„Það rigndi yfir okkur glerbrotum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. mars 2023 19:14 Frá vettvangi í Álfheimum í dag. Vísir/Vilhelm Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum, keyrði á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík í dag. Glerbrotum rigndi yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar sem var verulega brugðið. Það var upp úr hádegi í dag sem að lögreglu og slökkviliði bárust tilkynningar um slysið. Þær Auður og Ragna hafa síðustu níu árin rekið hárgreiðslustofuna Hárfjelagið og voru við störf þegar slysið átti sér stað „Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn.“ segir Auður Bryndís Sigurðardóttir eigandi Hárfélagsins. Klippa: Gleri rigndi yfir viðskiptavini Hún stóð við gluggann þegar bílinn skall á honum en viðskiptavinur var í stólnum hjá henni. „Öllum var mjög brugðið og þetta var mikið sjokk.“ Þá varð nokkuð tjón á hárgreiðslustofunni. „Allt brotnaði náttúrulega og mikið högg og það rigndi yfir okkur glerbrotum.“ Hún segir mildi að enginn þeirra fjögurra sem var inni hafi slasast. „Ég held að við höfum sloppið bara vel miðað við allt.“ Maðurinn ók utan í konu. Hún slasaðist þó ekki alvarlega en var flutt ásamt einum til viðbótar á slysadeild til aðhlynningar. Í dag komu menn frá tryggingarfélagi hárgreiðslustofunnar á staðinn til að meta tjónið en óvíst er hvenær hægt verður að opna stofuna aftur. „Við vitum bara eiginlega ekki neitt en vonandi sem fyrst.“ Slökkvilið Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. 14. mars 2023 13:44 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Það var upp úr hádegi í dag sem að lögreglu og slökkviliði bárust tilkynningar um slysið. Þær Auður og Ragna hafa síðustu níu árin rekið hárgreiðslustofuna Hárfjelagið og voru við störf þegar slysið átti sér stað „Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn.“ segir Auður Bryndís Sigurðardóttir eigandi Hárfélagsins. Klippa: Gleri rigndi yfir viðskiptavini Hún stóð við gluggann þegar bílinn skall á honum en viðskiptavinur var í stólnum hjá henni. „Öllum var mjög brugðið og þetta var mikið sjokk.“ Þá varð nokkuð tjón á hárgreiðslustofunni. „Allt brotnaði náttúrulega og mikið högg og það rigndi yfir okkur glerbrotum.“ Hún segir mildi að enginn þeirra fjögurra sem var inni hafi slasast. „Ég held að við höfum sloppið bara vel miðað við allt.“ Maðurinn ók utan í konu. Hún slasaðist þó ekki alvarlega en var flutt ásamt einum til viðbótar á slysadeild til aðhlynningar. Í dag komu menn frá tryggingarfélagi hárgreiðslustofunnar á staðinn til að meta tjónið en óvíst er hvenær hægt verður að opna stofuna aftur. „Við vitum bara eiginlega ekki neitt en vonandi sem fyrst.“
Slökkvilið Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. 14. mars 2023 13:44 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. 14. mars 2023 13:44