Heildin hafi það býsna gott Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2023 11:42 Gunnar Jakobsson er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Vísir/Vilhelm Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að gögn Seðlabankans sýni að meirihluti lánþega á fasteignamarkaði hafi það býsna gott, þrátt fyrir núverandi efnahagsárferði. Áhyggjur stjórnmálamanna ættu að snúa að þeim sem ekki hafa keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Þetta var á meðal þess sem fram kom á fundi Gunnars og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Á fundinum var farið yfir nýlega skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Spurt um fjármálastöðugleika heimilanna Á fundinum gafst nefndarmönnum tækifæri á að spyrja Ásgeir og Gunnar út í fjármálastöðugleika gér á landi og skýrslu nefndarinnar. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar var einn af þeim sem beindi spurningu til Ásgeirs og Gunnar. Horfa má á fundinn í heild sinni hér að neðan. Í spurningunni minntist Logi á að miðað við háa verðbólgu hér á landi og ýmsar verðhækkanir væri hann ekki viss um að heimilin í landinu væru að upplifa mikinn fjármálastöðugleika. Gunnar greip þessa athugasemd Loga á lofti og svaraði þessum vangaveltum hans. „Nú ætla ég ekki að draga úr því að það eru vissulega heimili sem eru ekki vel stödd og eiga erfitt með að takast á við verðbólguna,“ sagði Gunnar. Mikil endurnýjun fasteignalána gefi góða yfirsýn Benti Gunnar þó á að frá því byrjun árs 2020 til dagsins í dag hafi launavísitala hækkað um þrjátíu prósent auk þess sem að ráðist hafi verið í breytingar á skattkerfinu á sama tíma. Þá hefði Seðlabankinnn ágæt gögn um greiðslubyrði fasteignalána. „Stokkurinn af fasteignalánum hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil 60 til 70 prósent af stokknum hefur endurnýjast. Þannig að við vitum hver laun þeirra er sem tóku lán á þessum tíma. Það hefur ekki orðið meiriháttar atvinnuleysi. Flestir hafa verið í svipaðri eða sömu vinnu og þeir voru árið 2020. Laun hafa hækkað á þessu tímabili,“ sagði Gunnar. Erfið dæmi á jarðrinum sem væri hlutverk stjórnmálamanna að fást við Vissulega hafi afborgarnir af lánum hækkað með vaxtahækkunum í kjölfar stýrivaxtahækkana seðlabankans, auk áhrifa hárrar verðbólgu á verðtryggð lán. „En fyrir 75 prósent allra lánþega á fasteignamarkaði þá hefur greiðslan hækkað minna en þrjátíu þúsund á mánuði á meðan greiðslugetan hefur hækkað um margfeldi af því,“ sagði Gunnar. „Auðvitað eru dæmi á jaðrinum sem eru erfið. Sem er svolítið ykkar hlutverk að fást við á Alþingi, hvernig tryggjum við þá sem verst hafa það og hafa lægstu launin og svo framvegis,“ bætti hann við. Heildin hefði það sem samt áður ágætt. „En ef við horfum á heildina, þá hefur heildin það bara býsna gott á Íslandi þegar við horfum á fasteignamarkaðinn og fjármálastöðugleika heimilanna,“ sagði hann enn fremur og benti þingmönnum á að hafa áhyggjur af öðrum en meirihluta þeirra sem eiga fasteign hér á landi. „Áhyggjurnar okkar ættu að snúa að þeim sem gátu ekki keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Þeirra sem eru með lægstu launin en ekki í einhverjar aðgerðir fyrir 75, 85, 90 prósent af þjóðinni.“ Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Alþingi Íslenska krónan Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem fram kom á fundi Gunnars og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Á fundinum var farið yfir nýlega skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Spurt um fjármálastöðugleika heimilanna Á fundinum gafst nefndarmönnum tækifæri á að spyrja Ásgeir og Gunnar út í fjármálastöðugleika gér á landi og skýrslu nefndarinnar. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar var einn af þeim sem beindi spurningu til Ásgeirs og Gunnar. Horfa má á fundinn í heild sinni hér að neðan. Í spurningunni minntist Logi á að miðað við háa verðbólgu hér á landi og ýmsar verðhækkanir væri hann ekki viss um að heimilin í landinu væru að upplifa mikinn fjármálastöðugleika. Gunnar greip þessa athugasemd Loga á lofti og svaraði þessum vangaveltum hans. „Nú ætla ég ekki að draga úr því að það eru vissulega heimili sem eru ekki vel stödd og eiga erfitt með að takast á við verðbólguna,“ sagði Gunnar. Mikil endurnýjun fasteignalána gefi góða yfirsýn Benti Gunnar þó á að frá því byrjun árs 2020 til dagsins í dag hafi launavísitala hækkað um þrjátíu prósent auk þess sem að ráðist hafi verið í breytingar á skattkerfinu á sama tíma. Þá hefði Seðlabankinnn ágæt gögn um greiðslubyrði fasteignalána. „Stokkurinn af fasteignalánum hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil 60 til 70 prósent af stokknum hefur endurnýjast. Þannig að við vitum hver laun þeirra er sem tóku lán á þessum tíma. Það hefur ekki orðið meiriháttar atvinnuleysi. Flestir hafa verið í svipaðri eða sömu vinnu og þeir voru árið 2020. Laun hafa hækkað á þessu tímabili,“ sagði Gunnar. Erfið dæmi á jarðrinum sem væri hlutverk stjórnmálamanna að fást við Vissulega hafi afborgarnir af lánum hækkað með vaxtahækkunum í kjölfar stýrivaxtahækkana seðlabankans, auk áhrifa hárrar verðbólgu á verðtryggð lán. „En fyrir 75 prósent allra lánþega á fasteignamarkaði þá hefur greiðslan hækkað minna en þrjátíu þúsund á mánuði á meðan greiðslugetan hefur hækkað um margfeldi af því,“ sagði Gunnar. „Auðvitað eru dæmi á jaðrinum sem eru erfið. Sem er svolítið ykkar hlutverk að fást við á Alþingi, hvernig tryggjum við þá sem verst hafa það og hafa lægstu launin og svo framvegis,“ bætti hann við. Heildin hefði það sem samt áður ágætt. „En ef við horfum á heildina, þá hefur heildin það bara býsna gott á Íslandi þegar við horfum á fasteignamarkaðinn og fjármálastöðugleika heimilanna,“ sagði hann enn fremur og benti þingmönnum á að hafa áhyggjur af öðrum en meirihluta þeirra sem eiga fasteign hér á landi. „Áhyggjurnar okkar ættu að snúa að þeim sem gátu ekki keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Þeirra sem eru með lægstu launin en ekki í einhverjar aðgerðir fyrir 75, 85, 90 prósent af þjóðinni.“
Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Alþingi Íslenska krónan Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira