Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2023 10:12 Um helmingur aukningarinnar í losun vegna bruna á olíu er rakinn til vaxandi flugsamgangna eftir kórónuveirufaraldurinn. AP/Michael Dwyer Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. Losun vegna orkuframleiðslu jókst um 0,9 prósent á milli ára í fyrra samkvæmt skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) og nam 36,8 milljörðum tonna koltvísýrings. Stofnunin rekur vöxtinn til þess að ferðamennska fór aftur á flug eftir kórónuveirufaraldurinn og að fleiri hafi brennt kolum til húshitunar. Koltvísýringslosun vegna bruna á kolum jókst um 1,6 prósent. Hátt verð á jarðgasi, meðal annars vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, varð til þess að fjöldi borga skipti úr gasi yfir í kol, aðallega í Asíu. Brennsla á olíu leiddi við 2,5 prósent meiri losunar en árið 2021. Um helmingur þeirrar aukningar var vegna flugsamgangna. Veðuröfgar bættu gráu ofan á svart í fyrra. Þurrkar takmörkuðu orkuframleiðslu vatnsaflsvirkjana og leiddu til aukinnar brennslu á jarðefnaeldsneyti. Hitabylgjur juku einnig eftirspurn eftir rafmagni. Jarðefnaeldsneytisfyrirtæki axli sína ábyrgð Sérfræðingar höfðu spáð enn meiri aukningu í losun heimsins í fyrra. Orkumálastofnunin áætlar að vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum, rafknúnum farartækjum og varmadælum hafi komið í veg fyrir um 550 milljón tonna losun í fyrra. Sóttvarnaaðgerðir og lítill hagvöxtur í Kína takmarkaði einnig vöxtinn í losun. „Án hreinnar orku hefði vöxtur í koltvísýringslosun verið næstum því þrefalt hærri,“ segir Fatih Birol, forstjóri IEA. Birol sagði að þrátt fyrir það héldi losun vegna jarðefnaeldsneyti áfram að aukast og torvelda að mannkynið næði loftslagsmarkmiðum sínum. Orkufyrirtækið græddu nú á tá og fingri en þau yrðu að axla sína ábyrgð á loftslagsvandanum líka. Loftslagsvísindamenn tóku tíðindunum í skýrslu stofnunarinnar fálega. Rob Jackson, prófessor í jarðvísindum og formaður Alþjóðlega kolefnisverkefnisins, segir að öll aukning losunar sé neikvæð. „Við megum ekki við aukningu. Við megum ekki við kyrrstöðu. Það er annað hvort samdráttur eða glundroði fyrir plánetuna. Öll ár þar sem losun vegna kola eykst eru slæm ár fyrir heilsu okkar og fyrir jörðina,“ segir Jackson við AP-fréttastofuna. Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Losun vegna orkuframleiðslu jókst um 0,9 prósent á milli ára í fyrra samkvæmt skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) og nam 36,8 milljörðum tonna koltvísýrings. Stofnunin rekur vöxtinn til þess að ferðamennska fór aftur á flug eftir kórónuveirufaraldurinn og að fleiri hafi brennt kolum til húshitunar. Koltvísýringslosun vegna bruna á kolum jókst um 1,6 prósent. Hátt verð á jarðgasi, meðal annars vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, varð til þess að fjöldi borga skipti úr gasi yfir í kol, aðallega í Asíu. Brennsla á olíu leiddi við 2,5 prósent meiri losunar en árið 2021. Um helmingur þeirrar aukningar var vegna flugsamgangna. Veðuröfgar bættu gráu ofan á svart í fyrra. Þurrkar takmörkuðu orkuframleiðslu vatnsaflsvirkjana og leiddu til aukinnar brennslu á jarðefnaeldsneyti. Hitabylgjur juku einnig eftirspurn eftir rafmagni. Jarðefnaeldsneytisfyrirtæki axli sína ábyrgð Sérfræðingar höfðu spáð enn meiri aukningu í losun heimsins í fyrra. Orkumálastofnunin áætlar að vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum, rafknúnum farartækjum og varmadælum hafi komið í veg fyrir um 550 milljón tonna losun í fyrra. Sóttvarnaaðgerðir og lítill hagvöxtur í Kína takmarkaði einnig vöxtinn í losun. „Án hreinnar orku hefði vöxtur í koltvísýringslosun verið næstum því þrefalt hærri,“ segir Fatih Birol, forstjóri IEA. Birol sagði að þrátt fyrir það héldi losun vegna jarðefnaeldsneyti áfram að aukast og torvelda að mannkynið næði loftslagsmarkmiðum sínum. Orkufyrirtækið græddu nú á tá og fingri en þau yrðu að axla sína ábyrgð á loftslagsvandanum líka. Loftslagsvísindamenn tóku tíðindunum í skýrslu stofnunarinnar fálega. Rob Jackson, prófessor í jarðvísindum og formaður Alþjóðlega kolefnisverkefnisins, segir að öll aukning losunar sé neikvæð. „Við megum ekki við aukningu. Við megum ekki við kyrrstöðu. Það er annað hvort samdráttur eða glundroði fyrir plánetuna. Öll ár þar sem losun vegna kola eykst eru slæm ár fyrir heilsu okkar og fyrir jörðina,“ segir Jackson við AP-fréttastofuna.
Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira