Fundu risavetrarbrautir sem reyna á skilning á alheiminum Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2023 11:04 Mögulegu vetrarbrautirnar sex sem Webb-sjónaukinn fann eins og þær litu út 500-800 milljónum ára eftir Miklahvell. Fyrirbærið neðst til vinstri gæti innihaldið jafnmargar stjörnur og Vetrarbrautin okkar en verið þrjátíu sinnum þéttara en hún. NASA/ESA Risavaxin fyrirbæri sem gætu verið tröllvaxnar vetrarbrautir frá bernsku alheimsins gætu reynt á skilning stjarneðlisfræðinga á alheiminum og upphafsárum hans. Vísindamenn sem fundu þau trúðu ekki eigin augum en þeir en bíða enn staðfestingar á uppgötvuninni. Ferlíkin fundust með James Webb-geimsjónaukanum, stærsta og öflugasta geimsjónauka sögunnar sem tekinn var í notkun í fyrra. Þau eru svo fjarlæg að þegar ljósið lagði af stað frá þeim var alheimurinn innan við 600 milljón ára gamall, aðeins um fjögur prósent af núverandi aldri sínum. Vetrarbrautarefnin eru ekki þau elstu sem Webb hefur fundið. Stærð þeirra og hversu fullmótuð þau eru kom vísindamönnunum hins vegar í opna skjöldu, að sögn AP-fréttastofunnar. Ivo Labbe, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Swinburne-tækniháskólanum í Ástralíu, segir að teymi hans hafi átt von á að finna smágerðar vetrarbrautir með ungum stjörnum svo skömmu eftir upphaf alheimsins, ekki flikki á borð við þessi með hlutfallslega gömlum stjörnum. „Á meðan flestar vetrarbrautir á þessu tímabili séu lítil og vaxi hægt með tímanum eru nokkur skrímsli á hraðferð til mótunar. Það er ekki vitað hvers vegna eða hvernig,“ segir hann. Töldu að þau hefðu gert mistök Fyrirbærin sex eru öll milljörðunum sinnum massameiri en sólin okkar, eitt þeirra allt að hundrað milljónum sinnum þyngra. Þau eru jafnframt gríðarlega þétt. Í þeim eru um það bil jafnmargar stjörnur og í Vetrarbrautinni okkar en á mun minna svæði. Labbe segir að teymið hafi verið vantrúað í upphafi. Það hafi ekki haft neina trú á að vetrarbrautir á stærð við Vetrarbrautina okkar gætu hafa þróast svo snemma í sögu alheimsins. Sumir vísindamannana töldu að þeir hefðu gert mistök. Kollegi hans Joel Leja frá Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum segir að uppgötvunin storki viðteknum kenningum um hvernig alheimurinn leit út á fyrstu hundrað milljónum áranna eftir Miklahvell. „Þetta skapar vafa um heildarmynd okkar af myndun fyrstu vetrarbrautanna,“ segir hann. Enn á eftir að staðfesta uppgötvunina með litrófsgreiningu. Vísindamennirnir láta sér því nægja að kalla fyrirbærin mögulegar vetrarbrautir í bili. Leja segir mögulega að einhver fyrirbæranna gætu reynst dulin risasvarthol. Góðar líkur séu þó á að einhver þeirra reynist stórar vetrarbrautir. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Fimmtíu þúsund vetrarbrautir á einni mynd Djúpmynd sem James Webb-geimsjónaukinn tók nýlega skartar um það bil fimmtíu þúsund vetrarbrautum sem eru í milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Myndin er ein sú dýpsta sem sjónaukinn hefur tekið til þessa. 17. febrúar 2023 13:08 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Ferlíkin fundust með James Webb-geimsjónaukanum, stærsta og öflugasta geimsjónauka sögunnar sem tekinn var í notkun í fyrra. Þau eru svo fjarlæg að þegar ljósið lagði af stað frá þeim var alheimurinn innan við 600 milljón ára gamall, aðeins um fjögur prósent af núverandi aldri sínum. Vetrarbrautarefnin eru ekki þau elstu sem Webb hefur fundið. Stærð þeirra og hversu fullmótuð þau eru kom vísindamönnunum hins vegar í opna skjöldu, að sögn AP-fréttastofunnar. Ivo Labbe, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Swinburne-tækniháskólanum í Ástralíu, segir að teymi hans hafi átt von á að finna smágerðar vetrarbrautir með ungum stjörnum svo skömmu eftir upphaf alheimsins, ekki flikki á borð við þessi með hlutfallslega gömlum stjörnum. „Á meðan flestar vetrarbrautir á þessu tímabili séu lítil og vaxi hægt með tímanum eru nokkur skrímsli á hraðferð til mótunar. Það er ekki vitað hvers vegna eða hvernig,“ segir hann. Töldu að þau hefðu gert mistök Fyrirbærin sex eru öll milljörðunum sinnum massameiri en sólin okkar, eitt þeirra allt að hundrað milljónum sinnum þyngra. Þau eru jafnframt gríðarlega þétt. Í þeim eru um það bil jafnmargar stjörnur og í Vetrarbrautinni okkar en á mun minna svæði. Labbe segir að teymið hafi verið vantrúað í upphafi. Það hafi ekki haft neina trú á að vetrarbrautir á stærð við Vetrarbrautina okkar gætu hafa þróast svo snemma í sögu alheimsins. Sumir vísindamannana töldu að þeir hefðu gert mistök. Kollegi hans Joel Leja frá Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum segir að uppgötvunin storki viðteknum kenningum um hvernig alheimurinn leit út á fyrstu hundrað milljónum áranna eftir Miklahvell. „Þetta skapar vafa um heildarmynd okkar af myndun fyrstu vetrarbrautanna,“ segir hann. Enn á eftir að staðfesta uppgötvunina með litrófsgreiningu. Vísindamennirnir láta sér því nægja að kalla fyrirbærin mögulegar vetrarbrautir í bili. Leja segir mögulega að einhver fyrirbæranna gætu reynst dulin risasvarthol. Góðar líkur séu þó á að einhver þeirra reynist stórar vetrarbrautir.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Fimmtíu þúsund vetrarbrautir á einni mynd Djúpmynd sem James Webb-geimsjónaukinn tók nýlega skartar um það bil fimmtíu þúsund vetrarbrautum sem eru í milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Myndin er ein sú dýpsta sem sjónaukinn hefur tekið til þessa. 17. febrúar 2023 13:08 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Fimmtíu þúsund vetrarbrautir á einni mynd Djúpmynd sem James Webb-geimsjónaukinn tók nýlega skartar um það bil fimmtíu þúsund vetrarbrautum sem eru í milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Myndin er ein sú dýpsta sem sjónaukinn hefur tekið til þessa. 17. febrúar 2023 13:08