Fótbolti

Búist við að Toney fái að minnsta kosti sex mánaða bann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ivan Toney fær að öllum líkindum að minnsta kosti sex mánaða langt bann fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambadnsins.
Ivan Toney fær að öllum líkindum að minnsta kosti sex mánaða langt bann fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambadnsins. Clive Mason/Getty Images

Ivan Toney, framherji enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, á yfir sér í það minnsta sex mánaða bann frá knattspyrnu fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins.

Frá þessu er greint á Sky Sports, en Toney var kærður í lok seinasta árs fyrir 262 brot á veðmálareglum sambandsins. Upphaflega var hann kærður fyrir 232 brot í nóvember á síðasta ári, en mánuði síðar bættust önnur 30 brot við.

Framherjinn játaði sök í mörgum þessara brota í gær, en neitaði þó ásökunum í öðrum. Það er nú í höndum óháðrar og sjálfstæðrar rannsóknarnefndar að meta hvort brotin sem Toney neitaði verði felld niður eða ekki áður en nefndir lítur yfir brotin í heild sinni og ákvarðar refsingu í kjölfar þess.

Toney og lið hans, Brentford, vonast til þess að leikmaðurinn geti byrjað að taka út refsingu sína sem fyrst til að hún hafi sem minnst áhrif á næsta tímabil. Þær vikur og mánuðir sem enska úrvalsdeildin er í sumarfríi telja með í banninu, en þó gætu verið nokkrar vikur enn þar til niðurstaða fæst í málið.


Tengdar fréttir

Ton­ey kærður fyrir 30 brot til við­bótar

Ivan Toney, framherji Brentford í ensku úrvalsdeildinni, var á dögunum kærður fyrir fjölda brota á veðmálareglum deildarinnar. Nú hafa 30 brot bæst við kæruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×