Hætta við að breyta bókunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 07:00 Breytingar á texta í bókum Roald Dahl hafa vakið mjög misjöfn viðbrögð. Vísir/Einar Bókaútgáfa hefur ákveðið að halda áfram að prenta upprunalegar bækur Roalds Dahl samhliða breyttum útgáfum. Til stóð að gera víðtækar og varanlegar breytingar á texta sem kynni að reynast meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahóp. Í Kalla og súkkulaðiverksmiðjunni hafði orðið „feitur” – á ensku fat – til dæmis sums staðar verið tekið út. Annars staðar breytt hafði því verið breytt í „risavaxinn” (e. enormous). Oompa Loomparnir í sömu bók voru orðnir kynhlutlausir. Hlustuðu á gagnrýnisraddir AP fréttaveitan greinir frá því að bókaútgáfan hafi, í kjölfar gagnrýninnar, ákveðið að prenta bækur í upprunalegri útgáfu samhliða þeim nýju. Bókaútgáfan hafði ráðið til sín sérstaka næmnishöfunda til að breyta og endurskrifa texta sem rithöfundar á borð við Salman Rushdie höfðu kallað „fáránlega ritskoðun“. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mótmælti breytingunum einnig. „Við hlustuðum á gagnrýnisraddir sem minntu okkur á þau ótrúlegu áhrif sem bækur Roalds Dahl hafa haft. Og áttum okkur á því að mikilvægt er að halda í upprunalega textann. Stóra spurningin stendur enn eftir; um hvernig hægt sé að halda uppi heiðri eldri bóka – en í takt við nútímann.“ „Hvar endar það?“ Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistakennari við Háskóla Íslands ræddi málið í Íslandi í dag fyrr í vikunni þar sem hann sagði vafasamt að fara í texta rithöfunda: „Við sjáum á þessum breytingum þarna að það er verið að koma með nýjar hugmyndir inn í verkið... Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Hann benti á að sálfræðin segi okkur að vandamálin og hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin nú um mundir með viðvörunum hvers konar við ýmsu efni (e. trigger warning). „Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum. Og að þetta hjálpi ekki sagnagerð almennt. Sagnagerð gengur almennt út á einhvers konar togstreitu. Ef við ætlum að taka illmennið út, svo við tölum bara einfalt mál, hvernig verða sögur? Fletjast þær ekki út? Það þarf alltaf einhverja togstreitu í sagnagerð. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé leiðin sem við þurfum að fara; að bara stinga höfðinu í sandinn,” sagði Rúnar. Bókmenntir Ísland í dag Höfundarréttur Tengdar fréttir Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Í Kalla og súkkulaðiverksmiðjunni hafði orðið „feitur” – á ensku fat – til dæmis sums staðar verið tekið út. Annars staðar breytt hafði því verið breytt í „risavaxinn” (e. enormous). Oompa Loomparnir í sömu bók voru orðnir kynhlutlausir. Hlustuðu á gagnrýnisraddir AP fréttaveitan greinir frá því að bókaútgáfan hafi, í kjölfar gagnrýninnar, ákveðið að prenta bækur í upprunalegri útgáfu samhliða þeim nýju. Bókaútgáfan hafði ráðið til sín sérstaka næmnishöfunda til að breyta og endurskrifa texta sem rithöfundar á borð við Salman Rushdie höfðu kallað „fáránlega ritskoðun“. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mótmælti breytingunum einnig. „Við hlustuðum á gagnrýnisraddir sem minntu okkur á þau ótrúlegu áhrif sem bækur Roalds Dahl hafa haft. Og áttum okkur á því að mikilvægt er að halda í upprunalega textann. Stóra spurningin stendur enn eftir; um hvernig hægt sé að halda uppi heiðri eldri bóka – en í takt við nútímann.“ „Hvar endar það?“ Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistakennari við Háskóla Íslands ræddi málið í Íslandi í dag fyrr í vikunni þar sem hann sagði vafasamt að fara í texta rithöfunda: „Við sjáum á þessum breytingum þarna að það er verið að koma með nýjar hugmyndir inn í verkið... Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Hann benti á að sálfræðin segi okkur að vandamálin og hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin nú um mundir með viðvörunum hvers konar við ýmsu efni (e. trigger warning). „Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum. Og að þetta hjálpi ekki sagnagerð almennt. Sagnagerð gengur almennt út á einhvers konar togstreitu. Ef við ætlum að taka illmennið út, svo við tölum bara einfalt mál, hvernig verða sögur? Fletjast þær ekki út? Það þarf alltaf einhverja togstreitu í sagnagerð. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé leiðin sem við þurfum að fara; að bara stinga höfðinu í sandinn,” sagði Rúnar.
Bókmenntir Ísland í dag Höfundarréttur Tengdar fréttir Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30
Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57