„Að sjálfsögðu á að banna þetta“ Snorri Másson skrifar 11. mars 2023 09:16 Í Íslandi í dag á miðvikudag var farið yfir umræðu um öryggismál þingmanna í tengslum við kínverska samfélagsmiðilinn TikTok. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur gefið út að hann hafi ekki áhyggjur af því að eigendur samfélagsmiðilsins hafi aðgang að gögnum hans. Innslagið má sjá hér að ofan og er þar farið um víðan völl í öðrum málum. Jakob Birgisson grínisti og álitsgjafi lagði mat á þá afstöðu og lýsti yfir áhyggjum af sinnuleysinu. „Af hverju ætti hann að vera á TikTok í fyrsta lagi? Og í öðru lagi, er honum bara alveg sama þótt einhver komist inn í símann hans?“ spurði Jakob. Jakob Birgisson grínist lagði mat á öryggismál þingmanna á sviði samfélagsmiðla.Vísir Jakob segir skemmtilegt að fylgjast með Framsóknarmönnum þegar kemur að netöryggi. „Sigurður Ingi til dæmis, sá ágæti maður, er í raun fjarskiptaráðherra. Það felst í að vera innviðaráðherra. Hann er yfir fjarskiptum á Íslandi. Og Facebook-ið hans var um daginn bara hakkað. Það var bara einhver gæi byrjaður að stýra Facebook-inu hans og skipta um myndir og ég veit ekki hvað,“ segir Jakob. Greint var frá því í síðasta mánuði að óprúttinn aðili hafi tekið yfir Facebook-reikning Sigurðar Inga Jóhannssonar og breytt nafninu í „Ramay Entertainment.“ Er aðstoðarmaður ráðherrans, Sigtryggur Magnason, var spurður út í þennan verknað gantaðist hann með að Framsóknarmenn væru víða; því væri verið að brjótast inn á síðuna. Jakob benti á þá léttúð sem þau ummæli lýstu gagnvart netárás af þessum toga. Jakob sagði að taka þurfi ógn vegna netárása alvarlegar, enda hafi verið rætt um það áður en stríðið í Úkraínu skall á að þau stríð sem fram undan væru í heiminum yrðu háð á netinu. Þegar rætt er um samfélagsmiðlana alla sem notaðir eru á Íslandi eru skilaboðin einföld hjá Jakobi: „Að sjálfsögðu á að banna þetta.“ Öryggisatriði. Ísland í dag Fjarskipti Framsóknarflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6. mars 2023 07:00 Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
Jakob Birgisson grínisti og álitsgjafi lagði mat á þá afstöðu og lýsti yfir áhyggjum af sinnuleysinu. „Af hverju ætti hann að vera á TikTok í fyrsta lagi? Og í öðru lagi, er honum bara alveg sama þótt einhver komist inn í símann hans?“ spurði Jakob. Jakob Birgisson grínist lagði mat á öryggismál þingmanna á sviði samfélagsmiðla.Vísir Jakob segir skemmtilegt að fylgjast með Framsóknarmönnum þegar kemur að netöryggi. „Sigurður Ingi til dæmis, sá ágæti maður, er í raun fjarskiptaráðherra. Það felst í að vera innviðaráðherra. Hann er yfir fjarskiptum á Íslandi. Og Facebook-ið hans var um daginn bara hakkað. Það var bara einhver gæi byrjaður að stýra Facebook-inu hans og skipta um myndir og ég veit ekki hvað,“ segir Jakob. Greint var frá því í síðasta mánuði að óprúttinn aðili hafi tekið yfir Facebook-reikning Sigurðar Inga Jóhannssonar og breytt nafninu í „Ramay Entertainment.“ Er aðstoðarmaður ráðherrans, Sigtryggur Magnason, var spurður út í þennan verknað gantaðist hann með að Framsóknarmenn væru víða; því væri verið að brjótast inn á síðuna. Jakob benti á þá léttúð sem þau ummæli lýstu gagnvart netárás af þessum toga. Jakob sagði að taka þurfi ógn vegna netárása alvarlegar, enda hafi verið rætt um það áður en stríðið í Úkraínu skall á að þau stríð sem fram undan væru í heiminum yrðu háð á netinu. Þegar rætt er um samfélagsmiðlana alla sem notaðir eru á Íslandi eru skilaboðin einföld hjá Jakobi: „Að sjálfsögðu á að banna þetta.“ Öryggisatriði.
Ísland í dag Fjarskipti Framsóknarflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6. mars 2023 07:00 Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6. mars 2023 07:00
Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55