖFN Njarðvíkingar unnu sinn tíunda deildarleik í röð er liðið sótti fallna KR-inga heim í Vesturbæinn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 101-120. Framan af var leikurinn spennandi og munurinn á liðunum ekki mikill. Að loknum fyrsta leikhluta var munurinn 5 stig. Njarðvíkingar komust mest í 10 stiga forystu. KR-ingar létu ekki bjóða sér það og minnkuðu muninn. Til þess bættu þeir varnarleikinn og fóru betur að ráði sínu sóknarlega. Þegar liðin gengu til búningsherbergja að fyrri hálfleik loknum höfðu heimamenn komið sér í fjögurra stiga forystu. Eftir erfiðan fyrsta leikhluta hjá heimamönnum tóku þeir heldur betur við sér og sýndu stuðningsmönnum sitt rétta andlit og voru yfir 53-49. Mario Matasovic, leikmaður Njarðvíkur, skoraði 20 stig í kvöld.VÍSIR/BÁRA DRÖFN Áfram var jafnræði með liðunum til að byrja með í seinni hálfleik en þegar þriðji leikhluti var allur var Njarðvík komið í sjö stiga forystu. Nicholas Richotti fór að setja þriggja stiga körfur eins og að drekka vatn. KR-ingar héldu sér þó inni í leiknum og voru til að mynda einungis fimm stigum undir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Í lok leiks sýndi Njarðvík gæði sín og lykilleikmenn þeirra sigldu sigrinum í höfn. Dedrick Deon Basile, leikmaður Njarðvíkur, var frábær í kvöld.VÍSIR/BÁRA DRÖFN Af hverju vann Njarðvík? KR-ingar höfðu ekki nægilega breidd til að halda í við Njarðvíkinga. Meiðsli KR-inga settu stórt strik í reikninginn en Þorvaldur Orri Árnason og Lars Erik Bragason fóru báðir meiddir af velli og tóku hvorugir þátt í seinni hálfleik. Njarðvíkingar nýttu sér þreytu KR-inga og unnu að lokum öruggan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Nicholas Ricotti skoraði 28 stig, tók þrjú fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Í seinni hálfleik hitti hann frábærlega fyrir utan þriggja stiga línuna og átti stóran þátt í sigrinum. Liðsfélagi hans Dedrick Deon Basile skoraði líka 28 stig, tók líka þrjú fráköst en gaf fjórar stoðsendingar. Í liði KR var Antonio Deshon Williams bestur með 25 stig, þrjú fráköst og þrjár stoðsendingar. Aapeli Elmeir Ristonpoika Alanen skoraði 17 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hvað gekk illa? KR-ingum gekk illa að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik. Þeir voru yfir í hálfleik 53-49 en gáfu eftir í lokin og réðu illa við þriggja stiga skot Njarðvíkingana. Heimamenn voru of seinir að setja pressu á boltamann undir lokinn og gafu til dæmis Nicolas Richotti of mikið pláss. Hvað gerist næst? KR-ingar fara á Sauðarkrók og mæta Tindastól fimtudaginn 23.mars klukkan 19:15. Njarðvík fær Valsmenn í heimsókn í toppslag föstudaginn 24.mars klukkan 20:15. Benedikt Guðmundsson: „Er ekkert að fara valhoppandi úr KR heimilinu" Benedikt Guðmundsson, þjálfari NjarðvíkurVÍSIR/BÁRA DRÖFN Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur sinna manna en ekki jafn sáttur með spilamennskuna. „Ég var að segja við strákana inni í klefa að fólk sem hefur ekki séð þennan leik heldur örugglega að þetta hafi verið 19 stiga öruggur sigur. Eigum við ekki bara að halda okkur við þá sögu?" Benedikt nýtti tækifærið og hrósaði KR-ingum. „Mér fannst KR-ingar góðir og voru að spila vel. Margir að stíga upp hjá þeim, þeir voru óheppnir, misstu menn út af í ökklameiðsli, bæði Þorvald og Lars. Aldrei að vita hvernig leikurinn hefði farið hefðu þeir ekki meiðst. Þeir voru ekkert síðri aðilinn." Benedikt nefndi nokkra af þeim þáttum sem hann var ósáttur með og fór yfir það í hálfleik með sínum mönnum. „Við vorum seinir í öllum færslum, það vantaði ákveðni, talanda, hreyfanleika í vörninni. Við gefum okkur út fyrir að vera varnarlið. Ég sá ekkert af því hérna bróðurpartinn af þessum leik. Það kom aðeins í seinni hálfleik en ekki nægilega mikið. Þannig ég er ekkert að fara valhoppandi úr KR heimilinu með framistöðu liðsins. Ég vil sjá menn gera betur en við verðum að virða sigurinn." Njarðvík á tvo erfiða leiki eftir. Annarsvegar á móti Val á heimavelli og svo á móti Keflavík á útivelli. Benedikt segir að til að fá jákvæð úrslit úr leikjunum þurfi liðið að spila betur en í kvöld. Helgi Már Magnússon: „Vorum orðnir ansi þunnir" Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.VÍSIR/BÁRA DRÖFN Þorvaldur Orri Árnason og Lars Erik Bragason meiddust báðir í leiknum. „Það er verið að hlúa að þeim inni í klefa. Þetta eru sennilega snúnir ökklar. Þeir stigu báðir á fót." Helgi Már var temmilega sáttur eftir leik. „Við vorum orðnir ansi þunnir eftir að þeir duttu út og ráðum kannski ekki við svona skakkaföllum. Jú, jú ég er alveg ánægður með þetta. Við gáfum þeim bara full auðveld skot í seinni hluta fjórða leikhluta. Stór hluti af því skrifast líka bara á þreytu og annað slíkt." Meiðsli Þorvaldar og Lars gerðu KR-ingum erfitt fyrir og setti aukið álag á aðra leikmenn liðsins. Það sást þegar líða tók á leikinn og menn orðnir þreyttir. „Þá verður framkvæmdin aðeins sjoppulegri. Þorsteinn er ekki búinn að spila svona margar mínútur í allan vetur en hann leysti þær með sóma. Veigar er með fjórar villur bara strax í þriðja leikluta. Þá er þetta orðið svo erfitt. Þeir eru alveg með líkamlega sterkt lið sérstaklega sóknarlega. Richotti fékk aðeins og auðvelt skot og svínhitti í kvöld." Eins og áður hefur komið fram er KR fallið. Þrátt fyrir það vilja leikmenn liðsins sanna sig. „Það vilja allir sýna sig og sanna. Við erum bara fínir í körfubolta, þetta lið. Ég hef engar áhyggjur af því að við séum ekki gíraðir í restina af tímabilinu. Þetta eru þannig karakterar að þeir leggja sig fram og spila á fullu." Körfubolti Subway-deild karla KR UMF Njarðvík
Njarðvíkingar unnu sinn tíunda deildarleik í röð er liðið sótti fallna KR-inga heim í Vesturbæinn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 101-120. Framan af var leikurinn spennandi og munurinn á liðunum ekki mikill. Að loknum fyrsta leikhluta var munurinn 5 stig. Njarðvíkingar komust mest í 10 stiga forystu. KR-ingar létu ekki bjóða sér það og minnkuðu muninn. Til þess bættu þeir varnarleikinn og fóru betur að ráði sínu sóknarlega. Þegar liðin gengu til búningsherbergja að fyrri hálfleik loknum höfðu heimamenn komið sér í fjögurra stiga forystu. Eftir erfiðan fyrsta leikhluta hjá heimamönnum tóku þeir heldur betur við sér og sýndu stuðningsmönnum sitt rétta andlit og voru yfir 53-49. Mario Matasovic, leikmaður Njarðvíkur, skoraði 20 stig í kvöld.VÍSIR/BÁRA DRÖFN Áfram var jafnræði með liðunum til að byrja með í seinni hálfleik en þegar þriðji leikhluti var allur var Njarðvík komið í sjö stiga forystu. Nicholas Richotti fór að setja þriggja stiga körfur eins og að drekka vatn. KR-ingar héldu sér þó inni í leiknum og voru til að mynda einungis fimm stigum undir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Í lok leiks sýndi Njarðvík gæði sín og lykilleikmenn þeirra sigldu sigrinum í höfn. Dedrick Deon Basile, leikmaður Njarðvíkur, var frábær í kvöld.VÍSIR/BÁRA DRÖFN Af hverju vann Njarðvík? KR-ingar höfðu ekki nægilega breidd til að halda í við Njarðvíkinga. Meiðsli KR-inga settu stórt strik í reikninginn en Þorvaldur Orri Árnason og Lars Erik Bragason fóru báðir meiddir af velli og tóku hvorugir þátt í seinni hálfleik. Njarðvíkingar nýttu sér þreytu KR-inga og unnu að lokum öruggan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Nicholas Ricotti skoraði 28 stig, tók þrjú fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Í seinni hálfleik hitti hann frábærlega fyrir utan þriggja stiga línuna og átti stóran þátt í sigrinum. Liðsfélagi hans Dedrick Deon Basile skoraði líka 28 stig, tók líka þrjú fráköst en gaf fjórar stoðsendingar. Í liði KR var Antonio Deshon Williams bestur með 25 stig, þrjú fráköst og þrjár stoðsendingar. Aapeli Elmeir Ristonpoika Alanen skoraði 17 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hvað gekk illa? KR-ingum gekk illa að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik. Þeir voru yfir í hálfleik 53-49 en gáfu eftir í lokin og réðu illa við þriggja stiga skot Njarðvíkingana. Heimamenn voru of seinir að setja pressu á boltamann undir lokinn og gafu til dæmis Nicolas Richotti of mikið pláss. Hvað gerist næst? KR-ingar fara á Sauðarkrók og mæta Tindastól fimtudaginn 23.mars klukkan 19:15. Njarðvík fær Valsmenn í heimsókn í toppslag föstudaginn 24.mars klukkan 20:15. Benedikt Guðmundsson: „Er ekkert að fara valhoppandi úr KR heimilinu" Benedikt Guðmundsson, þjálfari NjarðvíkurVÍSIR/BÁRA DRÖFN Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur sinna manna en ekki jafn sáttur með spilamennskuna. „Ég var að segja við strákana inni í klefa að fólk sem hefur ekki séð þennan leik heldur örugglega að þetta hafi verið 19 stiga öruggur sigur. Eigum við ekki bara að halda okkur við þá sögu?" Benedikt nýtti tækifærið og hrósaði KR-ingum. „Mér fannst KR-ingar góðir og voru að spila vel. Margir að stíga upp hjá þeim, þeir voru óheppnir, misstu menn út af í ökklameiðsli, bæði Þorvald og Lars. Aldrei að vita hvernig leikurinn hefði farið hefðu þeir ekki meiðst. Þeir voru ekkert síðri aðilinn." Benedikt nefndi nokkra af þeim þáttum sem hann var ósáttur með og fór yfir það í hálfleik með sínum mönnum. „Við vorum seinir í öllum færslum, það vantaði ákveðni, talanda, hreyfanleika í vörninni. Við gefum okkur út fyrir að vera varnarlið. Ég sá ekkert af því hérna bróðurpartinn af þessum leik. Það kom aðeins í seinni hálfleik en ekki nægilega mikið. Þannig ég er ekkert að fara valhoppandi úr KR heimilinu með framistöðu liðsins. Ég vil sjá menn gera betur en við verðum að virða sigurinn." Njarðvík á tvo erfiða leiki eftir. Annarsvegar á móti Val á heimavelli og svo á móti Keflavík á útivelli. Benedikt segir að til að fá jákvæð úrslit úr leikjunum þurfi liðið að spila betur en í kvöld. Helgi Már Magnússon: „Vorum orðnir ansi þunnir" Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.VÍSIR/BÁRA DRÖFN Þorvaldur Orri Árnason og Lars Erik Bragason meiddust báðir í leiknum. „Það er verið að hlúa að þeim inni í klefa. Þetta eru sennilega snúnir ökklar. Þeir stigu báðir á fót." Helgi Már var temmilega sáttur eftir leik. „Við vorum orðnir ansi þunnir eftir að þeir duttu út og ráðum kannski ekki við svona skakkaföllum. Jú, jú ég er alveg ánægður með þetta. Við gáfum þeim bara full auðveld skot í seinni hluta fjórða leikhluta. Stór hluti af því skrifast líka bara á þreytu og annað slíkt." Meiðsli Þorvaldar og Lars gerðu KR-ingum erfitt fyrir og setti aukið álag á aðra leikmenn liðsins. Það sást þegar líða tók á leikinn og menn orðnir þreyttir. „Þá verður framkvæmdin aðeins sjoppulegri. Þorsteinn er ekki búinn að spila svona margar mínútur í allan vetur en hann leysti þær með sóma. Veigar er með fjórar villur bara strax í þriðja leikluta. Þá er þetta orðið svo erfitt. Þeir eru alveg með líkamlega sterkt lið sérstaklega sóknarlega. Richotti fékk aðeins og auðvelt skot og svínhitti í kvöld." Eins og áður hefur komið fram er KR fallið. Þrátt fyrir það vilja leikmenn liðsins sanna sig. „Það vilja allir sýna sig og sanna. Við erum bara fínir í körfubolta, þetta lið. Ég hef engar áhyggjur af því að við séum ekki gíraðir í restina af tímabilinu. Þetta eru þannig karakterar að þeir leggja sig fram og spila á fullu."
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum