Star trek stjarna segist ekki eiga mikið eftir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. mars 2023 09:05 Aðdáendur Star trek stjörnunnar William Shatner eru í áfalli eftir að leikarinn, sem er 91 árs, kom fram í viðtali nýlega og sagðist ekki eiga mikið eftir. Getty Aðdáendur Star trek stjörnunnar William Shatner eru í áfalli eftir að leikarinn, sem er 91 árs, kom fram í viðtali nýlega og sagðist ekki eiga mikið eftir. William Shatner á magnaðan feril að baki. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kafteinn Kirk í Star trek, en hann er líka rithöfundur auk þess að geta státað af því að vera elsti maðurinn sem hefur farið út í geim. William Shatner varð elsti geimfari jarðarinnar þegar hann flaug út fyrir gufuhvolfið í geimskoti Blue Origin á síðasta ári.Getty Í nýrri heimildarmynd, You Can Call Me Bill, er farið yfir sjö áratuga feril Williams. Í viðtali við Variety sagðist leikarinn hafa hafnað mörgum tilboðum um gerð heimildarmynda, en sú staðreynd að hann ætti ekki mikinn tíma eftir hefði fengið hann til að samþykkja gerð myndarinnar nú. „Hvort sem ég hrekk upp af á meðan ég er að tala við þig eða eftir tíu ár, þá er tími minn takmarkaður,“ sagði Williams í viðtalinu. William á þrjú börn og fjögur barnabörn. Hann segir heimildarmyndina meira fyrir þau en sjálfan sig, að hún væri hans leið til að ná til þeirra eftir að hann dæi. Það sorglega er að því eldri sem manneskja verður, því vitrari verður hún, og svo deyr hún með alla vitneskjuna. William Shatner er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kafteinn Kirk í Star trek.Getty William glímir ekki við nein veikindi svo vitað sé og kemur enn fram opinberlega. Árið 2016 steig hann fram og sagðist hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og að greiningin hefði breytt sín hans á lífið til muna. Skömmu síðar kom þó í ljós að greiningin var röng og ekki var um krabbamein að ræða. Uppfært 09:30 William Shatner birti tíst í gærkvöldi þar sem hann sagði fréttir af yfirvofandi andláti sínu stórlega ýktar. Meiningin með orðum hans hafi aðeins verið sú að hann gerði sér grein fyrir að hann myndi ekki lifa að eilífu, þrátt fyrir að hann ætlaði sér að gera til þess heiðarlega tilraun. Tilgangurinn með heimildarmyndinni væri sá að afkomendur hans og komandi kynslóðir myndu fræðast betur um hann Reports of my pending demise have been greatly exaggerated (by the clickbait press .) All I meant was that I m not going to live forever ( though I am going to make a valiant attempt!) & the documentary I did is for future generations & descendants to know a bit about me. — William Shatner (@WilliamShatner) March 11, 2023 Hollywood Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Fleiri fréttir Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Sjá meira
William Shatner á magnaðan feril að baki. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kafteinn Kirk í Star trek, en hann er líka rithöfundur auk þess að geta státað af því að vera elsti maðurinn sem hefur farið út í geim. William Shatner varð elsti geimfari jarðarinnar þegar hann flaug út fyrir gufuhvolfið í geimskoti Blue Origin á síðasta ári.Getty Í nýrri heimildarmynd, You Can Call Me Bill, er farið yfir sjö áratuga feril Williams. Í viðtali við Variety sagðist leikarinn hafa hafnað mörgum tilboðum um gerð heimildarmynda, en sú staðreynd að hann ætti ekki mikinn tíma eftir hefði fengið hann til að samþykkja gerð myndarinnar nú. „Hvort sem ég hrekk upp af á meðan ég er að tala við þig eða eftir tíu ár, þá er tími minn takmarkaður,“ sagði Williams í viðtalinu. William á þrjú börn og fjögur barnabörn. Hann segir heimildarmyndina meira fyrir þau en sjálfan sig, að hún væri hans leið til að ná til þeirra eftir að hann dæi. Það sorglega er að því eldri sem manneskja verður, því vitrari verður hún, og svo deyr hún með alla vitneskjuna. William Shatner er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kafteinn Kirk í Star trek.Getty William glímir ekki við nein veikindi svo vitað sé og kemur enn fram opinberlega. Árið 2016 steig hann fram og sagðist hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og að greiningin hefði breytt sín hans á lífið til muna. Skömmu síðar kom þó í ljós að greiningin var röng og ekki var um krabbamein að ræða. Uppfært 09:30 William Shatner birti tíst í gærkvöldi þar sem hann sagði fréttir af yfirvofandi andláti sínu stórlega ýktar. Meiningin með orðum hans hafi aðeins verið sú að hann gerði sér grein fyrir að hann myndi ekki lifa að eilífu, þrátt fyrir að hann ætlaði sér að gera til þess heiðarlega tilraun. Tilgangurinn með heimildarmyndinni væri sá að afkomendur hans og komandi kynslóðir myndu fræðast betur um hann Reports of my pending demise have been greatly exaggerated (by the clickbait press .) All I meant was that I m not going to live forever ( though I am going to make a valiant attempt!) & the documentary I did is for future generations & descendants to know a bit about me. — William Shatner (@WilliamShatner) March 11, 2023
Hollywood Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Fleiri fréttir Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Sjá meira