Veit ekki enn hvort honum hafi verið sagt upp Árni Sæberg skrifar 6. mars 2023 21:06 Haraldur Ingi Þorleifsson veit ekki hvort hann sé með vinnu eða ekki. Vísir/Vilhelm Haraldur Ingi Þorleifsson segist ekki enn vita hvort honum hafi verið sagt upp hjá samfélagsmiðlinum Twitter. Hann segir Elon Musk, forstjóra og eigenda fyrirtækisins, ekki hafa svarað sér síðan lokað var á aðgang hans að kerfum fyrirtækisins. Þetta segir Haraldur Ingi í færslu á Twitter, sem hann stílar á sjálfan Elon Musk, sem hefur verið gríðarlega virkur á eigin miðli undanfarna daga. „Fyrir níu dögum var lokað fyrir aðgang að vinnutölvunni minni, á sama tíma og um tvö hundrum starfsmenn Twitter lentu í því sama. Hins vegar hefur mannauðsstjórinn ekki getað staðfest hvort ég sé enn starfsmaður fyrirtækisins eða ekki. Þú hefur ekki svarað tölvupóstum frá mér,“ segir Haraldur Ingi. Dear @elonmusk 9 days ago the access to my work computer was cut, along with about 200 other Twitter employees.However your head of HR is not able to confirm if I am an employee or not. You've not answered my emails.Maybe if enough people retweet you'll answer me here?— Halli (@iamharaldur) March 6, 2023 Á dögunum var greint frá því að svo virtist sem Haraldi hefði verið sagt upp störfum hjá Twitter ásamt miklum fjölda annarra starfsmanna fyrirtækisins. „Tvö ár. Ég lærði sitthvað, eignaðist nýja vini og gerði margt gott; hló mikið og grét smá. Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Haraldur þá í tísti. Hann hefur starfað hjá samfélagsmiðlinum síðastliðin tvö ár eftir að hann seldi fyrirtækinu hönnunarfyrirtækið Ueno, sem hann stofnaði. Haraldur seldi Ueno til Twitter árið 2021 og samdi við félagið um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum svo hann gæti greitt skatta af sölunni á Íslandi. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en talið er að það hafi hlaupið á milljörðum króna. Hvorki hefur náðst í Harald við vinnslu þessarar fréttar né fyrri frétta af mögulegum starfslokum hans. Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Þetta segir Haraldur Ingi í færslu á Twitter, sem hann stílar á sjálfan Elon Musk, sem hefur verið gríðarlega virkur á eigin miðli undanfarna daga. „Fyrir níu dögum var lokað fyrir aðgang að vinnutölvunni minni, á sama tíma og um tvö hundrum starfsmenn Twitter lentu í því sama. Hins vegar hefur mannauðsstjórinn ekki getað staðfest hvort ég sé enn starfsmaður fyrirtækisins eða ekki. Þú hefur ekki svarað tölvupóstum frá mér,“ segir Haraldur Ingi. Dear @elonmusk 9 days ago the access to my work computer was cut, along with about 200 other Twitter employees.However your head of HR is not able to confirm if I am an employee or not. You've not answered my emails.Maybe if enough people retweet you'll answer me here?— Halli (@iamharaldur) March 6, 2023 Á dögunum var greint frá því að svo virtist sem Haraldi hefði verið sagt upp störfum hjá Twitter ásamt miklum fjölda annarra starfsmanna fyrirtækisins. „Tvö ár. Ég lærði sitthvað, eignaðist nýja vini og gerði margt gott; hló mikið og grét smá. Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Haraldur þá í tísti. Hann hefur starfað hjá samfélagsmiðlinum síðastliðin tvö ár eftir að hann seldi fyrirtækinu hönnunarfyrirtækið Ueno, sem hann stofnaði. Haraldur seldi Ueno til Twitter árið 2021 og samdi við félagið um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum svo hann gæti greitt skatta af sölunni á Íslandi. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en talið er að það hafi hlaupið á milljörðum króna. Hvorki hefur náðst í Harald við vinnslu þessarar fréttar né fyrri frétta af mögulegum starfslokum hans.
Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent