Notendur með Anna Kristín Jensdóttir skrifar 28. febrúar 2023 09:31 Fyrir nokkrum árum síðan var sett upp notanda- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar þar sem sitja fulltrúar hinna ýmsu hagsmunaðila fólks ásamt fulltrúum borgarinnar og ræða þau mál sem viðkoma fötluðu fólki. Sambærileg notendaráð eru um allt land enda lagaskylda að koma á slíkum samráðsvettvöngum. Í Reykjavík hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem geta reynst vel. Sem dæmi má nefna tvær nýlegar og einfaldar hugmyndir sem til umræðu eru á þessum samráðsvettvangi í Reykjavík. Í fyrsta lagi að svokölluð „sólblómahálsmen verði fáanleg í Húsdýragarðinum og í öðru lagi að upplýsingar um almennan opnunartíma innilauga verði aðgengilegur á heimasíðu borgarinnar. Fólk með ósýnilegar fatlanir eigi auðveldara með aðgengi Tilgangur sólblómahálsmenanna er að gera fólki með ósýnilegar fatlanir sem og fólki sem þarf aukið tillit auðveldara að fara um garðinn og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Stefnt er af því að þau verði til útláns í garðinum. Það mun auðvelda aðgengi að garðinum og vonandi verða til þess að fleiri geti notið þess að heimsækja hann. Slík sólblómabönd eru nú þegar fáanleg á Keflavíkurflugvelli og segja þau sem notað hafa böndin hafa góða reynslu af þeim. Tilgangur þess að varpa fram þessari hugmynd hér er ekki síst sá að fá fram umræðu um hvort fleiri opinberir staðir á borð við Hörpu tónlistarhús ættu að skoða það að taka upp þessa einföldu hugmynd sem auðveldar verulega aðgengi fatlaðs fólks. Hugmyndir þurfa ekki að vera flóknar Með því að hafa upplýsingar um opnunartíma innilauga í Reykjavík er auðveldara fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir kulda að nýta sér sundlaugarnar þegar tækifæri gefst. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að sund getur gagnast einstaklingum með margs konar vanda bæði í þjálfunarskyni og til hreyfingar. Það er því mikilvægt að aðgengið sé sem oftast til staðar, en sé ekki háð veðri og vindum eða því að fólk sé að æfa sund reglulega á skipulögðum æfingum. Þessar hugmyndir eru dæmi um hugmyndir sem komið hafa frá fulltrúum í nefndinni sem náðst hefur að koma á framfæri. Jafnframt sýnir það mikilvægi þess að hafa notendurnar sjálfa með og fá til þess stuðning ef þeir þurfa. Höldum áfram að efla notendur og fáum þá með. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og varafulltrúi Öryrkjabandalags Íslands í aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum síðan var sett upp notanda- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar þar sem sitja fulltrúar hinna ýmsu hagsmunaðila fólks ásamt fulltrúum borgarinnar og ræða þau mál sem viðkoma fötluðu fólki. Sambærileg notendaráð eru um allt land enda lagaskylda að koma á slíkum samráðsvettvöngum. Í Reykjavík hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem geta reynst vel. Sem dæmi má nefna tvær nýlegar og einfaldar hugmyndir sem til umræðu eru á þessum samráðsvettvangi í Reykjavík. Í fyrsta lagi að svokölluð „sólblómahálsmen verði fáanleg í Húsdýragarðinum og í öðru lagi að upplýsingar um almennan opnunartíma innilauga verði aðgengilegur á heimasíðu borgarinnar. Fólk með ósýnilegar fatlanir eigi auðveldara með aðgengi Tilgangur sólblómahálsmenanna er að gera fólki með ósýnilegar fatlanir sem og fólki sem þarf aukið tillit auðveldara að fara um garðinn og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Stefnt er af því að þau verði til útláns í garðinum. Það mun auðvelda aðgengi að garðinum og vonandi verða til þess að fleiri geti notið þess að heimsækja hann. Slík sólblómabönd eru nú þegar fáanleg á Keflavíkurflugvelli og segja þau sem notað hafa böndin hafa góða reynslu af þeim. Tilgangur þess að varpa fram þessari hugmynd hér er ekki síst sá að fá fram umræðu um hvort fleiri opinberir staðir á borð við Hörpu tónlistarhús ættu að skoða það að taka upp þessa einföldu hugmynd sem auðveldar verulega aðgengi fatlaðs fólks. Hugmyndir þurfa ekki að vera flóknar Með því að hafa upplýsingar um opnunartíma innilauga í Reykjavík er auðveldara fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir kulda að nýta sér sundlaugarnar þegar tækifæri gefst. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að sund getur gagnast einstaklingum með margs konar vanda bæði í þjálfunarskyni og til hreyfingar. Það er því mikilvægt að aðgengið sé sem oftast til staðar, en sé ekki háð veðri og vindum eða því að fólk sé að æfa sund reglulega á skipulögðum æfingum. Þessar hugmyndir eru dæmi um hugmyndir sem komið hafa frá fulltrúum í nefndinni sem náðst hefur að koma á framfæri. Jafnframt sýnir það mikilvægi þess að hafa notendurnar sjálfa með og fá til þess stuðning ef þeir þurfa. Höldum áfram að efla notendur og fáum þá með. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og varafulltrúi Öryrkjabandalags Íslands í aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar