Máttu reka hjúkrunarfræðing sem neitaði hraðprófi Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2023 14:41 Starfsmönnum fyrirtækisins var sagt að taka hraðpróf við byrjun hvers vinnudags. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði því og var rekinn. Vísir/Sigurjón Heilbrigðisfyrirtæki var heimilt að rifta ráðningarsamningi skurðhjúkrunarfræðings sem neitaði að gangast undir hraðpróf þegar ómíkronafbrigði kórónuveirunnar blossaði fyrst upp árið 2021. Héraðsdómur taldi konuna hafa gerst seka um verulega vanefnd á samningi sínum við fyrirtækið. Skurðhjúkrunarfræðingurinn stefndi einkareknu heilbrigðisfyrirtæki sem hún starfaði fyrir vegna uppsagnarinnar. Krafðist hún rúmra fimm milljóna króna í bætur. Konan krafðist þess að fá greiddan uppsagnarfrest og miskabætur á þeim grundvelli að uppsögnin hefði verið einhliða og ólögmæt. Fyrirtækið sagði konunni upp eftir að hún gerði yfirmönnum sínum ljóst að hún ætlaði ekki að verða við fyrirmælum þeirra um að starfsmenn þyrftu að gangast undir hraðpróf vegna kórónuveirunnar í desember árið 2021. Konan mannaði meðal annars skurðstofu við aðgerðir, þreif áhöld fyrir aðgerðir, undirbjó skurðstofu og sinnti sjúklingum sem gengust undir aðgerð. Fyrirtækið gerir meðal annars liðskiptiaðgerðir, efnaskiptaaðgerðir og sinnir lýtalækningum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrirtækið af kröfum konunnar í síðasta mánuði. Sagt að hún gæti ekki starfað áfram Ágreiningur konunnar við vinnuveitanda sinn kom upp á þeim tíma sem ómíkronafbrigði Covid-19 kom fram en þá fjölgaði smituðum mikið frá því þegar önnur afbrigði voru ráðandi. Fyrirtækið kom á grímuskyldu og óskaði eftir því að starfsfólk léti bólusetja sig gegn veirunni. Konan lét ekki bólusetja sig og vissu sumir eigendur fyrirtækisins af því. Kvöldið áður en konunni var sagt upp tilkynnti einn eigenda fyrirtækisins um að starfsfólk ætti að taka hraðpróf áður en það hefði störf daginn eftir í tilkynningu á innri vef starfsfólksins. Konan hélt því fram að hún hefði ekki séð þau skilaboð og að henni hafi ekki verið upplýst um að próf að morgni væri stefnan. Því hafi hún farið beint í að sinna sjúklingum þegar hún mætti til vinnu. Verkefnastjóri skurðstofa og annar hjúkrunarfræðingur báru aftur á móti vitni um að konan hefði sagt að hún ætlaði ekki að taka hraðpróf þegar hún mætti til starfa morguninn eftir. Framkvæmdastjóri hafi síðar sagt konunni að hún gæti ekki starfað áfram hjá fyrirtækinu ef hún héldi afstöðu sinni til streitu. Þau ræddu saman í síma þá um kvöldið. Daginn eftir sendi framkvæmdastjórinn henni bréf með rökstuðningi fyrir riftun ráðningarsamningsins. Fyrirtækið greiddi konunni full laun út mánuðinn þrátt fyrir að það teldi skyldu sína til að greiða henni laun falla niður frá þeim degi sem samningnum var rift. Hjúkrunarfræðingurinn lét ekki bólusetja sig gegn Covid-19.Vísir/Vilhelm Mátti vera ljóst mikilvægi sóttvarna við skurðaðgerðir Héraðsdómur taldi að konan hefði verið vöruð við því að henni yrði vikið fyrirvaralaust úr starfi ef hún gengist ekki undir hraðpróf þegar hún fundaði með framkvæmdastjóranum. Henni hafi samt ekki snúist hugur. Fyrirmæli fyrirtækisins um hraðpróf starfsfólks hafi verið lögmæt og gefin á málefnalegum grundvelli í þeim tilgangi að vernda sjúklinga, starfsmenn og fyrirtækið á tímum farsóttar. Þau hafi verið snar þáttur í að gæta öryggis sjúklinga og starfsfólks í ljósi eðlis starfseminnar. Augljóst væri að sjúklingar settu sig í smithættu við að gangast undir skurðaðgerðir. Nauðsynlegt hafi því verið að gæta sérstaklega vel að öllum smitvörnum í rekstri fyrirtækisins, þar á meðal með notkun hraðprófa. Það hefði verið eðlileg lágmarkskrafa að starfsmenn sem væru viðstaddir aðgerðir og sinntu sjúklingum hlýddu fyrirmælum um sóttvarnir og tækju hraðpróf við upphaf vinnudags. „Ekki verður talið að slík fyrirmæli hafi verið íþyngjandi fyrir stefnanda nema síður sé. Þá mátti stefnanda sem menntuðum hjúkrunarfræðingi vera ljóst mikilvægi sótt- og smitvarna við skurðaðgerðir,“ segir í dómsorðinu. Ámælisvert brot á hlýðniskyldu Taldi dómurinn að brot konunnar á hlýðniskyldu við vinnuveitanda sinn hafi verið veruleg vanefnd á ráðningarsamningi. Brotið hafi verið sérstaklega ámælisvert vegna eðlis starfa konunnar sem skurðhjúkrunarfræðingur og viðkvæms ástands sjúklinga sem hún átti að sinna. Þannig hafnaði dómurinn alfarið að fyrirtækið hefði bakað henni miskatjón með uppsögninni. Konan var dæmd til þess að greiða 1.240.000 krónur í málskostnað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Skurðhjúkrunarfræðingurinn stefndi einkareknu heilbrigðisfyrirtæki sem hún starfaði fyrir vegna uppsagnarinnar. Krafðist hún rúmra fimm milljóna króna í bætur. Konan krafðist þess að fá greiddan uppsagnarfrest og miskabætur á þeim grundvelli að uppsögnin hefði verið einhliða og ólögmæt. Fyrirtækið sagði konunni upp eftir að hún gerði yfirmönnum sínum ljóst að hún ætlaði ekki að verða við fyrirmælum þeirra um að starfsmenn þyrftu að gangast undir hraðpróf vegna kórónuveirunnar í desember árið 2021. Konan mannaði meðal annars skurðstofu við aðgerðir, þreif áhöld fyrir aðgerðir, undirbjó skurðstofu og sinnti sjúklingum sem gengust undir aðgerð. Fyrirtækið gerir meðal annars liðskiptiaðgerðir, efnaskiptaaðgerðir og sinnir lýtalækningum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrirtækið af kröfum konunnar í síðasta mánuði. Sagt að hún gæti ekki starfað áfram Ágreiningur konunnar við vinnuveitanda sinn kom upp á þeim tíma sem ómíkronafbrigði Covid-19 kom fram en þá fjölgaði smituðum mikið frá því þegar önnur afbrigði voru ráðandi. Fyrirtækið kom á grímuskyldu og óskaði eftir því að starfsfólk léti bólusetja sig gegn veirunni. Konan lét ekki bólusetja sig og vissu sumir eigendur fyrirtækisins af því. Kvöldið áður en konunni var sagt upp tilkynnti einn eigenda fyrirtækisins um að starfsfólk ætti að taka hraðpróf áður en það hefði störf daginn eftir í tilkynningu á innri vef starfsfólksins. Konan hélt því fram að hún hefði ekki séð þau skilaboð og að henni hafi ekki verið upplýst um að próf að morgni væri stefnan. Því hafi hún farið beint í að sinna sjúklingum þegar hún mætti til vinnu. Verkefnastjóri skurðstofa og annar hjúkrunarfræðingur báru aftur á móti vitni um að konan hefði sagt að hún ætlaði ekki að taka hraðpróf þegar hún mætti til starfa morguninn eftir. Framkvæmdastjóri hafi síðar sagt konunni að hún gæti ekki starfað áfram hjá fyrirtækinu ef hún héldi afstöðu sinni til streitu. Þau ræddu saman í síma þá um kvöldið. Daginn eftir sendi framkvæmdastjórinn henni bréf með rökstuðningi fyrir riftun ráðningarsamningsins. Fyrirtækið greiddi konunni full laun út mánuðinn þrátt fyrir að það teldi skyldu sína til að greiða henni laun falla niður frá þeim degi sem samningnum var rift. Hjúkrunarfræðingurinn lét ekki bólusetja sig gegn Covid-19.Vísir/Vilhelm Mátti vera ljóst mikilvægi sóttvarna við skurðaðgerðir Héraðsdómur taldi að konan hefði verið vöruð við því að henni yrði vikið fyrirvaralaust úr starfi ef hún gengist ekki undir hraðpróf þegar hún fundaði með framkvæmdastjóranum. Henni hafi samt ekki snúist hugur. Fyrirmæli fyrirtækisins um hraðpróf starfsfólks hafi verið lögmæt og gefin á málefnalegum grundvelli í þeim tilgangi að vernda sjúklinga, starfsmenn og fyrirtækið á tímum farsóttar. Þau hafi verið snar þáttur í að gæta öryggis sjúklinga og starfsfólks í ljósi eðlis starfseminnar. Augljóst væri að sjúklingar settu sig í smithættu við að gangast undir skurðaðgerðir. Nauðsynlegt hafi því verið að gæta sérstaklega vel að öllum smitvörnum í rekstri fyrirtækisins, þar á meðal með notkun hraðprófa. Það hefði verið eðlileg lágmarkskrafa að starfsmenn sem væru viðstaddir aðgerðir og sinntu sjúklingum hlýddu fyrirmælum um sóttvarnir og tækju hraðpróf við upphaf vinnudags. „Ekki verður talið að slík fyrirmæli hafi verið íþyngjandi fyrir stefnanda nema síður sé. Þá mátti stefnanda sem menntuðum hjúkrunarfræðingi vera ljóst mikilvægi sótt- og smitvarna við skurðaðgerðir,“ segir í dómsorðinu. Ámælisvert brot á hlýðniskyldu Taldi dómurinn að brot konunnar á hlýðniskyldu við vinnuveitanda sinn hafi verið veruleg vanefnd á ráðningarsamningi. Brotið hafi verið sérstaklega ámælisvert vegna eðlis starfa konunnar sem skurðhjúkrunarfræðingur og viðkvæms ástands sjúklinga sem hún átti að sinna. Þannig hafnaði dómurinn alfarið að fyrirtækið hefði bakað henni miskatjón með uppsögninni. Konan var dæmd til þess að greiða 1.240.000 krónur í málskostnað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira