Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2023 11:09 Xi Jinping, er talinn einn valdamesti leiðtogi Kína um árabil. AP/Andy Wong Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. Þetta sagði Xi á fundi hjá æðstu mönnum Kommúnistaflokks Kína í morgun. Xi er valdamesti leiðtogi Kína um árabil en hann veitti sjálfum sér nýverið þriðja fimm ára kjörtímabilið sem framkvæmdastjóri Kommúnistaflokks Kína. Hingað til hafa leiðtogar ekki fengið fleiri en tvö kjörtímabil en Xi þykir líklegur til að stjórna Kína eins lengi og honum sýnist. Kínverskir erindrekar miðluðu mála milli yfirvalda í Sádi-Arabíu og Íran en eftir viðræður var tilkynnt í síðustu viku að ríkin ætluðu að taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik. Xi mun hafa tekið virkan þátt í þeim viðræðum en hann tók á móti forseta Írans í Peking í síðasta mánuði og ferðaðist til Sádi-Arabíu í desember. Samkomulagið þykir pólitískur sigur fyrir Kína en ráðamenn í Mið-Austurlöndum telja Bandaríkjamenn vera að draga úr aðkomu þeirra að málefnum svæðisins. Íranar og Sádar hafa um árabil eldað grátt silfur saman. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Kína sé orðinn langstærsti kaupandi olíu og jarðgass frá Mið-Austurlöndum, samhliða því að Bandaríkin hafa aukið eigin framleiðslu og hefur ríkið verið gert mun minna háð Mið-Austurlöndum. Mikil spenna milli stórvelda Mikil spenna ríkir milli Kína og Bandaríkjanna um þessar mundir. Þær má að miklu leyti rekja til þess að Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, upp að ströndum ríkja eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Þar hafa Kínverjar gert eyjur úr rifum og byggt herstöðvar á þessum eyjum og komið þar fyrir vopnum og hermönnum. Sjá einnig: Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Spennuna má einnig rekja til málefna Taívans, sem Kínverjar gera tilkall til. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína hafa sakað Bandaríkin um að „halda aftur af“ framþróun Kína. Bandaríkjamenn og aðrir á Vesturlöndum hafa miklar áhyggjur af því að Xi ætli að aðstoða Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu. Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa rætt sín á milli um að senda Rússum vopn og skotfæri, sem þá skortir. Sjá einnig: Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína Kínverjar hafa hingað til ekki viljað fordæma innrás Rússa í Úkraínu en Kínverjar sátu til að mynda hjá þegar innrásin var nýverið fordæmd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fregnir bárust svo af því fyrr á árinu að Xi ætlaði í heimsókn til Moskvu og var talið að af henni yrði í apríl eða í maí. Nú segir Reuters að Xi muni mögulega fara til Rússlands í næstu viku. Þar muni Xi funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en þeir hafa áður hist 39 sinnum. Suður-Kínahaf Kína Sádi-Arabía Íran Bandaríkin Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Þetta sagði Xi á fundi hjá æðstu mönnum Kommúnistaflokks Kína í morgun. Xi er valdamesti leiðtogi Kína um árabil en hann veitti sjálfum sér nýverið þriðja fimm ára kjörtímabilið sem framkvæmdastjóri Kommúnistaflokks Kína. Hingað til hafa leiðtogar ekki fengið fleiri en tvö kjörtímabil en Xi þykir líklegur til að stjórna Kína eins lengi og honum sýnist. Kínverskir erindrekar miðluðu mála milli yfirvalda í Sádi-Arabíu og Íran en eftir viðræður var tilkynnt í síðustu viku að ríkin ætluðu að taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik. Xi mun hafa tekið virkan þátt í þeim viðræðum en hann tók á móti forseta Írans í Peking í síðasta mánuði og ferðaðist til Sádi-Arabíu í desember. Samkomulagið þykir pólitískur sigur fyrir Kína en ráðamenn í Mið-Austurlöndum telja Bandaríkjamenn vera að draga úr aðkomu þeirra að málefnum svæðisins. Íranar og Sádar hafa um árabil eldað grátt silfur saman. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Kína sé orðinn langstærsti kaupandi olíu og jarðgass frá Mið-Austurlöndum, samhliða því að Bandaríkin hafa aukið eigin framleiðslu og hefur ríkið verið gert mun minna háð Mið-Austurlöndum. Mikil spenna milli stórvelda Mikil spenna ríkir milli Kína og Bandaríkjanna um þessar mundir. Þær má að miklu leyti rekja til þess að Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, upp að ströndum ríkja eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Þar hafa Kínverjar gert eyjur úr rifum og byggt herstöðvar á þessum eyjum og komið þar fyrir vopnum og hermönnum. Sjá einnig: Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Spennuna má einnig rekja til málefna Taívans, sem Kínverjar gera tilkall til. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína hafa sakað Bandaríkin um að „halda aftur af“ framþróun Kína. Bandaríkjamenn og aðrir á Vesturlöndum hafa miklar áhyggjur af því að Xi ætli að aðstoða Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu. Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa rætt sín á milli um að senda Rússum vopn og skotfæri, sem þá skortir. Sjá einnig: Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína Kínverjar hafa hingað til ekki viljað fordæma innrás Rússa í Úkraínu en Kínverjar sátu til að mynda hjá þegar innrásin var nýverið fordæmd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fregnir bárust svo af því fyrr á árinu að Xi ætlaði í heimsókn til Moskvu og var talið að af henni yrði í apríl eða í maí. Nú segir Reuters að Xi muni mögulega fara til Rússlands í næstu viku. Þar muni Xi funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en þeir hafa áður hist 39 sinnum.
Suður-Kínahaf Kína Sádi-Arabía Íran Bandaríkin Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira