Xi sagður hyggja á ferð til Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2023 16:21 Vladimír Pútín og Xi Jinping, forseta Rússlands og Kína, þann 4. febrúar í fyrra, nokkrum vikum fyrir innrás Rússa í Úkraínu. AP/Alexei Druzhinin Xi Jinping, forseti Kína, er að undirbúa ferð til Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þessi ferð á að eiga sér stað á næstu mánuðum en ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli að aðstoða Rússa með því að veita þeim hergögn. Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) um væntanlega ferð Xi, segir að Kínverjar taka virkan þátt í að binda enda á átökin og segja heimildarmenn miðilsins að Xi vilji hvetja Pútín til friðarviðræðna og ítreka að ekki eigi að nota kjarnorkuvopn í átökunum. Samkvæmt heimildum WSJ liggur ekki fyrir hvenær af heimsókninni verður en líklegast verður það í apríl eða snemma í maí. Ráðamenn í Kína hafa aldrei fordæmt innrás Rússa í Úkraínu né markvissar árásir þeirra á óbreytta borgara né ódæði rússneskra hermanna gegn borgurum. Þá hafa Kínverjar gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum og sagt að Rússum hafi verið ögrað. Sjá einnig: Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Talsmenn utanríkisráðuneytis Kína hafa kennt Bandaríkjunum um innrás Rússa í Úkraínu og gagnrýnt vopna- og hergagnasendingar til Úkraínu. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði um helgina að ríkisstjórn Kína myndi birta skjal í vikunni þar sem staða ríkisins gagnvart átökunum í Úkraínu yrði tíunduð. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagðist í dag hafa rætt við Wang og heyrt lykilatriði þessa skjals. og áherslna Kínverja. Kuleba sagðist vilja sjá skjalið áður en hann tjáði sig um það. Hann sagði þó að heilindi landamæra Úkraínu væru mikilvæg. Sjá einnig: Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á sunnudaginn að Kínverjar væru á opinberum vettvangi að kalla eftir friði í Úkraínu. Á hinn bóginn væri ríkið að veita Rússum aðstoð. Hann sagði þá aðstoð ekki í formi hergagna en óttaðist að það myndi breytast. Kína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Sjá meira
Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) um væntanlega ferð Xi, segir að Kínverjar taka virkan þátt í að binda enda á átökin og segja heimildarmenn miðilsins að Xi vilji hvetja Pútín til friðarviðræðna og ítreka að ekki eigi að nota kjarnorkuvopn í átökunum. Samkvæmt heimildum WSJ liggur ekki fyrir hvenær af heimsókninni verður en líklegast verður það í apríl eða snemma í maí. Ráðamenn í Kína hafa aldrei fordæmt innrás Rússa í Úkraínu né markvissar árásir þeirra á óbreytta borgara né ódæði rússneskra hermanna gegn borgurum. Þá hafa Kínverjar gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum og sagt að Rússum hafi verið ögrað. Sjá einnig: Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Talsmenn utanríkisráðuneytis Kína hafa kennt Bandaríkjunum um innrás Rússa í Úkraínu og gagnrýnt vopna- og hergagnasendingar til Úkraínu. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði um helgina að ríkisstjórn Kína myndi birta skjal í vikunni þar sem staða ríkisins gagnvart átökunum í Úkraínu yrði tíunduð. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagðist í dag hafa rætt við Wang og heyrt lykilatriði þessa skjals. og áherslna Kínverja. Kuleba sagðist vilja sjá skjalið áður en hann tjáði sig um það. Hann sagði þó að heilindi landamæra Úkraínu væru mikilvæg. Sjá einnig: Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á sunnudaginn að Kínverjar væru á opinberum vettvangi að kalla eftir friði í Úkraínu. Á hinn bóginn væri ríkið að veita Rússum aðstoð. Hann sagði þá aðstoð ekki í formi hergagna en óttaðist að það myndi breytast.
Kína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Sjá meira