Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2023 14:14 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er meðal þeirra ráðamanan í Washington DC sem hafa varað Kínverjar við því að aðstoða Rússa hernaðarlega. AP/Michael Varaklas Innan ríkisstjórnar Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, standa nú yfir umræður um það hvort opinbera eigi upplýsingar sem taldar eru sýna fram á að yfirvöld í Kína séu að íhuga að senda Rússum vopn og hergögn. Það yrði þá gert fyrir fund Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á morgun sem marka mun það að ár er liðið frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Bandaríkjamenn og aðrir í Atlantshafsbandalaginu hafa komið því á framfæri við yfirvöld í Kína að það yrði ekki vel séð ef Kínverjar myndu veita Rússum hjálparhönd með innrás þeirra í Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, opinberaði svo á sunnudaginn að í Hvíta húsinu hefðu menn áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að aðstoða Rússa og varaði hann við alvarlegum afleiðingum ef af því yrði. Í frétt Wall Street Journal segir að Blinken og Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, hafi talað saman um málið á öryggisráðstefnunni í Münich um helgina en hafi ekki komist að neinni niðurstöðu. Fregnir hafa sömuleiðis borist af því að Xi Jinping, forseti Kína, ætli sér í heimsókn til Moskvu á næstu mánuðum. Ráðamenn í Kína hafa aldrei fordæmt innrás Rússa í Úkraínu né markvissar árásir þeirra á óbreytta borgara né ódæði rússneskra hermanna gegn borgurum. Þá hafa Kínverjar gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum og sagt að Rússum hafi verið ögrað. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðamálum, sagði við fréttastofu á sunnudag að orð Blinkens og mögulegar fyrirætlanir Kínverja tengdust langvarandi spennu milli ríkjanna tveggja. Yfirvöld í Rússlandi hafa meðal annars leitað til Írans og Norður-Kóreu eftir vopnum, hergögnum og skotfærum. Bæði Úkraínumenn og Rússar eru sagðir eiga í skorti á skotfærum fyrir stórskotalið en þúsundum sprengikúla er skotið á degi hverjum í Úkraínu. Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, hefur á undanförnum dögum gagnrýnt forsvarsmenn rússneska hersins harðlega og sakað þá um að halda aftur af skotfærasendingum til málaliða sinna í Wagner Group. Sjá einnig: Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Rússneskir herbloggarar hafa í kjölfarið sagt að málaliðar Wagner séu í sömu stöðu og aðrir rússneskir hermenn. Þeir fái sama magn af skotfærum. Rússneskir hermenn eru þar að auki sagðir hafa birt myndir af algjörlega ónothæfum skotum sem þeir hafi fengið að undanförnu. 1/ Russia's ammunition shortage in eastern Ukraine is reportedly so severe that its troops there have reportedly been issued with completely unusable munitions, including shells which are so rusty they have simply disintegrated. pic.twitter.com/zT0kwWOTyM— ChrisO_wiki (@ChrisO_wiki) February 22, 2023 Ráðamenn á Vesturlöndum segja ríkisstjórn Kína ekki hafa tekið ákvörðun um að hefja vopnasendingar til Rússlands en að afstaða þeirra virðist hafa breyst. Yellen varaði Kínverja við í Indlandi Erindrekar G-20 ríkjanna svokölluðu munu funda í Indlandi á komandi dögum en í frétt New York Times er því haldið fram að fundurinn muni að miklu leyti snúast um það hvernig bæta megi efnahagsástand heimsins eftir þrjú ár af alþjóðlegum krísum. Janet L. Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í Indlandi í morgun að Bandaríkin myndu halda áfram að leita leiða til að auka stuðning við Úkraínu á heimsvísu. Hún varaði einnig yfirvöld í Kína við því að aðstoða Rússa og sagði, eins og Blinken, að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar. „Við höfum gert ljóst að það veita Rússum beinan stuðning eða hjálp við að komast hjá refsiaðgerðum yrði litið alvarlegum augum,“ sagði Yellen. Innrás Rússa í Úkraínu Kína Bandaríkin Rússland Ægir Joe Biden Tengdar fréttir Guterres fordæmir framferði Rússa Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hélt ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í nótt þar sem hann kallaði innrás Rússa í Úkraínu móðgun við sameiginlega samvisku heimsbyggðarinnar. 23. febrúar 2023 07:14 Pútín dásamaður á mikilli hyllingarsamkomu í Moskvu Biden Bandaríkjaforseti fundaði í dag í Varsjá með leiðtogum níu aðildarríkja NATO í austur Evrópu um varnir álfunnar og stuðning við Úkraínu. Pútín reyndi að fá Kínverja til liðs við sig og mætti síðan á hyllingarsamkomu með stuðningsmönnum sínum. 22. febrúar 2023 19:05 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Bandaríkjamenn og aðrir í Atlantshafsbandalaginu hafa komið því á framfæri við yfirvöld í Kína að það yrði ekki vel séð ef Kínverjar myndu veita Rússum hjálparhönd með innrás þeirra í Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, opinberaði svo á sunnudaginn að í Hvíta húsinu hefðu menn áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að aðstoða Rússa og varaði hann við alvarlegum afleiðingum ef af því yrði. Í frétt Wall Street Journal segir að Blinken og Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, hafi talað saman um málið á öryggisráðstefnunni í Münich um helgina en hafi ekki komist að neinni niðurstöðu. Fregnir hafa sömuleiðis borist af því að Xi Jinping, forseti Kína, ætli sér í heimsókn til Moskvu á næstu mánuðum. Ráðamenn í Kína hafa aldrei fordæmt innrás Rússa í Úkraínu né markvissar árásir þeirra á óbreytta borgara né ódæði rússneskra hermanna gegn borgurum. Þá hafa Kínverjar gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum og sagt að Rússum hafi verið ögrað. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðamálum, sagði við fréttastofu á sunnudag að orð Blinkens og mögulegar fyrirætlanir Kínverja tengdust langvarandi spennu milli ríkjanna tveggja. Yfirvöld í Rússlandi hafa meðal annars leitað til Írans og Norður-Kóreu eftir vopnum, hergögnum og skotfærum. Bæði Úkraínumenn og Rússar eru sagðir eiga í skorti á skotfærum fyrir stórskotalið en þúsundum sprengikúla er skotið á degi hverjum í Úkraínu. Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, hefur á undanförnum dögum gagnrýnt forsvarsmenn rússneska hersins harðlega og sakað þá um að halda aftur af skotfærasendingum til málaliða sinna í Wagner Group. Sjá einnig: Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Rússneskir herbloggarar hafa í kjölfarið sagt að málaliðar Wagner séu í sömu stöðu og aðrir rússneskir hermenn. Þeir fái sama magn af skotfærum. Rússneskir hermenn eru þar að auki sagðir hafa birt myndir af algjörlega ónothæfum skotum sem þeir hafi fengið að undanförnu. 1/ Russia's ammunition shortage in eastern Ukraine is reportedly so severe that its troops there have reportedly been issued with completely unusable munitions, including shells which are so rusty they have simply disintegrated. pic.twitter.com/zT0kwWOTyM— ChrisO_wiki (@ChrisO_wiki) February 22, 2023 Ráðamenn á Vesturlöndum segja ríkisstjórn Kína ekki hafa tekið ákvörðun um að hefja vopnasendingar til Rússlands en að afstaða þeirra virðist hafa breyst. Yellen varaði Kínverja við í Indlandi Erindrekar G-20 ríkjanna svokölluðu munu funda í Indlandi á komandi dögum en í frétt New York Times er því haldið fram að fundurinn muni að miklu leyti snúast um það hvernig bæta megi efnahagsástand heimsins eftir þrjú ár af alþjóðlegum krísum. Janet L. Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í Indlandi í morgun að Bandaríkin myndu halda áfram að leita leiða til að auka stuðning við Úkraínu á heimsvísu. Hún varaði einnig yfirvöld í Kína við því að aðstoða Rússa og sagði, eins og Blinken, að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar. „Við höfum gert ljóst að það veita Rússum beinan stuðning eða hjálp við að komast hjá refsiaðgerðum yrði litið alvarlegum augum,“ sagði Yellen.
Innrás Rússa í Úkraínu Kína Bandaríkin Rússland Ægir Joe Biden Tengdar fréttir Guterres fordæmir framferði Rússa Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hélt ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í nótt þar sem hann kallaði innrás Rússa í Úkraínu móðgun við sameiginlega samvisku heimsbyggðarinnar. 23. febrúar 2023 07:14 Pútín dásamaður á mikilli hyllingarsamkomu í Moskvu Biden Bandaríkjaforseti fundaði í dag í Varsjá með leiðtogum níu aðildarríkja NATO í austur Evrópu um varnir álfunnar og stuðning við Úkraínu. Pútín reyndi að fá Kínverja til liðs við sig og mætti síðan á hyllingarsamkomu með stuðningsmönnum sínum. 22. febrúar 2023 19:05 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Guterres fordæmir framferði Rússa Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hélt ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í nótt þar sem hann kallaði innrás Rússa í Úkraínu móðgun við sameiginlega samvisku heimsbyggðarinnar. 23. febrúar 2023 07:14
Pútín dásamaður á mikilli hyllingarsamkomu í Moskvu Biden Bandaríkjaforseti fundaði í dag í Varsjá með leiðtogum níu aðildarríkja NATO í austur Evrópu um varnir álfunnar og stuðning við Úkraínu. Pútín reyndi að fá Kínverja til liðs við sig og mætti síðan á hyllingarsamkomu með stuðningsmönnum sínum. 22. febrúar 2023 19:05
Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00
„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04