Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2023 11:51 Katrín óskaði í erindi sínu eftir stuðningi von der Leyen við málflutning Íslands. Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem óskað var eftir afriti af umræddu bréfi. Íslenska forsætisráðuneytið hafði áður synjað beiðni fréttastofu um afrit af svarbréfinu. Skrifuðust á í sumar Bréfasendingarnar á milli Katrínar og Von der Leyen áttu sér stað síðastliðið sumar. Tengjast þær áhyggjum íslenskra yfirvalda af áhrifum hinnar svokölluðu Fit for 55 áætlunar Evrópusambansins á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan sambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030 en tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin. Í erindi sínu til von fer Leyen sagði Katrín að um sé að ræða afar íþyngjandi breytingar fyrir Ísland, sem muni draga úr samkeppnishæfni flugfélaga á Íslandi og Keflavíkurflugvallar. Málið sé sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að tillögurnar muni leiða til verðhækkana í flugsamgöngum, sem séu eini samskiptamátin sem Íslendingum stendur til boða þegar kemur að ferðalögum út fyrir landsteinana. Lagði Katrín til ýmsar leiðir sem gætu hentað hagsmunum Íslands og óskaði í leiðinni eftir stuðningi von der Leyen við málflutning Íslands. Fyrir liggur að von der Leyen ritaði svarbréf við erindi Katrínar. Svarbréfið fæst hins vegar sem fyrr segir ekki afhent, hvorki frá íslenskum yfirvöldum né framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Í desember var komist að bráðabirgða samkomulagi á vettvangi ESB um endurskoðun losunarheimilda (EU ETS) fyrir flugiðnaðinn, sem hluta af Fit for 55 áætlun ESB. Samkomulagið er sagt tryggja að flugiðnaðurinn leggi sitt af mörkum til þess að stuðla að því að markmiðum Parísarsáttmálans verði náð. Það felur í sér ákveðnar undanþágur fyrir flugrekstur á jaðarsvæðum en engin ríki eða svæði eru nefnd sérstaklega í því samhengi. Málið enn í ferli Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjórninni er ekki búið að samþykkja umrætt samkomulag á formlegum vettvangi ESB og hefur það því ekki tekið gildi. Gerist það ekki fyrr en að formlegt samþykki Leiðtogaráðs Evrópusambandsins og Evrópuþingins liggur fyrir. Að því loknu þarf að aðlaga löggjöfina að EES-samningnum og þar koma EFTA-ríkin þrjú, Ísland, Liechtenstein og Noregur inn í myndina. Í frétt mbl.is á dögunum þar sem farið var yfir málið kemur fram að enn sé von um ásættanlega niðurstöðu fyrir Ísland í málinu. Það sé byggt á því að enn sé ekki búið að samþykkja málið formlega á vettvangi ESB auk samningaviðræðna um hvernig löggjöfin verði tekin upp hér á landi. Þar kom einnig fram að það sjónarmið hafi komið fram innan stjórnkerfisins hér að hreinlega hafna umræddri löggjöf. Líklegra sé þó að einhvers konar aðlögun verði ofan á. Fréttir af flugi Icelandair Play Samgöngur Stjórnsýsla Utanríkismál Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30 Evrópusambandið boðar aðgerðir gegn loftlagsvánni Evrópusambandið tilkynnti í dag fjöldan allan af lagabreytingartillögum sem ætlað er að gera sambandinu kleift að verða kolefnisjafnað fyrir 2050. 14. júlí 2021 19:25 Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem óskað var eftir afriti af umræddu bréfi. Íslenska forsætisráðuneytið hafði áður synjað beiðni fréttastofu um afrit af svarbréfinu. Skrifuðust á í sumar Bréfasendingarnar á milli Katrínar og Von der Leyen áttu sér stað síðastliðið sumar. Tengjast þær áhyggjum íslenskra yfirvalda af áhrifum hinnar svokölluðu Fit for 55 áætlunar Evrópusambansins á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan sambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030 en tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin. Í erindi sínu til von fer Leyen sagði Katrín að um sé að ræða afar íþyngjandi breytingar fyrir Ísland, sem muni draga úr samkeppnishæfni flugfélaga á Íslandi og Keflavíkurflugvallar. Málið sé sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að tillögurnar muni leiða til verðhækkana í flugsamgöngum, sem séu eini samskiptamátin sem Íslendingum stendur til boða þegar kemur að ferðalögum út fyrir landsteinana. Lagði Katrín til ýmsar leiðir sem gætu hentað hagsmunum Íslands og óskaði í leiðinni eftir stuðningi von der Leyen við málflutning Íslands. Fyrir liggur að von der Leyen ritaði svarbréf við erindi Katrínar. Svarbréfið fæst hins vegar sem fyrr segir ekki afhent, hvorki frá íslenskum yfirvöldum né framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Í desember var komist að bráðabirgða samkomulagi á vettvangi ESB um endurskoðun losunarheimilda (EU ETS) fyrir flugiðnaðinn, sem hluta af Fit for 55 áætlun ESB. Samkomulagið er sagt tryggja að flugiðnaðurinn leggi sitt af mörkum til þess að stuðla að því að markmiðum Parísarsáttmálans verði náð. Það felur í sér ákveðnar undanþágur fyrir flugrekstur á jaðarsvæðum en engin ríki eða svæði eru nefnd sérstaklega í því samhengi. Málið enn í ferli Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjórninni er ekki búið að samþykkja umrætt samkomulag á formlegum vettvangi ESB og hefur það því ekki tekið gildi. Gerist það ekki fyrr en að formlegt samþykki Leiðtogaráðs Evrópusambandsins og Evrópuþingins liggur fyrir. Að því loknu þarf að aðlaga löggjöfina að EES-samningnum og þar koma EFTA-ríkin þrjú, Ísland, Liechtenstein og Noregur inn í myndina. Í frétt mbl.is á dögunum þar sem farið var yfir málið kemur fram að enn sé von um ásættanlega niðurstöðu fyrir Ísland í málinu. Það sé byggt á því að enn sé ekki búið að samþykkja málið formlega á vettvangi ESB auk samningaviðræðna um hvernig löggjöfin verði tekin upp hér á landi. Þar kom einnig fram að það sjónarmið hafi komið fram innan stjórnkerfisins hér að hreinlega hafna umræddri löggjöf. Líklegra sé þó að einhvers konar aðlögun verði ofan á.
Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan sambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030 en tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin.
Fréttir af flugi Icelandair Play Samgöngur Stjórnsýsla Utanríkismál Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30 Evrópusambandið boðar aðgerðir gegn loftlagsvánni Evrópusambandið tilkynnti í dag fjöldan allan af lagabreytingartillögum sem ætlað er að gera sambandinu kleift að verða kolefnisjafnað fyrir 2050. 14. júlí 2021 19:25 Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30
Evrópusambandið boðar aðgerðir gegn loftlagsvánni Evrópusambandið tilkynnti í dag fjöldan allan af lagabreytingartillögum sem ætlað er að gera sambandinu kleift að verða kolefnisjafnað fyrir 2050. 14. júlí 2021 19:25
Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51