Kröfur KSÍ og bolmagn sveitarfélaga Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar 10. mars 2023 07:31 Svo virðist sem sveitarstjórnarfólk sé að vakna upp af værum blundi gagnvart þeim ákvörðunum sem teknar eru af aðildarfélögum KSÍ á ársþingum. Þær ákvarðanir hafa bein áhrif á fjárhag sveitarfélaga, því uppbygging mannvirkjana er iðulega á hendi sveitarfélaga sem og rekstur. Þessar ákvarðanir eru teknar án nokkurrar aðkomu sveitarfélaga. Það er forvitnilegt að lesa reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga og þær kröfur sem eru gerðar um mannvirki svo lið megi spila í efstu deild. Í mörg ár hefur krafa verið um viðeigandi stúkumannvirki, þ.e. yfirbyggðar stúkur sem taka ákveðinn fjölda áhorfenda í sæti. Uppfylli lið ekki viðeigandi stúkumannvirki spila þau á undanþágu. Er eðlilegt að verja milljörðum í uppbyggingu áhorfendaaðstöðu sem er notuð nokkrar klukkustundir á ári? Á ársþingi KSÍ árið 2022 var breytt mótafyrirkomulag samþykkt sem lengdi keppnistímabilið, byrjað skuli að spila fyrr að vori og lengur inn í haustið. Það segir sig sjálft að grasvellir á Íslandi eru ekki tilbúnir um miðjan apríl og því orðin meiri krafa á uppbyggingu gervigrasvalla. Nýjustu fréttir af ársþingi KSÍ í ár er flóðlýsingarskylda á heimavöllum liða í Bestu deildum karla og kvenna. Lágmarkskrafa er gerð um 800 lux lýsingu. Í greinargerð með tillögunni sem var samþykkt kemur fram að með breytingu á mótafyrirkomulagi á síðasta ári, lengingu inn í skammdegið, sé mikilvægt að bregðast við svo hægt sé að spila leiki seinni part dags þegar líður á haustið. Í fréttum af þessari ákvörðun er ályktað að fjárfesta þurfi í gervigrasi á alla þá velli sem fyrir eru grasvellir, svo flóðlýsing nýtist í fleiri tilfellum en eingöngu á keppnisleikjum. Eru þessar kröfur sem aðildarfélög samþykkja á ársþingum KSÍ raunhæfar? Er raunhæft að íþróttafélögin kosti alla uppbyggingu og rekstur á þessum mannvirkjum sjálf? Er raunhæft að sveitarfélög kosti alla uppbyggingu og rekstur á þessum mannvirkjum? Eða eru kröfur ársþings KSÍ um heimavallaaðstöðu allra liða sem spila í efstu deild kannski óraunhæfar fyrir 380.000 manna þjóð? Höfundur er bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Sveitarstjórnarmál Akureyri Vinstri græn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist sem sveitarstjórnarfólk sé að vakna upp af værum blundi gagnvart þeim ákvörðunum sem teknar eru af aðildarfélögum KSÍ á ársþingum. Þær ákvarðanir hafa bein áhrif á fjárhag sveitarfélaga, því uppbygging mannvirkjana er iðulega á hendi sveitarfélaga sem og rekstur. Þessar ákvarðanir eru teknar án nokkurrar aðkomu sveitarfélaga. Það er forvitnilegt að lesa reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga og þær kröfur sem eru gerðar um mannvirki svo lið megi spila í efstu deild. Í mörg ár hefur krafa verið um viðeigandi stúkumannvirki, þ.e. yfirbyggðar stúkur sem taka ákveðinn fjölda áhorfenda í sæti. Uppfylli lið ekki viðeigandi stúkumannvirki spila þau á undanþágu. Er eðlilegt að verja milljörðum í uppbyggingu áhorfendaaðstöðu sem er notuð nokkrar klukkustundir á ári? Á ársþingi KSÍ árið 2022 var breytt mótafyrirkomulag samþykkt sem lengdi keppnistímabilið, byrjað skuli að spila fyrr að vori og lengur inn í haustið. Það segir sig sjálft að grasvellir á Íslandi eru ekki tilbúnir um miðjan apríl og því orðin meiri krafa á uppbyggingu gervigrasvalla. Nýjustu fréttir af ársþingi KSÍ í ár er flóðlýsingarskylda á heimavöllum liða í Bestu deildum karla og kvenna. Lágmarkskrafa er gerð um 800 lux lýsingu. Í greinargerð með tillögunni sem var samþykkt kemur fram að með breytingu á mótafyrirkomulagi á síðasta ári, lengingu inn í skammdegið, sé mikilvægt að bregðast við svo hægt sé að spila leiki seinni part dags þegar líður á haustið. Í fréttum af þessari ákvörðun er ályktað að fjárfesta þurfi í gervigrasi á alla þá velli sem fyrir eru grasvellir, svo flóðlýsing nýtist í fleiri tilfellum en eingöngu á keppnisleikjum. Eru þessar kröfur sem aðildarfélög samþykkja á ársþingum KSÍ raunhæfar? Er raunhæft að íþróttafélögin kosti alla uppbyggingu og rekstur á þessum mannvirkjum sjálf? Er raunhæft að sveitarfélög kosti alla uppbyggingu og rekstur á þessum mannvirkjum? Eða eru kröfur ársþings KSÍ um heimavallaaðstöðu allra liða sem spila í efstu deild kannski óraunhæfar fyrir 380.000 manna þjóð? Höfundur er bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar