Næturstrætó snýr aftur um helgina Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2023 10:40 Fram kemur í tilkynningu að borgin sé með þessu að svara ákalli um bættar samgöngur í miðbænum um helgar en ekki náðist samstaða í stjórn Strætó um að hefja aftur akstur næturstrætó. Vísir/Vilhelm Næturstrætó mun hefja akstur innan Reykjavíkurborgar aðfaranótt laugardags þann 25. febrúar og aka samkvæmt áætlun. Fjórar leiðir munu aka frá miðbænum í úthverfi borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs um að hefja akstur næturstrætó eingöngu innan borgarinnar. Næturstrætó mun aka úr miðbæ Reykjavíkur samkvæmt tímaáætlun. Fram kemur í tilkynningu að borgin sé með þessu að svara ákalli um bættar samgöngur í miðbænum um helgar en ekki náðist samstaða í stjórn Strætó um að hefja aftur akstur næturstrætó. Reykjavíkurborg bar því fram tillögu fyrir stjórn Strætó um að Strætó annist þjónustu fyrir íbúa borgarinnar og bjóði upp á næturstrætó sem eingöngu gengur í Reykjavík. Stjórn Strætó samþykkti þessa tillögu en allur kostnaður vegna þjónustunnar mun falla á Reykjavíkurborg. Fjórar næturleiðir munu aka frá miðbænum og út í úthverfi Reykjavíkur, þ.e. Breiðholt, Úlfarsárdal, Norðlingaholt og Grafarvog. Fjórar leiðir munu aka frá miðbænum í úthverfi borgarinnar.Strætó Næturstrætó ekur úr miðbæ Reykjavíkur á aðfaranóttum laugardags og sunnudags. Aðeins er hægt að taka næturstrætó á leið úr miðbænum en ekki til baka í átt að miðbænum. Vagnarnir aka ekki skv. hefðbundinni tímatöflu. Eingöngu er gefinn upp brottfaratími úr miðbænum og vagnarnir aka inn í hverfin án þess að tímajafna. Viðskiptavinir sem ætla að nýta vagninn á miðri leið er bent á að fylgjast með staðsetningu vagna í rauntíma í Klapp appinu eða inn á straeto.is Fargjöld í næturstrætó Stakt fargjald í næturstrætó er 1100 kr. en það jafngildir tvöföldu fargjaldi. Hægt er að kaupa sérstaka næturmiða í Klapp greiðslukerfi en eftir sem áður geta handhafar mánaðar- og árskorta notað kortin sín um borð í næturstrætó. Ekki verður hægt að greiða með greiðslukorti um borð í næturstrætó þar sem næturmiði er keyptur í gegnum Klapp greiðslukerfi. Jafnframt er hægt að borga með reiðufé. Reykjavík Samgöngur Strætó Næturlíf Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs um að hefja akstur næturstrætó eingöngu innan borgarinnar. Næturstrætó mun aka úr miðbæ Reykjavíkur samkvæmt tímaáætlun. Fram kemur í tilkynningu að borgin sé með þessu að svara ákalli um bættar samgöngur í miðbænum um helgar en ekki náðist samstaða í stjórn Strætó um að hefja aftur akstur næturstrætó. Reykjavíkurborg bar því fram tillögu fyrir stjórn Strætó um að Strætó annist þjónustu fyrir íbúa borgarinnar og bjóði upp á næturstrætó sem eingöngu gengur í Reykjavík. Stjórn Strætó samþykkti þessa tillögu en allur kostnaður vegna þjónustunnar mun falla á Reykjavíkurborg. Fjórar næturleiðir munu aka frá miðbænum og út í úthverfi Reykjavíkur, þ.e. Breiðholt, Úlfarsárdal, Norðlingaholt og Grafarvog. Fjórar leiðir munu aka frá miðbænum í úthverfi borgarinnar.Strætó Næturstrætó ekur úr miðbæ Reykjavíkur á aðfaranóttum laugardags og sunnudags. Aðeins er hægt að taka næturstrætó á leið úr miðbænum en ekki til baka í átt að miðbænum. Vagnarnir aka ekki skv. hefðbundinni tímatöflu. Eingöngu er gefinn upp brottfaratími úr miðbænum og vagnarnir aka inn í hverfin án þess að tímajafna. Viðskiptavinir sem ætla að nýta vagninn á miðri leið er bent á að fylgjast með staðsetningu vagna í rauntíma í Klapp appinu eða inn á straeto.is Fargjöld í næturstrætó Stakt fargjald í næturstrætó er 1100 kr. en það jafngildir tvöföldu fargjaldi. Hægt er að kaupa sérstaka næturmiða í Klapp greiðslukerfi en eftir sem áður geta handhafar mánaðar- og árskorta notað kortin sín um borð í næturstrætó. Ekki verður hægt að greiða með greiðslukorti um borð í næturstrætó þar sem næturmiði er keyptur í gegnum Klapp greiðslukerfi. Jafnframt er hægt að borga með reiðufé.
Reykjavík Samgöngur Strætó Næturlíf Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent