Í dag er ár liðið síðan Pútín viðurkenndi sjálfstæði Luhansk og Donetsk héraðanna í Úkraínu sem var fyrirboðinn að innrás Rússa inn í Úkraínu en á föstudaginn kemur verður ár liðið frá upphaf innrásar.
Fastlega er búist við því að Pútín noti ræðuna á eftir til að boða það sem framundan sé í stríðinu í Úkraínu.
Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti óvænt Kænugarð höfuðborg Úkraínu í gær og hitti þar kollega sinn Volodomír Selenskí þar sem hann lofaði áframhaldandi stuðningi við Úkraínumenn. Í dag mun Biden síðan hitta Andrzej Duda forseta Póllands til að ræða aðgerðir til aðstoðar Úkraínu. Að loknum fundi með Póllandsforseta mun Biden síðan flytja ávarp einnig.