Stöð 2 Sport
Boltinn rúllar af stað strax klukkan 10:50 þegar Keflavík og Fylkir mætast í Lengjubikar karla. Keflavík hefur unnið tvo af sínum þremur leikjum en Fylkir er með þrjú stig eftir tvo leiki.
Klukkan 13:50 verður síðan bein útsending frá Vestmannaeyjum þar sem ÍBV og Valur mætast í Olís-deild kvenna. Valur er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar en ÍBV á leik til góða og því er þetta risastór leikur í baráttunni um deildarmeistaratitilinn.
Stöð 2 Sport 2
Ítalski boltinn verður sýndur beint klukkan 16:50 þegar Empoli tekur á móti Napoli sem líklega er heitasta lið Evrópu um þessar mundir.
Klukkan 19:35 verður síðan sýnt beint frá leik Lecce og Sassuolo í sömu deild en Þórir Jóhann Helgason leikur með Lecce.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 17:00 verður leikur Detroit Pistons og Toronto Raptors í NBA-deildinni sýndur beint.
Stöð 2 Sport 4
Útsending frá Honda mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi hófst klukkan 3:30.
Stöð 2 Sport 5
Lengjubikar kvenna fer af stað í dag og leikur Keflavíkur og ÍBV verður í beinni útsendingu klukkan 12:50 en Jonathan Glenn, fyrrum þjálfari ÍBV, er núna þjálfari Keflavíkur.