Pútín dásamaður á mikilli hyllingarsamkomu í Moskvu Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2023 19:05 Vladimír Pútín hyllti fulltrúa hersins sem voru með honum á sviðinu á Luzhniki leikvanginum í dag og tók sjálfur við hyllingu þúsunda stuðningsmanna. Getty Biden Bandaríkjaforseti fundaði í dag í Varsjá með leiðtogum níu aðildarríkja NATO í austur Evrópu um varnir álfunnar og stuðning við Úkraínu. Pútín reyndi að fá Kínverja til liðs við sig og mætti síðan á hyllingarsamkomu með stuðningsmönnum sínum. Eftir innrás Rússa og innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014 mynduðu níu aðildarríki NATO í austur Evrópu leiðtogahóp til að samhæfa aðgerðir sínar. Joe Biden fundaði með hópnum í Varsjá höfuðborg Póllands í dag. Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu (lengst til vinstri), Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Andrzej Duda forseti Póllands með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í bakgrunni í Varsjá í dag.AP/Evan Vucc Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu sagði undanfarið ár hafa styrkt samstöðu NATO-ríkjanna og gert þau sterkari. „Þetta ár hefur styrkt okkur og sameinað. Og við, löndin á austurvængnum, erum betur varin en nokkru sinni fyrr. Við höfum í sameiningu staðist próf samstöðu og mannúðar með því að hjálpa Úkraínu,“ sagði Čaputová. Joe Biden og Andrzej Duda. Pólverjar hafa verið miklir stuðningsmenn Úkraínu frá upphafi stríðsins.AP/Evan Vucci Joe Biden forseti Bandaríkjanna þakkaði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO fyrir frábæra forystu og sagði mikilvægara nú en nokkru sinni bandalagsríkin í austri stæðu þétt saman. „Þið eruð framlínan í sameiginlegum vörnum okkar. Þið vitið betur en nokkur annar hvað er í húfi í þessum átökum, ekki bara fyrir Úkraínu heldur fyrir frelsi lýðræðisríkja í Evrópu og heiminum öllum," sagði Biden í upphafi fundar. Frétt Stöðvar 2: Wang Yi framkvæmdastjóri utanríkismálanefndar kínverska Kommúnistaflokksins fundaði með Pútín og Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í dag. Rússar hafa reynt að fá aukinn stuðning og vopnasendingar frá Kínverjum. Þeir hafa hingað til látið volgar stuðningsyfirlýsingar nægja, og svo var að heyra í dag að engin breyting yrði þar á. „Við erum tilbúnir að vinna með Rússlandi að því að viðhalda stefnumótandi áherslum, dýpka gagnkvæmt pólitískt traust, styrkja stefnumótandi samvinnu, útfæra alhliða hagnýta samvinnu og verja lögmæt réttindi og hagsmuni ríkja okkar,“ sagði Wang Yi. Þúsundir stuðningsmanna Vladimírs Pútín tóku undir af mikilli tilfinningu þegar hann hrópaði Rússland, Rússland til mannfjöldans.Getty Pútín mætti síðan glaðbeittur á hyllingarsamkomu með hópi stuðningsmanna í Moskvu í dag sem haldin var í aðdraganda hátíðardags Verjenda móðurlandsins. Slegið var á sterka þjóðernisstrengi á samkomunni og þjóðsöngurinn sunginn af öllum viðstöddum. „Þegar við stöndum saman eigum við enga okkar líka! Fyrir einingu rússnesku þjóðarinnar! Húrra! -Húrra,“ kallaði Pútín til mannfjöldans og hrópaði svo Rússland, Rússland og þúsundir viðstaddra tóku undir. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Pólland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. 22. febrúar 2023 11:43 Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Eftir innrás Rússa og innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014 mynduðu níu aðildarríki NATO í austur Evrópu leiðtogahóp til að samhæfa aðgerðir sínar. Joe Biden fundaði með hópnum í Varsjá höfuðborg Póllands í dag. Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu (lengst til vinstri), Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Andrzej Duda forseti Póllands með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í bakgrunni í Varsjá í dag.AP/Evan Vucc Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu sagði undanfarið ár hafa styrkt samstöðu NATO-ríkjanna og gert þau sterkari. „Þetta ár hefur styrkt okkur og sameinað. Og við, löndin á austurvængnum, erum betur varin en nokkru sinni fyrr. Við höfum í sameiningu staðist próf samstöðu og mannúðar með því að hjálpa Úkraínu,“ sagði Čaputová. Joe Biden og Andrzej Duda. Pólverjar hafa verið miklir stuðningsmenn Úkraínu frá upphafi stríðsins.AP/Evan Vucci Joe Biden forseti Bandaríkjanna þakkaði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO fyrir frábæra forystu og sagði mikilvægara nú en nokkru sinni bandalagsríkin í austri stæðu þétt saman. „Þið eruð framlínan í sameiginlegum vörnum okkar. Þið vitið betur en nokkur annar hvað er í húfi í þessum átökum, ekki bara fyrir Úkraínu heldur fyrir frelsi lýðræðisríkja í Evrópu og heiminum öllum," sagði Biden í upphafi fundar. Frétt Stöðvar 2: Wang Yi framkvæmdastjóri utanríkismálanefndar kínverska Kommúnistaflokksins fundaði með Pútín og Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í dag. Rússar hafa reynt að fá aukinn stuðning og vopnasendingar frá Kínverjum. Þeir hafa hingað til látið volgar stuðningsyfirlýsingar nægja, og svo var að heyra í dag að engin breyting yrði þar á. „Við erum tilbúnir að vinna með Rússlandi að því að viðhalda stefnumótandi áherslum, dýpka gagnkvæmt pólitískt traust, styrkja stefnumótandi samvinnu, útfæra alhliða hagnýta samvinnu og verja lögmæt réttindi og hagsmuni ríkja okkar,“ sagði Wang Yi. Þúsundir stuðningsmanna Vladimírs Pútín tóku undir af mikilli tilfinningu þegar hann hrópaði Rússland, Rússland til mannfjöldans.Getty Pútín mætti síðan glaðbeittur á hyllingarsamkomu með hópi stuðningsmanna í Moskvu í dag sem haldin var í aðdraganda hátíðardags Verjenda móðurlandsins. Slegið var á sterka þjóðernisstrengi á samkomunni og þjóðsöngurinn sunginn af öllum viðstöddum. „Þegar við stöndum saman eigum við enga okkar líka! Fyrir einingu rússnesku þjóðarinnar! Húrra! -Húrra,“ kallaði Pútín til mannfjöldans og hrópaði svo Rússland, Rússland og þúsundir viðstaddra tóku undir.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Pólland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. 22. febrúar 2023 11:43 Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. 22. febrúar 2023 11:43
Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37
Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00