Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2023 19:41 Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Ekki er hægt að kalla eldflaugaárásir Rússa á að minnsta kosti ellefu borgir og bæi í Úkraínu í gærkvöldi og nótt annað en hryðjuverk. Eldflaugunum er beint að raforkuinnviðum og öðrum innviðum sem og íbúabyggð. Rússneskar eldflaugar sem skotið var frá Belograd héraði í Rússlandi sjást á morgunhimninum í Kænugarði.AP/Vadim Belikov Úkraínumenn náðu að skjóta niður 34 af 81 eldflaug sem Rússar skutu og höfnuðu meðal annars borginni Lviv í vestri, höfuðborginni Kænugarði, Kharkiv og Zaporizhhia þannig að rafmagn fór af kjarnorkuverinu þar í sjötta sinn vegna eldflauga- og stórskotaliðsárása. Verið gekk því í nokkrar klukkustundir á díselvélum sem duga í um tíu klukkutíma. Hér má sjá þær borgir sem Rússar skutu eldflaugum að í gærkvöldi og nótt. Ljósrauðu landsvæðin eru á valdi Rússa en þau fjólubláu hafa Úkraínumenn endurheimt úr klóm þeirra.Grafík/Sara Rafael Grossi forstjóra Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar var nóg boðið eftir þessi tíðindi dagsins. En í fyrra fór hann persónulega með eftirlitssveit sína í kjarnorkuverið. Rafael Grossi varar við afleiðingum loftárása í nágrenni kjarnorkuversins. Fyrr eða síðar muni heppnin bregðast og skelfilegir hlutir gerast. AP/Heinz-Peter Bader „Rétt einu sinni enn er Zaporizhzhia-kjarnorkuverið keyrt á dísilvélum í neyðarskyni. Það er síðasta varnarlínan.,“ sagði Grossi á fundi með fréttamönnum. Þessi staða gengi ekki lengur. „Ég er furðu lostinn yfir þessu andvaraleysi. Já, andvaraleysi. Hvað erum við að gera til að hindra að þetta gerist? Í hvert sinn tökum við áhættu og ef við látum þetta viðgangast hvað eftir annað mun lukkan snúa við okkur bakinu einn daginn,“ sagði Grossi. Mikið tjón varð á raforkuinnviðum og íbúðabyggð víða um Úkraínu eftir stórfellda eldflaugaárás Rússa síðast liðna nótt. Hér leitar fólk í rúsum húss í nágrenni Lviv. Fimm manns féllu og fjöldi særðist.AP/Mykola Tys Talið er að Rússar hafi misst á bilinu 20 til 30 þúsund hermenn í linnulausum tilraunum sínum til að ná Bakhmut í austurhluta landsins á sitt vald undanfarna mánuði. Árásirnar bitna líka á nágrannabæjum eins og Kostyantynivka, þar sem um 70 þúsund manns búa líkt og bjuggu í Bakhmut. Þar rignir einnig stórskotum og eldflaugum eins og ráðþrota Olha Babashkina greinir frá. Tugir þúsunda úkraínskra hermanna hefur fallið í vörnum hersins við ólöglegri innrás Rússa.AP/Efrem Lukatsky „Þeir eru að eyðileggja borgina okkar. Stórskotahríðin dynur á okkur á hverjum degi. Á hverjum degi, kvölds og morgna. Hér sjáið þið afleiðingar stórskotahríðarinnar. Allir eru í áfalli. Allir eru hræddir. Engin orð fá þessu lýst. Ég geng til svefns á kvöldin og veit ekki hvort ég vakna daginn eftir,“ segir hin rúmlega sextuga Babashkina innan um húsarústir. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Úkraína Tengdar fréttir Umfangsmiklar loftárásir víðsvegar um Úkraínu Allt að 40 prósent af íbúum Kænugarðs eru án hita eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á skotmörk víðsvegar í landinu. Árásirnar virðast meðal annars hafa beinst gegn orkuinnviðum og hafa valdið rafmagnsleysi í Kharkív, Odessa og víðar. 9. mars 2023 06:22 Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44 Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Ekki er hægt að kalla eldflaugaárásir Rússa á að minnsta kosti ellefu borgir og bæi í Úkraínu í gærkvöldi og nótt annað en hryðjuverk. Eldflaugunum er beint að raforkuinnviðum og öðrum innviðum sem og íbúabyggð. Rússneskar eldflaugar sem skotið var frá Belograd héraði í Rússlandi sjást á morgunhimninum í Kænugarði.AP/Vadim Belikov Úkraínumenn náðu að skjóta niður 34 af 81 eldflaug sem Rússar skutu og höfnuðu meðal annars borginni Lviv í vestri, höfuðborginni Kænugarði, Kharkiv og Zaporizhhia þannig að rafmagn fór af kjarnorkuverinu þar í sjötta sinn vegna eldflauga- og stórskotaliðsárása. Verið gekk því í nokkrar klukkustundir á díselvélum sem duga í um tíu klukkutíma. Hér má sjá þær borgir sem Rússar skutu eldflaugum að í gærkvöldi og nótt. Ljósrauðu landsvæðin eru á valdi Rússa en þau fjólubláu hafa Úkraínumenn endurheimt úr klóm þeirra.Grafík/Sara Rafael Grossi forstjóra Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar var nóg boðið eftir þessi tíðindi dagsins. En í fyrra fór hann persónulega með eftirlitssveit sína í kjarnorkuverið. Rafael Grossi varar við afleiðingum loftárása í nágrenni kjarnorkuversins. Fyrr eða síðar muni heppnin bregðast og skelfilegir hlutir gerast. AP/Heinz-Peter Bader „Rétt einu sinni enn er Zaporizhzhia-kjarnorkuverið keyrt á dísilvélum í neyðarskyni. Það er síðasta varnarlínan.,“ sagði Grossi á fundi með fréttamönnum. Þessi staða gengi ekki lengur. „Ég er furðu lostinn yfir þessu andvaraleysi. Já, andvaraleysi. Hvað erum við að gera til að hindra að þetta gerist? Í hvert sinn tökum við áhættu og ef við látum þetta viðgangast hvað eftir annað mun lukkan snúa við okkur bakinu einn daginn,“ sagði Grossi. Mikið tjón varð á raforkuinnviðum og íbúðabyggð víða um Úkraínu eftir stórfellda eldflaugaárás Rússa síðast liðna nótt. Hér leitar fólk í rúsum húss í nágrenni Lviv. Fimm manns féllu og fjöldi særðist.AP/Mykola Tys Talið er að Rússar hafi misst á bilinu 20 til 30 þúsund hermenn í linnulausum tilraunum sínum til að ná Bakhmut í austurhluta landsins á sitt vald undanfarna mánuði. Árásirnar bitna líka á nágrannabæjum eins og Kostyantynivka, þar sem um 70 þúsund manns búa líkt og bjuggu í Bakhmut. Þar rignir einnig stórskotum og eldflaugum eins og ráðþrota Olha Babashkina greinir frá. Tugir þúsunda úkraínskra hermanna hefur fallið í vörnum hersins við ólöglegri innrás Rússa.AP/Efrem Lukatsky „Þeir eru að eyðileggja borgina okkar. Stórskotahríðin dynur á okkur á hverjum degi. Á hverjum degi, kvölds og morgna. Hér sjáið þið afleiðingar stórskotahríðarinnar. Allir eru í áfalli. Allir eru hræddir. Engin orð fá þessu lýst. Ég geng til svefns á kvöldin og veit ekki hvort ég vakna daginn eftir,“ segir hin rúmlega sextuga Babashkina innan um húsarústir.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Úkraína Tengdar fréttir Umfangsmiklar loftárásir víðsvegar um Úkraínu Allt að 40 prósent af íbúum Kænugarðs eru án hita eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á skotmörk víðsvegar í landinu. Árásirnar virðast meðal annars hafa beinst gegn orkuinnviðum og hafa valdið rafmagnsleysi í Kharkív, Odessa og víðar. 9. mars 2023 06:22 Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44 Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Umfangsmiklar loftárásir víðsvegar um Úkraínu Allt að 40 prósent af íbúum Kænugarðs eru án hita eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á skotmörk víðsvegar í landinu. Árásirnar virðast meðal annars hafa beinst gegn orkuinnviðum og hafa valdið rafmagnsleysi í Kharkív, Odessa og víðar. 9. mars 2023 06:22
Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44
Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29