Tryggvi og félagar unnu óvæntan sigur gegn Barcelona Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 22:26 Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum með tilþrifum í leiknum við heims- og Evrópumeistara Spánar á dögunum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Barcelona í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld, 85-83. Fyrir leik kvöldsins sat Barcelona í öðru sæti spænsku deildarinnar með 34 stig, jafn mörg og topplið Real Madrid. Börsungar hefðu því komið sér á topp deildarinnar með sigri, en Tryggvi og félagar sátu í 14. sæti, aðeins fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið. Leikurinn tafðist nokkuð lengi þar sem gera þurfti hlé vegna tæknilegra örðuleika snemma í fyrsta leikhluta. El partido que disputan @CasademontZGZ y @FCBbasket se encuentra detenido por problemas técnicos en los marcadores (m. 5, 6-4).#LigaEndesa— Liga Endesa (@ACBCOM) March 4, 2023 Því var þó kippt í lag og leikurinn gat haldið áfram. Tryggvi og félagar byrjuðu betur og leiddu með sjö stigum að fyrsta leikhluta loknum, en liðið stakk af í öðrum leikhluta og fór með 22 stiga forskot inn í hálfleikshléið, staðan 46-24. Heimamenn í Zaragoza náðu mest 25 stiga forskoti í þriðja leikhluta, en Börsungar bitu frá sér og minnkuðu muninn niður í 15 stig áður en komið var að lokaleikhlutanum. Ekki tókst gestunum þó að brúa bilið í fjórða leikhluta og Zaragoza vann að lokum virkilega sterkan tveggja stiga sigur, 85-83. Tryggvi átti fínan leik fyrir Zaragoza í kvöld og skoraði níu stig ásamt því að taka sjö fráköst. Þrátt fyrir sigurinn situr liðið enn í 14. sæti, nú með 14 stig og sex stigum fyrir ofan fallsvæðið. Spænski körfuboltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Fyrir leik kvöldsins sat Barcelona í öðru sæti spænsku deildarinnar með 34 stig, jafn mörg og topplið Real Madrid. Börsungar hefðu því komið sér á topp deildarinnar með sigri, en Tryggvi og félagar sátu í 14. sæti, aðeins fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið. Leikurinn tafðist nokkuð lengi þar sem gera þurfti hlé vegna tæknilegra örðuleika snemma í fyrsta leikhluta. El partido que disputan @CasademontZGZ y @FCBbasket se encuentra detenido por problemas técnicos en los marcadores (m. 5, 6-4).#LigaEndesa— Liga Endesa (@ACBCOM) March 4, 2023 Því var þó kippt í lag og leikurinn gat haldið áfram. Tryggvi og félagar byrjuðu betur og leiddu með sjö stigum að fyrsta leikhluta loknum, en liðið stakk af í öðrum leikhluta og fór með 22 stiga forskot inn í hálfleikshléið, staðan 46-24. Heimamenn í Zaragoza náðu mest 25 stiga forskoti í þriðja leikhluta, en Börsungar bitu frá sér og minnkuðu muninn niður í 15 stig áður en komið var að lokaleikhlutanum. Ekki tókst gestunum þó að brúa bilið í fjórða leikhluta og Zaragoza vann að lokum virkilega sterkan tveggja stiga sigur, 85-83. Tryggvi átti fínan leik fyrir Zaragoza í kvöld og skoraði níu stig ásamt því að taka sjö fráköst. Þrátt fyrir sigurinn situr liðið enn í 14. sæti, nú með 14 stig og sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Spænski körfuboltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga