Telur tjónið nú þegar nema hundruð milljónum króna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 11:51 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Elías Bj. Gíslason settur ferðamálastjóri. Vísir Ferðamálastjóri telur að útvega þurfi nokkur hundruð ferðamönnum nýja gistingu því hótel hafi eða séu að loka vegna verkfalla Eflingarfélaga. Ferðaþjónustan hafi þegar orðið af hundruðum milljóna króna. Neyðarnúmer hefur verið virkjað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins væntir þess að félagsmenn SA munu samþykkja boðað verkbann en atkvæðagreiðslu um það lýkur í dag. Allir forsvarsmenn tæplega tvö þúsund fyrirtækja sem eru í Samtökum atvinnulífsins geta tekið þátt í leynilegri atkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn Eflingar sem falla undir almennan kjarasamning eða veitinga-og gistihúsasamning SA og Eflingar. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag klukkan fjögur. „Þátttaka hefur verið mjög góð og við munum tilkynna um úrslitin annað hvort í kvöld eða fyrramálið. Ég vænti þess að félagsmenn SA munu samþykkja boðað verkbann,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA.. Halldór segir að nú sé gert ráð fyrir að verkbannið taki gildi 2. mars. „Við munum útskýra nánar hvað felst í því þegar boðunin liggur fyrir,“ segir Halldór. Við áttum okkur á okkar ábyrgð en það þarf tvo til Settur ríkissáttasemjari hefur gefið út að hann ætli fljótlega að taka ákvörðun um hvort hann vísi úrskurði Landsréttar um að hafna kröfu sáttasemjara um afhendingu kjörskrár til hæstaréttar. Vinnumálaráðherra sagði í fréttum í gær eðlilegt að fá skorið úr réttaróvissu varðandi það atriði. Halldór á fund með settum ríkissáttasemjara í dag. „Ég geri ráð fyrir að hitta hann síðar í dag og fara yfir stöðu mála hjá okkur. Ég geri ráð fyrir að þetta verði einvörðungu samtal milli mín og ríkissáttasemjara,“ segir Halldór. Aðspurður um skilaboð stjórnvalda frá því í gær um ábyrgð deiluaðila að ræða saman og reyna að ná samningum svarar Halldór: „Ég og SA áttum við okkur á þeirri miklu ábyrgð sem við berum í þessari stöðu. Hins vegar þarf tvo til að ná samningum,“ segir hann. Tjón hlaupi nú þegar á hundruðum milljóna króna Hótelstarfsmenn og bílstjórar í Eflingu hófum verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti á sunnudag. Elías Bj. Gíslason settur ferðamálastjóri segir að nú þegar hafi um sjö hótelum verið lokað eða séu að loka á höfuðborgarsvæðinu. Það samsvari um um fimmtán hundruð herbergjum eða ríflega einum fjórða af öllum hótelherbergjum á svæðinu. „Hótelin eru búin að vera mjög dugleg að koma skilaboðum til sinna gesta. Eftir því sem mér skilst hafa þau náð að endurbóka gestina á aðra staði,“ segir hann. Auðvelt hafi verið að ná til hópa en mun flóknara sé að ná til einstaklinga sem bóki gegnum þriðja aðila. „Það eru því miður einhver hundruð sem hafa ekki fengið skilaboð, því miður,“ segir hann. Ferðamálastofa hafi sett upp neyðarnúmer fyrir þessa einstaklinga sem sé aðgengilegt á vef stofnunarinnar. Hann segir verkfallið nú þegar búið að valda miklu tjóni. „Við erum alveg örugglega ekki tala um tug milljónir við erum örugglega að tala um nokkur hundruð milljónir sem við erum komin í nú þegar því stórir hópar eru nú þegar búnir að afpanta, segir Elías. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Allir forsvarsmenn tæplega tvö þúsund fyrirtækja sem eru í Samtökum atvinnulífsins geta tekið þátt í leynilegri atkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn Eflingar sem falla undir almennan kjarasamning eða veitinga-og gistihúsasamning SA og Eflingar. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag klukkan fjögur. „Þátttaka hefur verið mjög góð og við munum tilkynna um úrslitin annað hvort í kvöld eða fyrramálið. Ég vænti þess að félagsmenn SA munu samþykkja boðað verkbann,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA.. Halldór segir að nú sé gert ráð fyrir að verkbannið taki gildi 2. mars. „Við munum útskýra nánar hvað felst í því þegar boðunin liggur fyrir,“ segir Halldór. Við áttum okkur á okkar ábyrgð en það þarf tvo til Settur ríkissáttasemjari hefur gefið út að hann ætli fljótlega að taka ákvörðun um hvort hann vísi úrskurði Landsréttar um að hafna kröfu sáttasemjara um afhendingu kjörskrár til hæstaréttar. Vinnumálaráðherra sagði í fréttum í gær eðlilegt að fá skorið úr réttaróvissu varðandi það atriði. Halldór á fund með settum ríkissáttasemjara í dag. „Ég geri ráð fyrir að hitta hann síðar í dag og fara yfir stöðu mála hjá okkur. Ég geri ráð fyrir að þetta verði einvörðungu samtal milli mín og ríkissáttasemjara,“ segir Halldór. Aðspurður um skilaboð stjórnvalda frá því í gær um ábyrgð deiluaðila að ræða saman og reyna að ná samningum svarar Halldór: „Ég og SA áttum við okkur á þeirri miklu ábyrgð sem við berum í þessari stöðu. Hins vegar þarf tvo til að ná samningum,“ segir hann. Tjón hlaupi nú þegar á hundruðum milljóna króna Hótelstarfsmenn og bílstjórar í Eflingu hófum verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti á sunnudag. Elías Bj. Gíslason settur ferðamálastjóri segir að nú þegar hafi um sjö hótelum verið lokað eða séu að loka á höfuðborgarsvæðinu. Það samsvari um um fimmtán hundruð herbergjum eða ríflega einum fjórða af öllum hótelherbergjum á svæðinu. „Hótelin eru búin að vera mjög dugleg að koma skilaboðum til sinna gesta. Eftir því sem mér skilst hafa þau náð að endurbóka gestina á aðra staði,“ segir hann. Auðvelt hafi verið að ná til hópa en mun flóknara sé að ná til einstaklinga sem bóki gegnum þriðja aðila. „Það eru því miður einhver hundruð sem hafa ekki fengið skilaboð, því miður,“ segir hann. Ferðamálastofa hafi sett upp neyðarnúmer fyrir þessa einstaklinga sem sé aðgengilegt á vef stofnunarinnar. Hann segir verkfallið nú þegar búið að valda miklu tjóni. „Við erum alveg örugglega ekki tala um tug milljónir við erum örugglega að tala um nokkur hundruð milljónir sem við erum komin í nú þegar því stórir hópar eru nú þegar búnir að afpanta, segir Elías.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira