Skoða að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2023 10:01 Tölvuteikning af því hvernig brúin gæti litið út. Mögulega væri hún enn neðar. Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. Hallgrímur Kristinsson er hluti af hópnum sem skoðar þetta nú, ásamt Guðna og Kristrúnu Guðbergsbörnum sem eiga landið. Í samtali við fréttastofu segir Hallgrímur að fólki sem fer austan megin við Gullfoss fari fjölgandi enda sé útsýnið þar umtalsvert betra. Brúin myndi ekki skemma núverandi upplifun fyrir ferðamönnum. „Mikið að sjá, meðal annars stórglæsilegt stuðlaberg og betra útsýni. Það sem við höfum verið að leggja til, ræða við sveitarfélögin og Umhverfisstofnun um er að leggja hengibrú yfir Hvítárgljúfur. Svolítið fyrir neðan fossinn til að opna umferð. Myndum setja stíg og tvo útsýnispalla sem falla vel inn í landslagið. Brúnin þarna í dag er stórhættuleg og umferðinni fer bara aukandi. Það eru engin klósett, engin aðstaða og við teljum að með þessu séum við að leysa framtíðarvandamál,“ segir Hallgrímur. Kanadískt fyrirtæki sem hefur reynslu af því að setja upp slíkar brýr vinnur að verkefninu ásamt hópnum. Hallgrímur Kristinsson leiðir hópinn. Þrír möguleikar í boði Hann vill meina að þrír möguleikar séu í stöðunni. Fyrsti sé að banna fólki að fara austan megin, annar að byggja upp aðstöðu hinum megin sem er óhjákvæmilegt með aukinni umferð eða þá að gera líkt og hópurinn vill gera, tengja svæðin saman. Sett yrði hengibrú yfir Hvítárgljúfur fyrir neðan fossinn. Með því er hægt að veita aðgang að betri útsýnisstöðum og hjálpar við að byggja upp aðstöðu með lágmarks inngripi. Þá er framkvæmdin algjörlega afturkræf og hægt er að fjarlægja brúnna seinna ef hún hentar svæðinu ekki lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Hallgrímur tók af stuðlaberginu í Hvítárgljúfri. Klippa: Stuðlaberg við Hvítárgljúfur „Svona hengibrýr eru orðnar mjög vinsælar og algengar á mörgum svæðum eins og Kanada, Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi. Þar er fólk algjörlega til í að borga fyrir að fara yfir hengibrýr og fá þá útsýni sem það myndi annars ekki fá. Og geta þá nálgast staði sem annars þyrfti að byggja upp með frekari hætti,“ segir Hallgrímur. Brúin yfir Hvítárgljúfur gæti verið lík Capilano-brúnni í Kanada.Getty/Education Times Einungis á viðræðustigi Sem stendur er framkvæmdin einungis á viðræðustigi hjá sveitarfélögunum á svæðinu og Umhverfisstofnun. Hallgrímur segir að þeir aðilar sem rætt hefur við þyki þetta áhugaverð nálgun. Yrði brúin að veruleika myndi hún ekki hafa nein áhrif á núverandi upplifun. Hún myndi ekki sjást frá helstu útsýnisstöðum svæðisins. „Svo dreifir þetta betur ferðamönnum á svæðinu. Það er takmarkað aðgengi að svæðinu á veturna þar sem að gönguleiðir niður að fossinum og gljúfrinu eru meira og minna lokaðar út af úða og ísingu. Þetta myndi veita stórkostlega sýn, bæði um gljúfrið og yfir fossinn. Og yfir magnað stuðlaberg sem þarna er að finna,“ segir Hallgrímur. Hrunamannahreppur Samgöngur Umhverfismál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hallgrímur Kristinsson er hluti af hópnum sem skoðar þetta nú, ásamt Guðna og Kristrúnu Guðbergsbörnum sem eiga landið. Í samtali við fréttastofu segir Hallgrímur að fólki sem fer austan megin við Gullfoss fari fjölgandi enda sé útsýnið þar umtalsvert betra. Brúin myndi ekki skemma núverandi upplifun fyrir ferðamönnum. „Mikið að sjá, meðal annars stórglæsilegt stuðlaberg og betra útsýni. Það sem við höfum verið að leggja til, ræða við sveitarfélögin og Umhverfisstofnun um er að leggja hengibrú yfir Hvítárgljúfur. Svolítið fyrir neðan fossinn til að opna umferð. Myndum setja stíg og tvo útsýnispalla sem falla vel inn í landslagið. Brúnin þarna í dag er stórhættuleg og umferðinni fer bara aukandi. Það eru engin klósett, engin aðstaða og við teljum að með þessu séum við að leysa framtíðarvandamál,“ segir Hallgrímur. Kanadískt fyrirtæki sem hefur reynslu af því að setja upp slíkar brýr vinnur að verkefninu ásamt hópnum. Hallgrímur Kristinsson leiðir hópinn. Þrír möguleikar í boði Hann vill meina að þrír möguleikar séu í stöðunni. Fyrsti sé að banna fólki að fara austan megin, annar að byggja upp aðstöðu hinum megin sem er óhjákvæmilegt með aukinni umferð eða þá að gera líkt og hópurinn vill gera, tengja svæðin saman. Sett yrði hengibrú yfir Hvítárgljúfur fyrir neðan fossinn. Með því er hægt að veita aðgang að betri útsýnisstöðum og hjálpar við að byggja upp aðstöðu með lágmarks inngripi. Þá er framkvæmdin algjörlega afturkræf og hægt er að fjarlægja brúnna seinna ef hún hentar svæðinu ekki lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Hallgrímur tók af stuðlaberginu í Hvítárgljúfri. Klippa: Stuðlaberg við Hvítárgljúfur „Svona hengibrýr eru orðnar mjög vinsælar og algengar á mörgum svæðum eins og Kanada, Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi. Þar er fólk algjörlega til í að borga fyrir að fara yfir hengibrýr og fá þá útsýni sem það myndi annars ekki fá. Og geta þá nálgast staði sem annars þyrfti að byggja upp með frekari hætti,“ segir Hallgrímur. Brúin yfir Hvítárgljúfur gæti verið lík Capilano-brúnni í Kanada.Getty/Education Times Einungis á viðræðustigi Sem stendur er framkvæmdin einungis á viðræðustigi hjá sveitarfélögunum á svæðinu og Umhverfisstofnun. Hallgrímur segir að þeir aðilar sem rætt hefur við þyki þetta áhugaverð nálgun. Yrði brúin að veruleika myndi hún ekki hafa nein áhrif á núverandi upplifun. Hún myndi ekki sjást frá helstu útsýnisstöðum svæðisins. „Svo dreifir þetta betur ferðamönnum á svæðinu. Það er takmarkað aðgengi að svæðinu á veturna þar sem að gönguleiðir niður að fossinum og gljúfrinu eru meira og minna lokaðar út af úða og ísingu. Þetta myndi veita stórkostlega sýn, bæði um gljúfrið og yfir fossinn. Og yfir magnað stuðlaberg sem þarna er að finna,“ segir Hallgrímur.
Hrunamannahreppur Samgöngur Umhverfismál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira