Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson skrifar 18. febrúar 2023 19:01 Það er óhætt að segja að á síðustu mánuðum hafi athygli landsmanna beinst í átt til kjarasamninga og auðvitað full ástæða til, samtalið milli atvinnurekenda og launafólks um réttláta umbun fyrir vinnuframlag er yfirleitt fréttnæmt, þar sem að um er að ræða hagsmuni stórra hópa í hvert sinn. Það hefur verið um margt óvanaleg staða uppi á íslenskum vinnumarkaði síðustu misseri. Stéttarfélög fóru ekki varhluta af þeim doða sem einkenndi marga þætti samskipta þjóðar sem barðist við alheimsfaraldur. Við snerum bökum saman um allt samfélagið til varnar veirunni, óháð öllum ytri þáttum og ýttum mörgu til hliðar sem áður hafði verið ríkur þáttur í okkar lífi. Eitt af því voru samskipti um kaup og kjör á vinnumarkaði og því mátti reikna með að í kjölfarið yrði tími að ná takti á þeim vettvangi. Kannski var það ástæða þess að um skeið mátti greina óeiningu í okkar röðum, það í okkar kröfugerð sem við vorum ekki sammála um varð kjarni fréttaflutnings og því miður féllum við í þá gryfju að bera ósætti okkar á borð almennings í fjölmiðlum. Á meðan á þessu stóð hölluðu atvinnurekendur sér líklega aftur, pússuðu sennilega aðeins af gamalli hugmyndafræði um að sundra og sigra (divide and conquer) og gáfu upp boltann um að fram undan væri tími þar sem að úr litlu væri að moða og allir yrðu að sætta sig við það sama. Auðvitað er það svo að í litlu hagkerfi sem býr við sífelldan óstöðugleika í efnahagslífi sínu að það getur verið naumt skammtað, nema jú kannski til stórfyrirtækja, sem stefnir í að skili methagnaði til hluthafa sinna fyrir árið 2022 og vissulega hafa fyrirtæki, samkvæmt könnun BHM, náð að auka hagnað sinn um 60% nú á þeim tímum sem verðbólgan hefur höggvið stöðugt í kaupmátt almennings. Hin almenna umræða hefur þó ekki farið hátt um þessi atriði. Hún hefur verið um ótraust efnahagsástand og ábyrgð launafólks á þeirri stöðu sem uppi er. Á síðustu dögum var svo dregin upp enn ein gömul sundrunargrýla á bræðra- og systralagssamkomu Félags atvinnurekenda. Þar kynntu þau til leiks æðra mikilvægi hins almenna markaðar þar sem verðandi ráðherra hélt eitt aðalerindið um ofvaxið opinbert kerfi. Þar leyfði þingmaðurinn sér að spyrja hvort að verðmæti yrðu til í skúffum embættismanna! Væntanlega hefur þessi ágæti þingmaður bara gleymt því að stærstum hluta opinberra starfsmanna var jú skipað til vinnu með stjórnvaldsákvörðunum á tímum COVID19 – til að verja lífsgæði samfélagsins. Grínsketsinum þeirra var meðal annars beint að forsvarsfólki opinberra samtaka sem hafa í vetur ákveðið að vinna saman að mörgum sameiginlegum hagsmunum okkar félagsfólks. Hugmyndafræðin um að skipta samtökum launafólks upp skín sterkt í gegn. Viðbrögðin sem birtust þegar Efling, eitt stærsta stéttarfélag landsins, ákvað að ný rétt sinn til kjaraviðræðna og óska annarra kjara en þegar hafði verið samið um komu ekki á óvart. Hvað þá þegar forsvarsmaður stéttarfélagsins leyfði sér að viðhafa stór orð um mikilvægi síns fólks og mótmæla samningatækni mótaðilans í viðræðunum. Fulltrúar hans misstu andann yfir þeirri óskammfeilni að Efling hygðist boða til verkfalls, sem er jú skýlaus réttur stéttarfélags í vinnudeilum, og hrósuðu sigri þegar miðlunartillaga var lögð fram. Umræðunni í samfélaginu var snúið á þann stað að Efling væri að „ógna stöðugleikanum“ og grátklökkir stjórnendur stórfyrirtækja, með milljónir í mánaðarlaun, lýstu megnri óánægju. Sem betur fer ýtti þessi umræða við íslenskum stéttarfélögum og vonandi öllu launafólki. Það ber að þakka Eflingarfólki, óháð öllum öðrum þáttum kjaradeilunnar, fyrir að taka að sér hlutverk Ólivers Twist úr matsalnum þar sem allir sátu hnípnir og svangir og þáðu sinn nauma grautarskammt úr hendi yfirvaldsins. Efling ákvað að grauturinn sem átti að skipta jafnt milli allra dygði ekki og viðbrögð þeirra krafna voru nákvæmlega þau sömu og yfirvaldsins hjá Dickens. Harmakvein og öskur um frekju og óforskömmugheit sem gæti ógnað heimsmynd þeirra sem ráða. Stéttarfélög gegna lykilhlutverki í að viðhalda gangverki samfélags. Á næstu vikum og mánuðum er gríðarlega mikilvægt að við komum saman og snúum við umræðu byggðri á hugmyndafræði þess að launafólk beri stærstu byrðarnar af ótryggu efnahagsástandi. Við verðum að þrýsta á umræðu um stóru málin í samfélaginu. Mál eins og réttlátara skattkerfi, húsnæðiskerfi sem gefur öllum möguleika á að koma þaki yfir höfuðið og stöðugleiki gjaldmiðilsins má nefna sem erindi sem við eigum við stjórnvöld, félagsmönnum okkar til heilla. Við verðum að standa vörð um réttindi launafólks í umhverfi kjaraviðræðna og kjarasamninga. Umræðan um breytingu á vinnulöggjöf, sem byggist meðal annars á ummælum lögmanna sem áttu traust stéttarfélaga áður fyrr eða þeirra sem þreytast ekki á því að telja völd embættismanna ganga framar almannarétti, er beinlínis hættuleg launafólki þessa lands. Við verðum því að snúa bökum saman, standa upp og fylgja Eflingu í grautarröðina. Íslensk stéttarfélög hafa ólík einkenni sem byggjast á mismunandi áherslum félagsmanna sinna. Við höfum öll það sameiginlega markmið að stuðla að réttlátari skiptingu auðæfanna og það er mun líklegra að með öflugri samstöðu fáum við meiri graut fyrir okkar félagsfólk. Saman verðum við sterkari! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að á síðustu mánuðum hafi athygli landsmanna beinst í átt til kjarasamninga og auðvitað full ástæða til, samtalið milli atvinnurekenda og launafólks um réttláta umbun fyrir vinnuframlag er yfirleitt fréttnæmt, þar sem að um er að ræða hagsmuni stórra hópa í hvert sinn. Það hefur verið um margt óvanaleg staða uppi á íslenskum vinnumarkaði síðustu misseri. Stéttarfélög fóru ekki varhluta af þeim doða sem einkenndi marga þætti samskipta þjóðar sem barðist við alheimsfaraldur. Við snerum bökum saman um allt samfélagið til varnar veirunni, óháð öllum ytri þáttum og ýttum mörgu til hliðar sem áður hafði verið ríkur þáttur í okkar lífi. Eitt af því voru samskipti um kaup og kjör á vinnumarkaði og því mátti reikna með að í kjölfarið yrði tími að ná takti á þeim vettvangi. Kannski var það ástæða þess að um skeið mátti greina óeiningu í okkar röðum, það í okkar kröfugerð sem við vorum ekki sammála um varð kjarni fréttaflutnings og því miður féllum við í þá gryfju að bera ósætti okkar á borð almennings í fjölmiðlum. Á meðan á þessu stóð hölluðu atvinnurekendur sér líklega aftur, pússuðu sennilega aðeins af gamalli hugmyndafræði um að sundra og sigra (divide and conquer) og gáfu upp boltann um að fram undan væri tími þar sem að úr litlu væri að moða og allir yrðu að sætta sig við það sama. Auðvitað er það svo að í litlu hagkerfi sem býr við sífelldan óstöðugleika í efnahagslífi sínu að það getur verið naumt skammtað, nema jú kannski til stórfyrirtækja, sem stefnir í að skili methagnaði til hluthafa sinna fyrir árið 2022 og vissulega hafa fyrirtæki, samkvæmt könnun BHM, náð að auka hagnað sinn um 60% nú á þeim tímum sem verðbólgan hefur höggvið stöðugt í kaupmátt almennings. Hin almenna umræða hefur þó ekki farið hátt um þessi atriði. Hún hefur verið um ótraust efnahagsástand og ábyrgð launafólks á þeirri stöðu sem uppi er. Á síðustu dögum var svo dregin upp enn ein gömul sundrunargrýla á bræðra- og systralagssamkomu Félags atvinnurekenda. Þar kynntu þau til leiks æðra mikilvægi hins almenna markaðar þar sem verðandi ráðherra hélt eitt aðalerindið um ofvaxið opinbert kerfi. Þar leyfði þingmaðurinn sér að spyrja hvort að verðmæti yrðu til í skúffum embættismanna! Væntanlega hefur þessi ágæti þingmaður bara gleymt því að stærstum hluta opinberra starfsmanna var jú skipað til vinnu með stjórnvaldsákvörðunum á tímum COVID19 – til að verja lífsgæði samfélagsins. Grínsketsinum þeirra var meðal annars beint að forsvarsfólki opinberra samtaka sem hafa í vetur ákveðið að vinna saman að mörgum sameiginlegum hagsmunum okkar félagsfólks. Hugmyndafræðin um að skipta samtökum launafólks upp skín sterkt í gegn. Viðbrögðin sem birtust þegar Efling, eitt stærsta stéttarfélag landsins, ákvað að ný rétt sinn til kjaraviðræðna og óska annarra kjara en þegar hafði verið samið um komu ekki á óvart. Hvað þá þegar forsvarsmaður stéttarfélagsins leyfði sér að viðhafa stór orð um mikilvægi síns fólks og mótmæla samningatækni mótaðilans í viðræðunum. Fulltrúar hans misstu andann yfir þeirri óskammfeilni að Efling hygðist boða til verkfalls, sem er jú skýlaus réttur stéttarfélags í vinnudeilum, og hrósuðu sigri þegar miðlunartillaga var lögð fram. Umræðunni í samfélaginu var snúið á þann stað að Efling væri að „ógna stöðugleikanum“ og grátklökkir stjórnendur stórfyrirtækja, með milljónir í mánaðarlaun, lýstu megnri óánægju. Sem betur fer ýtti þessi umræða við íslenskum stéttarfélögum og vonandi öllu launafólki. Það ber að þakka Eflingarfólki, óháð öllum öðrum þáttum kjaradeilunnar, fyrir að taka að sér hlutverk Ólivers Twist úr matsalnum þar sem allir sátu hnípnir og svangir og þáðu sinn nauma grautarskammt úr hendi yfirvaldsins. Efling ákvað að grauturinn sem átti að skipta jafnt milli allra dygði ekki og viðbrögð þeirra krafna voru nákvæmlega þau sömu og yfirvaldsins hjá Dickens. Harmakvein og öskur um frekju og óforskömmugheit sem gæti ógnað heimsmynd þeirra sem ráða. Stéttarfélög gegna lykilhlutverki í að viðhalda gangverki samfélags. Á næstu vikum og mánuðum er gríðarlega mikilvægt að við komum saman og snúum við umræðu byggðri á hugmyndafræði þess að launafólk beri stærstu byrðarnar af ótryggu efnahagsástandi. Við verðum að þrýsta á umræðu um stóru málin í samfélaginu. Mál eins og réttlátara skattkerfi, húsnæðiskerfi sem gefur öllum möguleika á að koma þaki yfir höfuðið og stöðugleiki gjaldmiðilsins má nefna sem erindi sem við eigum við stjórnvöld, félagsmönnum okkar til heilla. Við verðum að standa vörð um réttindi launafólks í umhverfi kjaraviðræðna og kjarasamninga. Umræðan um breytingu á vinnulöggjöf, sem byggist meðal annars á ummælum lögmanna sem áttu traust stéttarfélaga áður fyrr eða þeirra sem þreytast ekki á því að telja völd embættismanna ganga framar almannarétti, er beinlínis hættuleg launafólki þessa lands. Við verðum því að snúa bökum saman, standa upp og fylgja Eflingu í grautarröðina. Íslensk stéttarfélög hafa ólík einkenni sem byggjast á mismunandi áherslum félagsmanna sinna. Við höfum öll það sameiginlega markmið að stuðla að réttlátari skiptingu auðæfanna og það er mun líklegra að með öflugri samstöðu fáum við meiri graut fyrir okkar félagsfólk. Saman verðum við sterkari! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun