„Planið er að yfirtaka Ísland“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. mars 2023 08:00 Juan telur að hann hafi að minnsta kosti gert yfir hundrað verk og jafnvel allt að þúsund. Vísir/Sigurjón Vinsælum verkum listamannsins Juan fjölgar sífellt hér á landi en skreytingar hans á veggjum, grindverkum og húsum hafa vakið mikla athygli. Verk hans er að finna víða á landinu og leitar hann stöðugt að lausu plássi. Markmiðið er að eiga verk alls staðar og halda áfram að stækka. Juan, eða Juan Pictures Art eins og hann kallar sig, er upprunalega frá Spáni og kom til landsins fyrir nokkrum árum en hann segir listina snemma hafa heillað. „Frá því að ég var tólf eða þrettán ára þá var ég að graffa en svo áttaði ég mig á því að ég gæti líka gert mínar eigin veggmyndir og boðið fólki sem vildi kannski hafa þessi listaverk og síðan hef ég stundað þetta. Þegar ég kom til Íslands þá varð smá sprenging og ég var alltaf að mála og þannig hefur það verið fram að þessu,“ segir Juan. Hann er stöðugt að leita að lausu plássi og undanfarið hefur hann meðal annars tekið upp á því að bjóða íbúum í Langholtshverfi og Laugardal krafta sína. „Ég er alltaf beðinn um að koma og mála og ég held hafi sex eða sjö verk hérna og ég er enn að fá beiðnir, svo það er býsna gott,“ segir hann. Eitt slíkt verk er á Langholtsvegi þar sem eigendurnir eru hæstánægðir þar sem verkið hefur vakið mikla athygli frá gestum og gangandi. „Hann hafði samband, vantaði vegg, og að sjálfsögðu hleypti ég honum á vegginn hjá mér. Þetta er ekkert smá flott hjá honum, þetta er búið að lífga upp á tilveruna. Ég hvet alla til þess að segja já við hann,“ segir Guðmundur Páll Ólafsson, íbúi á Langholtsvegi. Listaverk Juans hefur vakið mikla lukku hjá eigendunum og öðrum í hverfinu. Vísir/Sigurjón „Þetta tók mig þrjár klukkustundir en það var mikil tilraunarstarfsemi, ég var ekki með teikningu og vissi ekki hvað ég ætlaði að gera. En það getur tekið allt frá einum degi upp í þrjá til fjóra daga að klára svona verk, það fer eftir teikningunni og stærðinni,“ segir Juan. Sjálfur segist Juan ekki hafa tölu af því hversu mörg listaverk hans eru orðin í heildina en þau séu jafnvel allt að þúsund. Stærri verk eru í uppáhaldi þar sem hann elskar að mála veggmyndir en getur málað hvað sem er að eigin sögn. Þá eru viðfangsefnin alls konar. „Ég er mjög fjölhæfur, hvort sem það er raunverulegt eða abstrakt, teikningar, málverk, myndir. Ég blanda öllu saman, ég held að það geri það töfrandi,“ segir Juan en hann notar einnig ýmis efni í listaverkin sín og mismunandi leiðir. Super Mario grindverkið á Hofsvallagötu nýtur mikilla vinsælda og er eflaust vinsælasta verk Juans. Vísir/Arnar Stærsta verk hans er í Keflavík en það vinsælasta án efa Super Mario listaverkið á grindverki við Hofsvallagötu í Vesturbæ, sem hefur meira að segja vakið athygli utan landssteinanna. Hann er opinn fyrir öllu í framhaldinu en viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að mála stóran vegg í háskólanum, sem hann hefur verið í viðræðum um. Þó flest hans verk séu á höfuðborgarsvæðinu eru þau einnig víðar. „Ég reyni að fara út um allt. Ég er með verk á Selfossi, Ísafirði og Sauðakróki, Keflavík, Njarðvík. Það sem mig vantar er Akureyri, ég er með tengiliði þar, þau hafa skrifað mér en það hefur ekki orðið af því enn,“ segir Juan en markmiðið er einfalt, að eiga verk alls staðar. „Planið er að yfirtaka Ísland.“ Juan heldur úti Instagram síðu þar sem hann sýnir listaverkin sín en nokkur dæmi má finna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) Myndlist Reykjavík Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Sjá meira
Juan, eða Juan Pictures Art eins og hann kallar sig, er upprunalega frá Spáni og kom til landsins fyrir nokkrum árum en hann segir listina snemma hafa heillað. „Frá því að ég var tólf eða þrettán ára þá var ég að graffa en svo áttaði ég mig á því að ég gæti líka gert mínar eigin veggmyndir og boðið fólki sem vildi kannski hafa þessi listaverk og síðan hef ég stundað þetta. Þegar ég kom til Íslands þá varð smá sprenging og ég var alltaf að mála og þannig hefur það verið fram að þessu,“ segir Juan. Hann er stöðugt að leita að lausu plássi og undanfarið hefur hann meðal annars tekið upp á því að bjóða íbúum í Langholtshverfi og Laugardal krafta sína. „Ég er alltaf beðinn um að koma og mála og ég held hafi sex eða sjö verk hérna og ég er enn að fá beiðnir, svo það er býsna gott,“ segir hann. Eitt slíkt verk er á Langholtsvegi þar sem eigendurnir eru hæstánægðir þar sem verkið hefur vakið mikla athygli frá gestum og gangandi. „Hann hafði samband, vantaði vegg, og að sjálfsögðu hleypti ég honum á vegginn hjá mér. Þetta er ekkert smá flott hjá honum, þetta er búið að lífga upp á tilveruna. Ég hvet alla til þess að segja já við hann,“ segir Guðmundur Páll Ólafsson, íbúi á Langholtsvegi. Listaverk Juans hefur vakið mikla lukku hjá eigendunum og öðrum í hverfinu. Vísir/Sigurjón „Þetta tók mig þrjár klukkustundir en það var mikil tilraunarstarfsemi, ég var ekki með teikningu og vissi ekki hvað ég ætlaði að gera. En það getur tekið allt frá einum degi upp í þrjá til fjóra daga að klára svona verk, það fer eftir teikningunni og stærðinni,“ segir Juan. Sjálfur segist Juan ekki hafa tölu af því hversu mörg listaverk hans eru orðin í heildina en þau séu jafnvel allt að þúsund. Stærri verk eru í uppáhaldi þar sem hann elskar að mála veggmyndir en getur málað hvað sem er að eigin sögn. Þá eru viðfangsefnin alls konar. „Ég er mjög fjölhæfur, hvort sem það er raunverulegt eða abstrakt, teikningar, málverk, myndir. Ég blanda öllu saman, ég held að það geri það töfrandi,“ segir Juan en hann notar einnig ýmis efni í listaverkin sín og mismunandi leiðir. Super Mario grindverkið á Hofsvallagötu nýtur mikilla vinsælda og er eflaust vinsælasta verk Juans. Vísir/Arnar Stærsta verk hans er í Keflavík en það vinsælasta án efa Super Mario listaverkið á grindverki við Hofsvallagötu í Vesturbæ, sem hefur meira að segja vakið athygli utan landssteinanna. Hann er opinn fyrir öllu í framhaldinu en viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að mála stóran vegg í háskólanum, sem hann hefur verið í viðræðum um. Þó flest hans verk séu á höfuðborgarsvæðinu eru þau einnig víðar. „Ég reyni að fara út um allt. Ég er með verk á Selfossi, Ísafirði og Sauðakróki, Keflavík, Njarðvík. Það sem mig vantar er Akureyri, ég er með tengiliði þar, þau hafa skrifað mér en það hefur ekki orðið af því enn,“ segir Juan en markmiðið er einfalt, að eiga verk alls staðar. „Planið er að yfirtaka Ísland.“ Juan heldur úti Instagram síðu þar sem hann sýnir listaverkin sín en nokkur dæmi má finna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart)
Myndlist Reykjavík Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Sjá meira