Forsetinn fagnaði með Álftnesingum: „Nú er um að gera að njóta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. mars 2023 23:31 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var meðal áhorfenda þegar Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er mikið afrek fyrir ekki stærra sveitarfélag leyfi ég mér að segja þótt að við auðvitað tilheyrum nú Garðabæ við Álftnesingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og stuðningsmaður Álftaness, eftir að liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni fyrr í kvöld. Eins og alþjóð veit er forsetinn mikill íþróttaáhugamaður og hann hefur verið tíður gestur á leikjum Álftaness í 1. deild karla í körfubolta í vetur. Hann var því eðlilega kátur þegar sætið í Subway-deildinni var tryggt. „Þetta er afrakstur vinnu fjölda fólks sem hefur lagt af mörkum og nú er um að gera að njóta. Markmiðinu er náð.“ Sinnir sjálfboðastarfi á leikjum Guðni hefur ekki aðeins mætt í Forsetahöllina sem áhorfandi á körfuboltaleiki, heldur hefur hann oft lagt sitt af mörkum sem sjálfboðaliði í gegnum tíðina. „Ég hef reynt að hjálpa til bara með krökkunum. Ég hef ekki verið að hlaða á mig verkefnum, en ég hef notið þess. Þetta er svo gott fyrir okkur Álfnesinga að koma hér saman og styðja okkar lið. Þetta er gott fyrir bæjarbraginn og svo verður auðvitað svakalegt fjör þegar verður hér alvöru grannaslagur næsta vetur,“ sagði Guðni, en Álftanes mun að sjálfsögðu taka á móti nágrönnum sínum í Stjörnunni í Subway-deildinni á næsta tímabili. Stemningin í Forsetahöllinni var góð í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þegar rétt er að verki staðið þá geta íþróttir gefið svo mikið“ Þá segir Guðni að það að eiga lið í deild þeirra bestu hafi mikla þýðingu fyrir lítið bæjarfélag eins og Álftanes. „Það gerir það og þegar rétt er að verki staðið þá geta íþróttir gefið svo mikið fyrir svona öflugan bæjarbrag. Hér hittumst við nágrannar, vinir, foreldrar og krakkar og spjöllum og eigum góða stund fyrir utan það að styðja okkar lið. Þannig þetta er það jákvæða við þetta og nú bara gætum við okkar á að fara ekki offari.“ Álftnesingar fögnuðu vel og innilega í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Þetta lið Álftaness er líka með yngriflokkastarf sem er að vaxa og við ætlum að gera það enn öflugra. Þannig við tökum öll þátt í þessu saman og förum ekki að ætla okkur um of. Við reynum að hanga uppi en svo verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Við höfum því miður dæmi um það að það er hægara sagt en gert. Það er ekkert mál að fara upp en að hanga uppi, það er önnur saga.“ Íþróttir hafi sameiningarmátt Guðni tók einnig undir það að íþróttir og árangur í íþróttum sameini fólk. „Þetta gerir það, virkilega. Þetta gerir það og maður finnur það hvað fólki finnst gaman að geta hist og horft á sitt lið. Þannig að það er það jákvæða við þetta og við ætlum að halda áfram á þeirri braut.“ Að lokum viðurkenndi Guðni að hann væri nú bara nokkuð montinn með sína menn. „Ég er það fyrir hönd liðsins. Auðvitað hef ég ekki gert neitt annað en að mæta hér og svona aðeins hjálpað til. En það er fjöldi fólks sem á hrós skilið fyrir alveg ótrúlega vinnu og elju við að halda þessu gangandi. Út á það gengur þetta,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að lokum. Stuðningsmenn Álftaness létu vel í sér heyra í kvöld.Vísir/Hulda Margrét UMF Álftanes Subway-deild karla Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Sjá meira
Eins og alþjóð veit er forsetinn mikill íþróttaáhugamaður og hann hefur verið tíður gestur á leikjum Álftaness í 1. deild karla í körfubolta í vetur. Hann var því eðlilega kátur þegar sætið í Subway-deildinni var tryggt. „Þetta er afrakstur vinnu fjölda fólks sem hefur lagt af mörkum og nú er um að gera að njóta. Markmiðinu er náð.“ Sinnir sjálfboðastarfi á leikjum Guðni hefur ekki aðeins mætt í Forsetahöllina sem áhorfandi á körfuboltaleiki, heldur hefur hann oft lagt sitt af mörkum sem sjálfboðaliði í gegnum tíðina. „Ég hef reynt að hjálpa til bara með krökkunum. Ég hef ekki verið að hlaða á mig verkefnum, en ég hef notið þess. Þetta er svo gott fyrir okkur Álfnesinga að koma hér saman og styðja okkar lið. Þetta er gott fyrir bæjarbraginn og svo verður auðvitað svakalegt fjör þegar verður hér alvöru grannaslagur næsta vetur,“ sagði Guðni, en Álftanes mun að sjálfsögðu taka á móti nágrönnum sínum í Stjörnunni í Subway-deildinni á næsta tímabili. Stemningin í Forsetahöllinni var góð í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þegar rétt er að verki staðið þá geta íþróttir gefið svo mikið“ Þá segir Guðni að það að eiga lið í deild þeirra bestu hafi mikla þýðingu fyrir lítið bæjarfélag eins og Álftanes. „Það gerir það og þegar rétt er að verki staðið þá geta íþróttir gefið svo mikið fyrir svona öflugan bæjarbrag. Hér hittumst við nágrannar, vinir, foreldrar og krakkar og spjöllum og eigum góða stund fyrir utan það að styðja okkar lið. Þannig þetta er það jákvæða við þetta og nú bara gætum við okkar á að fara ekki offari.“ Álftnesingar fögnuðu vel og innilega í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Þetta lið Álftaness er líka með yngriflokkastarf sem er að vaxa og við ætlum að gera það enn öflugra. Þannig við tökum öll þátt í þessu saman og förum ekki að ætla okkur um of. Við reynum að hanga uppi en svo verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Við höfum því miður dæmi um það að það er hægara sagt en gert. Það er ekkert mál að fara upp en að hanga uppi, það er önnur saga.“ Íþróttir hafi sameiningarmátt Guðni tók einnig undir það að íþróttir og árangur í íþróttum sameini fólk. „Þetta gerir það, virkilega. Þetta gerir það og maður finnur það hvað fólki finnst gaman að geta hist og horft á sitt lið. Þannig að það er það jákvæða við þetta og við ætlum að halda áfram á þeirri braut.“ Að lokum viðurkenndi Guðni að hann væri nú bara nokkuð montinn með sína menn. „Ég er það fyrir hönd liðsins. Auðvitað hef ég ekki gert neitt annað en að mæta hér og svona aðeins hjálpað til. En það er fjöldi fólks sem á hrós skilið fyrir alveg ótrúlega vinnu og elju við að halda þessu gangandi. Út á það gengur þetta,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að lokum. Stuðningsmenn Álftaness létu vel í sér heyra í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
UMF Álftanes Subway-deild karla Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Sjá meira