Skoða að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2023 10:01 Tölvuteikning af því hvernig brúin gæti litið út. Mögulega væri hún enn neðar. Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. Hallgrímur Kristinsson er hluti af hópnum sem skoðar þetta nú, ásamt Guðna og Kristrúnu Guðbergsbörnum sem eiga landið. Í samtali við fréttastofu segir Hallgrímur að fólki sem fer austan megin við Gullfoss fari fjölgandi enda sé útsýnið þar umtalsvert betra. Brúin myndi ekki skemma núverandi upplifun fyrir ferðamönnum. „Mikið að sjá, meðal annars stórglæsilegt stuðlaberg og betra útsýni. Það sem við höfum verið að leggja til, ræða við sveitarfélögin og Umhverfisstofnun um er að leggja hengibrú yfir Hvítárgljúfur. Svolítið fyrir neðan fossinn til að opna umferð. Myndum setja stíg og tvo útsýnispalla sem falla vel inn í landslagið. Brúnin þarna í dag er stórhættuleg og umferðinni fer bara aukandi. Það eru engin klósett, engin aðstaða og við teljum að með þessu séum við að leysa framtíðarvandamál,“ segir Hallgrímur. Kanadískt fyrirtæki sem hefur reynslu af því að setja upp slíkar brýr vinnur að verkefninu ásamt hópnum. Hallgrímur Kristinsson leiðir hópinn. Þrír möguleikar í boði Hann vill meina að þrír möguleikar séu í stöðunni. Fyrsti sé að banna fólki að fara austan megin, annar að byggja upp aðstöðu hinum megin sem er óhjákvæmilegt með aukinni umferð eða þá að gera líkt og hópurinn vill gera, tengja svæðin saman. Sett yrði hengibrú yfir Hvítárgljúfur fyrir neðan fossinn. Með því er hægt að veita aðgang að betri útsýnisstöðum og hjálpar við að byggja upp aðstöðu með lágmarks inngripi. Þá er framkvæmdin algjörlega afturkræf og hægt er að fjarlægja brúnna seinna ef hún hentar svæðinu ekki lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Hallgrímur tók af stuðlaberginu í Hvítárgljúfri. Klippa: Stuðlaberg við Hvítárgljúfur „Svona hengibrýr eru orðnar mjög vinsælar og algengar á mörgum svæðum eins og Kanada, Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi. Þar er fólk algjörlega til í að borga fyrir að fara yfir hengibrýr og fá þá útsýni sem það myndi annars ekki fá. Og geta þá nálgast staði sem annars þyrfti að byggja upp með frekari hætti,“ segir Hallgrímur. Brúin yfir Hvítárgljúfur gæti verið lík Capilano-brúnni í Kanada.Getty/Education Times Einungis á viðræðustigi Sem stendur er framkvæmdin einungis á viðræðustigi hjá sveitarfélögunum á svæðinu og Umhverfisstofnun. Hallgrímur segir að þeir aðilar sem rætt hefur við þyki þetta áhugaverð nálgun. Yrði brúin að veruleika myndi hún ekki hafa nein áhrif á núverandi upplifun. Hún myndi ekki sjást frá helstu útsýnisstöðum svæðisins. „Svo dreifir þetta betur ferðamönnum á svæðinu. Það er takmarkað aðgengi að svæðinu á veturna þar sem að gönguleiðir niður að fossinum og gljúfrinu eru meira og minna lokaðar út af úða og ísingu. Þetta myndi veita stórkostlega sýn, bæði um gljúfrið og yfir fossinn. Og yfir magnað stuðlaberg sem þarna er að finna,“ segir Hallgrímur. Hrunamannahreppur Samgöngur Umhverfismál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Hallgrímur Kristinsson er hluti af hópnum sem skoðar þetta nú, ásamt Guðna og Kristrúnu Guðbergsbörnum sem eiga landið. Í samtali við fréttastofu segir Hallgrímur að fólki sem fer austan megin við Gullfoss fari fjölgandi enda sé útsýnið þar umtalsvert betra. Brúin myndi ekki skemma núverandi upplifun fyrir ferðamönnum. „Mikið að sjá, meðal annars stórglæsilegt stuðlaberg og betra útsýni. Það sem við höfum verið að leggja til, ræða við sveitarfélögin og Umhverfisstofnun um er að leggja hengibrú yfir Hvítárgljúfur. Svolítið fyrir neðan fossinn til að opna umferð. Myndum setja stíg og tvo útsýnispalla sem falla vel inn í landslagið. Brúnin þarna í dag er stórhættuleg og umferðinni fer bara aukandi. Það eru engin klósett, engin aðstaða og við teljum að með þessu séum við að leysa framtíðarvandamál,“ segir Hallgrímur. Kanadískt fyrirtæki sem hefur reynslu af því að setja upp slíkar brýr vinnur að verkefninu ásamt hópnum. Hallgrímur Kristinsson leiðir hópinn. Þrír möguleikar í boði Hann vill meina að þrír möguleikar séu í stöðunni. Fyrsti sé að banna fólki að fara austan megin, annar að byggja upp aðstöðu hinum megin sem er óhjákvæmilegt með aukinni umferð eða þá að gera líkt og hópurinn vill gera, tengja svæðin saman. Sett yrði hengibrú yfir Hvítárgljúfur fyrir neðan fossinn. Með því er hægt að veita aðgang að betri útsýnisstöðum og hjálpar við að byggja upp aðstöðu með lágmarks inngripi. Þá er framkvæmdin algjörlega afturkræf og hægt er að fjarlægja brúnna seinna ef hún hentar svæðinu ekki lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Hallgrímur tók af stuðlaberginu í Hvítárgljúfri. Klippa: Stuðlaberg við Hvítárgljúfur „Svona hengibrýr eru orðnar mjög vinsælar og algengar á mörgum svæðum eins og Kanada, Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi. Þar er fólk algjörlega til í að borga fyrir að fara yfir hengibrýr og fá þá útsýni sem það myndi annars ekki fá. Og geta þá nálgast staði sem annars þyrfti að byggja upp með frekari hætti,“ segir Hallgrímur. Brúin yfir Hvítárgljúfur gæti verið lík Capilano-brúnni í Kanada.Getty/Education Times Einungis á viðræðustigi Sem stendur er framkvæmdin einungis á viðræðustigi hjá sveitarfélögunum á svæðinu og Umhverfisstofnun. Hallgrímur segir að þeir aðilar sem rætt hefur við þyki þetta áhugaverð nálgun. Yrði brúin að veruleika myndi hún ekki hafa nein áhrif á núverandi upplifun. Hún myndi ekki sjást frá helstu útsýnisstöðum svæðisins. „Svo dreifir þetta betur ferðamönnum á svæðinu. Það er takmarkað aðgengi að svæðinu á veturna þar sem að gönguleiðir niður að fossinum og gljúfrinu eru meira og minna lokaðar út af úða og ísingu. Þetta myndi veita stórkostlega sýn, bæði um gljúfrið og yfir fossinn. Og yfir magnað stuðlaberg sem þarna er að finna,“ segir Hallgrímur.
Hrunamannahreppur Samgöngur Umhverfismál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira