Helgi tók út andvökunæturnar um jólin: „Það sem gerist, gerist“ Sæbjörn Þór Steinke skrifar 6. mars 2023 21:45 Helgi Már í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm „Ég er glaður, það er gaman að vinna. Mér fannst liðið spila vel í dag sem er ánægjulegt. Við vorum mjög agaðir varnarlega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, aðspurður hver lykillinn að sigrinum gegn Keflavík hefði verið. Með sigrinum heldur KR sér á lífi í Subway-deild karla í körfubolta. Það þarf hins vegar allt að ganga upp til að það gerist. „Það munaði bara tveimur fráköstum á liðunum og við töpuðum boltanum sjaldnar. Þetta eru engin geimvísindi,“ bætti þjálfarinn við. KR átti frábært áhlaup í lok þriðja leikhluta en Keflavík þurrkaði út tólf stiga forskot heimamanna á stuttum kafla um miðbik loka leikhlutans. Helgi viðurkennir að sér hafi ekki liðið vel. „Ég var vera búinn að vera með Antonio aðeins of lengi út af, hefði átt að vera búinn að setja hann fyrr inn á til að stýra leiknum. Mér fannst samt góð ára yfir liðinu og hef oft verið stressaðri.“ KR sá til þess að engin stjarna í Keflavíkurliðinu náði að skína skært. „Við tókum ákveðnar áhættur, ákveðnir leikmenn sem við lögðum mikla áherslu á og tókum sénsinn á að hinir myndu ekki refsa okkur nógu oft. Við létum þá leita að einhverju öðru.“ KR er á lífi í fallbaráttunni, þarf áfram að vinna alla sína leiki til að halda sæti sínu í deildinni. Hvernig líður Helga með stöðuna, er óþægilegt að vera með bakið neglt upp við vegginn í lengri tíma? „Persónulega var þetta mjög óþægilegt um jólin þegar allt var í gangi. Þá voru andvökunæturnar. Núna keyrum við á þetta og það sem gerist, gerist. Svo sjáum við hver staðan er,“ sagði KR-ingurinn að lokum. Körfubolti KR Subway-deild karla Tengdar fréttir „Erum búnir að vera ógeðslega lélegir í þrjá leiki í röð“ „Hvað við vorum ógeðslega lélegir, hvað við erum búnir að vera ógeðslega lélegir í þrjá leiki í röð,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson aðspurður hvaða hugsanir færu í gegnum höfuðið á sér strax eftir leik. Hjalti er þjálfari Keflavíkur sem tapaði í kvöld sínum þriðja leik í röð. 6. mars 2023 21:30 Leik lokið: KR - Keflavík 94-87 | KR-ingar halda í vonina KR heldur í vonina um að halda sæti sínu í Subway-deild karla í körfubolta. KR vann sjö stiga sigur á Keflavík og á enn örlítinn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 6. mars 2023 20:10 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
„Það munaði bara tveimur fráköstum á liðunum og við töpuðum boltanum sjaldnar. Þetta eru engin geimvísindi,“ bætti þjálfarinn við. KR átti frábært áhlaup í lok þriðja leikhluta en Keflavík þurrkaði út tólf stiga forskot heimamanna á stuttum kafla um miðbik loka leikhlutans. Helgi viðurkennir að sér hafi ekki liðið vel. „Ég var vera búinn að vera með Antonio aðeins of lengi út af, hefði átt að vera búinn að setja hann fyrr inn á til að stýra leiknum. Mér fannst samt góð ára yfir liðinu og hef oft verið stressaðri.“ KR sá til þess að engin stjarna í Keflavíkurliðinu náði að skína skært. „Við tókum ákveðnar áhættur, ákveðnir leikmenn sem við lögðum mikla áherslu á og tókum sénsinn á að hinir myndu ekki refsa okkur nógu oft. Við létum þá leita að einhverju öðru.“ KR er á lífi í fallbaráttunni, þarf áfram að vinna alla sína leiki til að halda sæti sínu í deildinni. Hvernig líður Helga með stöðuna, er óþægilegt að vera með bakið neglt upp við vegginn í lengri tíma? „Persónulega var þetta mjög óþægilegt um jólin þegar allt var í gangi. Þá voru andvökunæturnar. Núna keyrum við á þetta og það sem gerist, gerist. Svo sjáum við hver staðan er,“ sagði KR-ingurinn að lokum.
Körfubolti KR Subway-deild karla Tengdar fréttir „Erum búnir að vera ógeðslega lélegir í þrjá leiki í röð“ „Hvað við vorum ógeðslega lélegir, hvað við erum búnir að vera ógeðslega lélegir í þrjá leiki í röð,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson aðspurður hvaða hugsanir færu í gegnum höfuðið á sér strax eftir leik. Hjalti er þjálfari Keflavíkur sem tapaði í kvöld sínum þriðja leik í röð. 6. mars 2023 21:30 Leik lokið: KR - Keflavík 94-87 | KR-ingar halda í vonina KR heldur í vonina um að halda sæti sínu í Subway-deild karla í körfubolta. KR vann sjö stiga sigur á Keflavík og á enn örlítinn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 6. mars 2023 20:10 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
„Erum búnir að vera ógeðslega lélegir í þrjá leiki í röð“ „Hvað við vorum ógeðslega lélegir, hvað við erum búnir að vera ógeðslega lélegir í þrjá leiki í röð,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson aðspurður hvaða hugsanir færu í gegnum höfuðið á sér strax eftir leik. Hjalti er þjálfari Keflavíkur sem tapaði í kvöld sínum þriðja leik í röð. 6. mars 2023 21:30
Leik lokið: KR - Keflavík 94-87 | KR-ingar halda í vonina KR heldur í vonina um að halda sæti sínu í Subway-deild karla í körfubolta. KR vann sjö stiga sigur á Keflavík og á enn örlítinn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 6. mars 2023 20:10