Stöð 2 Sport
Klukkan 17.00 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá. Farið verður yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Subway-deildar kvenna.
Klukkan 18.05 hefst útsending frá leik KR og Njarðvíkur í Subway-deild karla. KR er fallið en Njarðvík er í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn.
Klukkan 20.00 er komið að leik Hauka og Stjörnunnar í sömu deild og að honum loknum eru Tilþrifin á dagskrá. Verður þar farið yfir allt það helsta úr þáttum kvöldsins.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 17.35 hefst útsending frá leik Real Betis og Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Man United leiðir 4-1 eftir fyrri leik liðanna.
Klukkan 19.50 er komið að leik West Ham United og AEK Larnaca 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Hamrarnir leiða 2-0.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 17.35 hefst útsending frá leik Feyenoord og Shakhtar Donetsk í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Staðan í einvíginu er 1-1.
Klukkan 19.50 er komið að leik Real Sociedad og Roma í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Rómverjar leiða 2-0.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 05.00 er Aramco Team Series-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LET-mótaröðinni og fer fram í Singapúr.
Stöð 2 ESport
Klukkan 19.15 er Áskorendastig Stórmeistaramótsins í CS:GO á dagskrá.