Í hvaða höndum endar VR Arnþór Sigurðsson skrifar 10. mars 2023 13:31 Eftir kynni mín af Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR hefur hann vaxið í mínum augum sem einstaklingur. Hann er ekki bara mikill baráttumaður fyrir réttlæti í samfélaginu okkar heldur er hann mjög viðkunnanlegur einstaklingur. Hann er laus við allan hroka og yfirgang og maður sátta. Það sést best í þessari kosningabaráttu um formannsætið í VR að ekki einu sinni hefur hann ráðist að mótframbjóðanda sínum heldur hefur hann gefið honum svigrúm til þess að útskýra eða kynna sína afstöðu til ýmissa málefna. Ragnar Þór hefur hinsvegar mátt þola ótrúlegar ávirðingar frá meðframbjóðanda sínum og jafnvel þurft að leiðrétta upplognar ávirðingar og dylgjur og hefur gert það af stakri prúðmennsku. Í þessum kosningum er öllum meðulum beitt, og lýsir það kannski meðframbjóðandanum betur heldur en ávirðingunum og dylgjunum sem dynja á Ragnari. En hversvegan er sótt svo hart af einum besta og ötulasta baráttumanni sem VR hefur átt í áraraðir? Stutta svarið er að Ragnar Þór lætur ekki segja sér fyrir verkum og hlýðir ekki kerfislægum undirlægjuhætti í verkalýðshreyfingunni eða krýpur á kné fyrir auðvaldinu. En svarið er mun lengra og á sér magra ára sögu. Ragnar rís upp eftir efnahagshrunið og gagnrýnir verkalýðhreyfinguna harðlega fyrir að líta undan þegar tugþúsundir heimila eru tekin af venjulegu launafólki sem hafði ekkert til saka unnið í hildarleik stjórnmálamanna, seðlabankastjóra og útrásavíkinga. Ragnar Þór heldur áfram í gegnum áratuginn að benda á óeðlilega sjáftöku og spillinguna í samfélaginu. Verkalýðshreyfingin var vel á veg komin með að afsala sér verkfallsréttinum og undirgangast svo kallað SALEK þar sem kjör launafólks eru ákvörðuð af stjórnmálastéttinni og fjármagnseigendum þegar Ragnar verður formaður VR. Ragnar Þór hefur gagnrýnt þessa vegferð verkalýðshreyfingarinnar harðlega og hefur kjarni í verkalýðshreyfingunni lagt fæð á hann fyrir þessa óþægilegu andstöðu . Ólgan innan ASÍ er einmitt tilkomin að stórum hluta vegna SALEK og það er ósköp eðlilegt að það sé tekist á um þetta risastóra mál. Þegar andstæðingar Ragnars tala um óeiningu þá nefna þeir aldrei hvað liggur undir heldur fara þeir í ófræingarherferð gegn honum persónulega. Það má vel kalla Ragnar Þór róttækan verkalýðssinna en ef vel er skoða þá er rödd hans ávalt gegn misréttinu, spillingunni og undirgefni verkalýðshreyfingarinnar. Eftir að Ragnar Þór verður formaður VR varð rödd hans sterkari og fólk fór að hlusta á það sem hann hafði að segja. Að vera formaður í stærsta verkalýðsfélagi landsins gefur þeim einstaklingi mikið vægi og það skiptir máli hver þar situr fyrir félagsmenn VR og raunar fyrir samfélagið allt. Það hefur farið illa í marga hversu duglegur hann er að koma ýmsum málefnum í umræðun og vilja margir losna við Ragnar af sviðinu, SALEK hópur verkalýðshreyfingarinnar er þar framalega í flokki en fremstir eru þó stjórnarflokkarnir og fjármagnseigendur enda er Mogginn undirlagður þessa dagana í óhróðri um Ragnar og röddin sem er notuð er mótframbjóðandi Ragnars úr innsta hring VG. Það er svo sem skiljanlegt að ríkisstjórnarflokkarnir reyni að yfirtaka stærsta og öflugasta verkalýðsfélag landsins og trúverðugast að senda fulltrúa úr VG í þá vegferð, þá verður auðveldara að hemja verkalýðshreyfinguna og láta hana taka þá brauðmola sem hæfilegt er að skammta hverju sinni og ekki síður losnar ríkisstjórnin við að varpað sé ljósi á óþægileg mál sem hún hefur engan áhuga á því að sinna eins og húsnæðisskorti, fátækt, heilbrigðisþjónustu, menntun, listinn er langur en með því að yfirtaka bara verkalýðhreyfinguna verða stjórnarstöfin þægilegri. Nú þurfa VR félagar að rísa upp og koma í veg fyrir það sem vofir yfir. Stóra spurningin er eigum við að láta VR í hendur ríkisstjórnarinnar og fjármagnseigenda eða eigum við að halda áfram veginn og standa vörð um réttindi og kjör okkar? Kjósum Ragnar Þór sem formann áfram og forðum stórslysi sem er yfirvofandi. Höfundur er varamaður í stjórn VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir kynni mín af Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR hefur hann vaxið í mínum augum sem einstaklingur. Hann er ekki bara mikill baráttumaður fyrir réttlæti í samfélaginu okkar heldur er hann mjög viðkunnanlegur einstaklingur. Hann er laus við allan hroka og yfirgang og maður sátta. Það sést best í þessari kosningabaráttu um formannsætið í VR að ekki einu sinni hefur hann ráðist að mótframbjóðanda sínum heldur hefur hann gefið honum svigrúm til þess að útskýra eða kynna sína afstöðu til ýmissa málefna. Ragnar Þór hefur hinsvegar mátt þola ótrúlegar ávirðingar frá meðframbjóðanda sínum og jafnvel þurft að leiðrétta upplognar ávirðingar og dylgjur og hefur gert það af stakri prúðmennsku. Í þessum kosningum er öllum meðulum beitt, og lýsir það kannski meðframbjóðandanum betur heldur en ávirðingunum og dylgjunum sem dynja á Ragnari. En hversvegan er sótt svo hart af einum besta og ötulasta baráttumanni sem VR hefur átt í áraraðir? Stutta svarið er að Ragnar Þór lætur ekki segja sér fyrir verkum og hlýðir ekki kerfislægum undirlægjuhætti í verkalýðshreyfingunni eða krýpur á kné fyrir auðvaldinu. En svarið er mun lengra og á sér magra ára sögu. Ragnar rís upp eftir efnahagshrunið og gagnrýnir verkalýðhreyfinguna harðlega fyrir að líta undan þegar tugþúsundir heimila eru tekin af venjulegu launafólki sem hafði ekkert til saka unnið í hildarleik stjórnmálamanna, seðlabankastjóra og útrásavíkinga. Ragnar Þór heldur áfram í gegnum áratuginn að benda á óeðlilega sjáftöku og spillinguna í samfélaginu. Verkalýðshreyfingin var vel á veg komin með að afsala sér verkfallsréttinum og undirgangast svo kallað SALEK þar sem kjör launafólks eru ákvörðuð af stjórnmálastéttinni og fjármagnseigendum þegar Ragnar verður formaður VR. Ragnar Þór hefur gagnrýnt þessa vegferð verkalýðshreyfingarinnar harðlega og hefur kjarni í verkalýðshreyfingunni lagt fæð á hann fyrir þessa óþægilegu andstöðu . Ólgan innan ASÍ er einmitt tilkomin að stórum hluta vegna SALEK og það er ósköp eðlilegt að það sé tekist á um þetta risastóra mál. Þegar andstæðingar Ragnars tala um óeiningu þá nefna þeir aldrei hvað liggur undir heldur fara þeir í ófræingarherferð gegn honum persónulega. Það má vel kalla Ragnar Þór róttækan verkalýðssinna en ef vel er skoða þá er rödd hans ávalt gegn misréttinu, spillingunni og undirgefni verkalýðshreyfingarinnar. Eftir að Ragnar Þór verður formaður VR varð rödd hans sterkari og fólk fór að hlusta á það sem hann hafði að segja. Að vera formaður í stærsta verkalýðsfélagi landsins gefur þeim einstaklingi mikið vægi og það skiptir máli hver þar situr fyrir félagsmenn VR og raunar fyrir samfélagið allt. Það hefur farið illa í marga hversu duglegur hann er að koma ýmsum málefnum í umræðun og vilja margir losna við Ragnar af sviðinu, SALEK hópur verkalýðshreyfingarinnar er þar framalega í flokki en fremstir eru þó stjórnarflokkarnir og fjármagnseigendur enda er Mogginn undirlagður þessa dagana í óhróðri um Ragnar og röddin sem er notuð er mótframbjóðandi Ragnars úr innsta hring VG. Það er svo sem skiljanlegt að ríkisstjórnarflokkarnir reyni að yfirtaka stærsta og öflugasta verkalýðsfélag landsins og trúverðugast að senda fulltrúa úr VG í þá vegferð, þá verður auðveldara að hemja verkalýðshreyfinguna og láta hana taka þá brauðmola sem hæfilegt er að skammta hverju sinni og ekki síður losnar ríkisstjórnin við að varpað sé ljósi á óþægileg mál sem hún hefur engan áhuga á því að sinna eins og húsnæðisskorti, fátækt, heilbrigðisþjónustu, menntun, listinn er langur en með því að yfirtaka bara verkalýðhreyfinguna verða stjórnarstöfin þægilegri. Nú þurfa VR félagar að rísa upp og koma í veg fyrir það sem vofir yfir. Stóra spurningin er eigum við að láta VR í hendur ríkisstjórnarinnar og fjármagnseigenda eða eigum við að halda áfram veginn og standa vörð um réttindi og kjör okkar? Kjósum Ragnar Þór sem formann áfram og forðum stórslysi sem er yfirvofandi. Höfundur er varamaður í stjórn VR.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar