Reykjanes geti orðið kyndilberi í grænni uppbyggingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. mars 2023 20:44 Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Vísir/Arnar Reykjanesklasinn gekk nýverið frá kaupum á byggingum Norðuráls í Helguvík og er ætlunin að breyta húsnæðinu í svokallaðan grænan iðngarð. Reykjanesið geti orðið kyndilberi í grænni uppbyggingu enda mikil tækifæri á svæðinu. Þrátt fyrir miklar tilraunir hefur lítið orðið úr stóriðju í Helguvík og bæði möguleg starfsemi kísilvers og álvers þar úr sögunni. Nú hafa hins vegar verið fundin not fyrir húsnæðið sem þar er en nýta á húsnæðið í græna iðngarða. „Þarna er hellingur af lóðum sem eru lausar og mannvirki sömuleiðis sem hægt er að nýta. Það eru komnar frábærar hugmyndir um að nýta þær í græna iðngarða,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Ætlunin sé að hýsa þarna innlend og erlend fyrirtæki sem þurfi rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun og framleiðslu, með hringrásarkerfi að leiðarljósi. „Þar sem verið er að nýta það sem við höfum hingað til kallað úrgang, er verið að nýta í annað.“ Iðngarðarnir eru hluti af enn stærra verkefni, sem Kadeco hefur séð um að þróa, um heildræna uppbyggingu á svæðinu í kring um Keflavíkurflugvöll. Þróunaráætlunin verður kynnt á fimmtudag en hún nær til ársins 2050. „Helguvíkin og Bergvíkin eru hluti af því svæði, þar sem verða einmitt þessir grænu iðngarðar, og sömuleiðis erum við að leggja til önnur þróunarsvæði eins og á Ásbrú, við flugstöðina og með fram Reykjanesbrautinni,“ segir Pálmi. Þar sé meðal annars stefnt á að fjölbreytta atvinnustarfsemi, þjónustumiðstöð fyrir Reykjanesskagann og stórbættar samgöngur, enda mikil tækifæri á svæðinu. „Við lítum á þetta svæði sem helst vaxtarsvæði Íslands á næstu áratugum.“ Bæði megi fjölga tækifærum tengdum flugvellinum en líka ótengdum honum, svo svæðið verði ekki jafn háð farþegaflugi. Þetta megi allt gera með hringrásina í huga. „Við getum algjörlega stokkið á þann vagn og orðið kyndilberar í þeirri þróun,“ segir Pálmi. Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Áliðnaður Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Sjá meira
Þrátt fyrir miklar tilraunir hefur lítið orðið úr stóriðju í Helguvík og bæði möguleg starfsemi kísilvers og álvers þar úr sögunni. Nú hafa hins vegar verið fundin not fyrir húsnæðið sem þar er en nýta á húsnæðið í græna iðngarða. „Þarna er hellingur af lóðum sem eru lausar og mannvirki sömuleiðis sem hægt er að nýta. Það eru komnar frábærar hugmyndir um að nýta þær í græna iðngarða,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Ætlunin sé að hýsa þarna innlend og erlend fyrirtæki sem þurfi rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun og framleiðslu, með hringrásarkerfi að leiðarljósi. „Þar sem verið er að nýta það sem við höfum hingað til kallað úrgang, er verið að nýta í annað.“ Iðngarðarnir eru hluti af enn stærra verkefni, sem Kadeco hefur séð um að þróa, um heildræna uppbyggingu á svæðinu í kring um Keflavíkurflugvöll. Þróunaráætlunin verður kynnt á fimmtudag en hún nær til ársins 2050. „Helguvíkin og Bergvíkin eru hluti af því svæði, þar sem verða einmitt þessir grænu iðngarðar, og sömuleiðis erum við að leggja til önnur þróunarsvæði eins og á Ásbrú, við flugstöðina og með fram Reykjanesbrautinni,“ segir Pálmi. Þar sé meðal annars stefnt á að fjölbreytta atvinnustarfsemi, þjónustumiðstöð fyrir Reykjanesskagann og stórbættar samgöngur, enda mikil tækifæri á svæðinu. „Við lítum á þetta svæði sem helst vaxtarsvæði Íslands á næstu áratugum.“ Bæði megi fjölga tækifærum tengdum flugvellinum en líka ótengdum honum, svo svæðið verði ekki jafn háð farþegaflugi. Þetta megi allt gera með hringrásina í huga. „Við getum algjörlega stokkið á þann vagn og orðið kyndilberar í þeirri þróun,“ segir Pálmi.
Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Áliðnaður Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf