„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2023 19:30 Nemendur Listdansskólans vilja fá að halda áfram í fullu námi við skólann en til þess þarf skólinn að fá styrki, til dæmis til jafns við tónlistarnám. Vísir/samsett Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. Listdansskóli Íslands var stofnaður við Þjóðleikhúsið árið 1952, er elsti listdansskóli á landinu og hefur alið af sér fjöldann allan af listdönsurum. Árið 2006 var skólinn gefinn frjáls þrátt fyrir að fjármögnun hafi ekki verið fullkláruð. Nú hefur öllum fastráðnum kennurum verið sagt upp vegna fjárhagsörðugleika og framtíð skólans í óvissu. Fá ekki krónu Ríkið styrkir við framhaldsnám skólans en engir fjármunir hafa fengist frá sveitarfélögum með grunnnáminu líkt og lagt var upp með. „Í tónlistarskólanum þá greiða sveitarfélög með tónlistarnámi. Ég fékk þá tölu uppgefna frá Reykjavík fyrir einhverjum árum síðan að þá fóru 500 þúsund með hverjum tónlistarnemenda en við fáum ekki krónu,“ segir Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands. Guðmundur Helgason er skólasjtóri Listdansskólans.arnar halldórsson Spyr hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur? Hann segir að með því sé börnum mismunað eftir því hvaða tómstundir þau velja. „Stundum hefur verið talað um: Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur? Sem væri mjög leiðinlegt ef svo er. Það er svolítið verið að mismuna börnum eftir því hvaða tómstundir þau stunda.“ Stjórnvöld hafi lengi talað um taka á þessum málum en svo gerist ekkert. Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara sagði í viðtali við Vísi í gær að í sautján ár hafi listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum ekki náð að afgreiða málið. Þórunn Margrét er nemandi við skólann og stefnir á að verða atvinnudansari í framtíðinni. Hún segir óvissuna um framtíð skólans mjög óþægilega. „Ég fór einmitt og spurði strax hvort ég ætti að sækja um nám í útlöndum því ég hvorki námið né agann annars staðar á Íslandi,“ segir Þórunn Margrét Jónsdóttir, nemandi við grunndeild skólans. Hún segist þurfa að fara til útlanda í nám fái skólinn ekki fjárveitingu. „Er það ekki eins mikilvægt nám og tónlist?“ Þór Ástráðsson, nemandi við framhaldsdeild skólans tekur í sama streng. „Það er svolítið skrítið að mismuna svona á milli tómstunda. Þetta er ósamræmi. Af hverju ætti skólinn minn að fá minni fjárveitingu bara vegna þess að ég er í listdansi? Er það ekki eins mikilvægt nám og tónlist?“ spyr Þór. Halla Björg Lárusdóttir er móðir barns sem stundar nám við skólann. Hún segir að um hrópandi misræmi sé að ræða. „Til dæmis var mitt barn lengi vel í fimleikum og ég veit að sveitarfélagið veitir styrki í slíkt starf. En svo þegar barnið mitt ákveður að skipta og byrja að stunda listdans þá fylgja því engir peningar. Barninu mínu langar að halda áfram, fara á framhaldsstig og svo lengra. Ef þetta heldur áfram svona sem horfir þá er hún ekki að fara að geta gert það.“ Ætlum við eingöngu að flytja inn atvinnumenn? Þau krefjast þess að stjórnvöld bjargi skólanum sem hefur verið samkeppnishæfur við skóla erlendis en nú síðast í haust komst nemandi skólans inn í San Francisco ballettskólann sem er einn sá besti í heimi. „Og hann hefði ekki farið þangað inn hefði hann ekki haft sterkt grunnnám á bak við sig,“ segir Guðmundur. Enda haldist þetta í hendur, ef grunndeildin er ekki sterk sé framhaldsdeildin það heldur ekki. „Þá er ekkert sterkt listaháskólaprógramm og þá eru engir dansarar í íslenska dansflokknum sem nýbúið er að festa í lög, ný sviðslistalög. Og hvar ætlum við að fá dansara í íslenska dansflokkinn? Ætlum við að flytja þá inn eða ætlum við að styðja almennilega við þessa menntun.“ Dans Menning Vinnumarkaður Íþróttir barna Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41 Öllum starfsmönnum Listdansskóla Íslands sagt upp Öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hefur verið sagt upp og framtíð skólans er í óvissu. Skólastjórinn segir skólann hafa átt í fjárhagslegum erfiðleikum en vonir standa til að hægt verði að tryggja áframhaldandi rekstur. 8. mars 2023 06:39 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Listdansskóli Íslands var stofnaður við Þjóðleikhúsið árið 1952, er elsti listdansskóli á landinu og hefur alið af sér fjöldann allan af listdönsurum. Árið 2006 var skólinn gefinn frjáls þrátt fyrir að fjármögnun hafi ekki verið fullkláruð. Nú hefur öllum fastráðnum kennurum verið sagt upp vegna fjárhagsörðugleika og framtíð skólans í óvissu. Fá ekki krónu Ríkið styrkir við framhaldsnám skólans en engir fjármunir hafa fengist frá sveitarfélögum með grunnnáminu líkt og lagt var upp með. „Í tónlistarskólanum þá greiða sveitarfélög með tónlistarnámi. Ég fékk þá tölu uppgefna frá Reykjavík fyrir einhverjum árum síðan að þá fóru 500 þúsund með hverjum tónlistarnemenda en við fáum ekki krónu,“ segir Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands. Guðmundur Helgason er skólasjtóri Listdansskólans.arnar halldórsson Spyr hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur? Hann segir að með því sé börnum mismunað eftir því hvaða tómstundir þau velja. „Stundum hefur verið talað um: Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur? Sem væri mjög leiðinlegt ef svo er. Það er svolítið verið að mismuna börnum eftir því hvaða tómstundir þau stunda.“ Stjórnvöld hafi lengi talað um taka á þessum málum en svo gerist ekkert. Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara sagði í viðtali við Vísi í gær að í sautján ár hafi listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum ekki náð að afgreiða málið. Þórunn Margrét er nemandi við skólann og stefnir á að verða atvinnudansari í framtíðinni. Hún segir óvissuna um framtíð skólans mjög óþægilega. „Ég fór einmitt og spurði strax hvort ég ætti að sækja um nám í útlöndum því ég hvorki námið né agann annars staðar á Íslandi,“ segir Þórunn Margrét Jónsdóttir, nemandi við grunndeild skólans. Hún segist þurfa að fara til útlanda í nám fái skólinn ekki fjárveitingu. „Er það ekki eins mikilvægt nám og tónlist?“ Þór Ástráðsson, nemandi við framhaldsdeild skólans tekur í sama streng. „Það er svolítið skrítið að mismuna svona á milli tómstunda. Þetta er ósamræmi. Af hverju ætti skólinn minn að fá minni fjárveitingu bara vegna þess að ég er í listdansi? Er það ekki eins mikilvægt nám og tónlist?“ spyr Þór. Halla Björg Lárusdóttir er móðir barns sem stundar nám við skólann. Hún segir að um hrópandi misræmi sé að ræða. „Til dæmis var mitt barn lengi vel í fimleikum og ég veit að sveitarfélagið veitir styrki í slíkt starf. En svo þegar barnið mitt ákveður að skipta og byrja að stunda listdans þá fylgja því engir peningar. Barninu mínu langar að halda áfram, fara á framhaldsstig og svo lengra. Ef þetta heldur áfram svona sem horfir þá er hún ekki að fara að geta gert það.“ Ætlum við eingöngu að flytja inn atvinnumenn? Þau krefjast þess að stjórnvöld bjargi skólanum sem hefur verið samkeppnishæfur við skóla erlendis en nú síðast í haust komst nemandi skólans inn í San Francisco ballettskólann sem er einn sá besti í heimi. „Og hann hefði ekki farið þangað inn hefði hann ekki haft sterkt grunnnám á bak við sig,“ segir Guðmundur. Enda haldist þetta í hendur, ef grunndeildin er ekki sterk sé framhaldsdeildin það heldur ekki. „Þá er ekkert sterkt listaháskólaprógramm og þá eru engir dansarar í íslenska dansflokknum sem nýbúið er að festa í lög, ný sviðslistalög. Og hvar ætlum við að fá dansara í íslenska dansflokkinn? Ætlum við að flytja þá inn eða ætlum við að styðja almennilega við þessa menntun.“
Dans Menning Vinnumarkaður Íþróttir barna Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41 Öllum starfsmönnum Listdansskóla Íslands sagt upp Öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hefur verið sagt upp og framtíð skólans er í óvissu. Skólastjórinn segir skólann hafa átt í fjárhagslegum erfiðleikum en vonir standa til að hægt verði að tryggja áframhaldandi rekstur. 8. mars 2023 06:39 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41
Öllum starfsmönnum Listdansskóla Íslands sagt upp Öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hefur verið sagt upp og framtíð skólans er í óvissu. Skólastjórinn segir skólann hafa átt í fjárhagslegum erfiðleikum en vonir standa til að hægt verði að tryggja áframhaldandi rekstur. 8. mars 2023 06:39
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent