Tryggvi og félagar unnu óvæntan sigur gegn Barcelona Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 22:26 Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum með tilþrifum í leiknum við heims- og Evrópumeistara Spánar á dögunum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Barcelona í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld, 85-83. Fyrir leik kvöldsins sat Barcelona í öðru sæti spænsku deildarinnar með 34 stig, jafn mörg og topplið Real Madrid. Börsungar hefðu því komið sér á topp deildarinnar með sigri, en Tryggvi og félagar sátu í 14. sæti, aðeins fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið. Leikurinn tafðist nokkuð lengi þar sem gera þurfti hlé vegna tæknilegra örðuleika snemma í fyrsta leikhluta. El partido que disputan @CasademontZGZ y @FCBbasket se encuentra detenido por problemas técnicos en los marcadores (m. 5, 6-4).#LigaEndesa— Liga Endesa (@ACBCOM) March 4, 2023 Því var þó kippt í lag og leikurinn gat haldið áfram. Tryggvi og félagar byrjuðu betur og leiddu með sjö stigum að fyrsta leikhluta loknum, en liðið stakk af í öðrum leikhluta og fór með 22 stiga forskot inn í hálfleikshléið, staðan 46-24. Heimamenn í Zaragoza náðu mest 25 stiga forskoti í þriðja leikhluta, en Börsungar bitu frá sér og minnkuðu muninn niður í 15 stig áður en komið var að lokaleikhlutanum. Ekki tókst gestunum þó að brúa bilið í fjórða leikhluta og Zaragoza vann að lokum virkilega sterkan tveggja stiga sigur, 85-83. Tryggvi átti fínan leik fyrir Zaragoza í kvöld og skoraði níu stig ásamt því að taka sjö fráköst. Þrátt fyrir sigurinn situr liðið enn í 14. sæti, nú með 14 stig og sex stigum fyrir ofan fallsvæðið. Spænski körfuboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Fyrir leik kvöldsins sat Barcelona í öðru sæti spænsku deildarinnar með 34 stig, jafn mörg og topplið Real Madrid. Börsungar hefðu því komið sér á topp deildarinnar með sigri, en Tryggvi og félagar sátu í 14. sæti, aðeins fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið. Leikurinn tafðist nokkuð lengi þar sem gera þurfti hlé vegna tæknilegra örðuleika snemma í fyrsta leikhluta. El partido que disputan @CasademontZGZ y @FCBbasket se encuentra detenido por problemas técnicos en los marcadores (m. 5, 6-4).#LigaEndesa— Liga Endesa (@ACBCOM) March 4, 2023 Því var þó kippt í lag og leikurinn gat haldið áfram. Tryggvi og félagar byrjuðu betur og leiddu með sjö stigum að fyrsta leikhluta loknum, en liðið stakk af í öðrum leikhluta og fór með 22 stiga forskot inn í hálfleikshléið, staðan 46-24. Heimamenn í Zaragoza náðu mest 25 stiga forskoti í þriðja leikhluta, en Börsungar bitu frá sér og minnkuðu muninn niður í 15 stig áður en komið var að lokaleikhlutanum. Ekki tókst gestunum þó að brúa bilið í fjórða leikhluta og Zaragoza vann að lokum virkilega sterkan tveggja stiga sigur, 85-83. Tryggvi átti fínan leik fyrir Zaragoza í kvöld og skoraði níu stig ásamt því að taka sjö fráköst. Þrátt fyrir sigurinn situr liðið enn í 14. sæti, nú með 14 stig og sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira