Tala látinna komin í 45 þúsund Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2023 08:05 Hakan Yasinoglu er einn þeirra þriggja sem bjargað var úr rústum í Tyrklandi í gær. Hann hafði þraukað í 248 klukkstundir í rústunum. Mustafa Yilmaz/Getty Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. Skjálftinn öflugi reið yfir fyrir ellefu dögum við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Í Tyrklandi stendur tala látinna í 39.672 en í Sýrlandi í ríflega 5.800. Sú tala hefur ekki verið uppfærð svo dögum skiptir. Stríðsátök hófust á ný í Sýrlandi en uppreisnarmenn gegn stjórnvöldum Bashars Al-Assad Sýrlandsforseta, fara með völd í norðurhluta landsins, þar sem skjálftinn olli eyðileggingu. Í frétt Reuters um málið segir að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á bæinn Antareb, sem er á valdi uppreisnarsinna og fór illa út í jarðskjálftanum. Þá segir að þúsundir Sýrlendinga, sem flúð höfðu átökin til Tyrklands, séu komnir aftur til Sýrlands í kjölfar skjálftans. Reiði vegna illa byggðra húsa Mikil reiði ólgar í Tyrklandi um þessar mundir vegna þess gríðarlega fjölda íbúðarbygginga sem hrundi í skjálftanum. Byggingar sem sagðar voru öruggar í jarðskjálftanum hrundu eins og spilaborgir þegar slíkur reið yfir. Hamza Alpaslan missti bróður sinn sem hafði búið í blokk sem hrundi í Antakya. Íbúar blokkarinnar voru hundruð talsins. „Húsið var sagt öruggt í jarðskjálftum en maður getur séð hvað gerðist. Það er í hræðilegu ástandi. Það var hvorki sement né almennilegar járnabindingar í því. Þetta er hreint helvíti,“ hefur Reuters eftir honum. Gríðarlegur fjöldi bygginga hrundi í jarðskjálftanum.Yavuz Ozden/Getty Stjórnvöld hafa heitið því að rannsaka hvern þann sem grunaður er um að bera ábyrgð á hruni bygginga og hafa þegar hneppt rúmlega eitt hundrað manns í varðhald. Unglingi og nýbökuðum föður bjargað Mikill fjöldi alþjóðlegra leitarflokki hefur snúið aftur til sinna heimalanda enda segja sérfræðingar að mestar líkur séu á að bjarga fólki úr rústum innan sólarhrings frá jarðskjálfta. Meðal þeirra er seinni hluti íslenska hópsins, sem sneri heim í gær. Þó er ekki enn öll von úti líkt og björgunaraðgerðir gærdagsins bera vitni. Yfirvöld í Tyrklandi tilkynntu í gær að þremur hefði verið bjargað úr rústum þann daginn. Það voru þeir Hakan Yasinoglu á fimmtugsaldri, Osman Halebiye fjórtán ára og Mustafa Avci nýbakaður faðir á fertugsaldri. „Ég hafði glatað allri vonarglætu. Þetta er sannkallað kraftaverk, þau gáfu mér son minn aftur. Ég sá rústirnar og hugsaði með mér að engum yrði bjargað úr þeim,“ er haft eftir föður Avci. Á meðan verið var að bera Avci úr rústunum hringdu foreldrar í hann í myndsímtali og sýndu honum nýfæddan son sinn og eiginkonu hans, sem lágu enn á fæðingardeild. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Íslendingar erlendis Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Sjá meira
Skjálftinn öflugi reið yfir fyrir ellefu dögum við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Í Tyrklandi stendur tala látinna í 39.672 en í Sýrlandi í ríflega 5.800. Sú tala hefur ekki verið uppfærð svo dögum skiptir. Stríðsátök hófust á ný í Sýrlandi en uppreisnarmenn gegn stjórnvöldum Bashars Al-Assad Sýrlandsforseta, fara með völd í norðurhluta landsins, þar sem skjálftinn olli eyðileggingu. Í frétt Reuters um málið segir að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á bæinn Antareb, sem er á valdi uppreisnarsinna og fór illa út í jarðskjálftanum. Þá segir að þúsundir Sýrlendinga, sem flúð höfðu átökin til Tyrklands, séu komnir aftur til Sýrlands í kjölfar skjálftans. Reiði vegna illa byggðra húsa Mikil reiði ólgar í Tyrklandi um þessar mundir vegna þess gríðarlega fjölda íbúðarbygginga sem hrundi í skjálftanum. Byggingar sem sagðar voru öruggar í jarðskjálftanum hrundu eins og spilaborgir þegar slíkur reið yfir. Hamza Alpaslan missti bróður sinn sem hafði búið í blokk sem hrundi í Antakya. Íbúar blokkarinnar voru hundruð talsins. „Húsið var sagt öruggt í jarðskjálftum en maður getur séð hvað gerðist. Það er í hræðilegu ástandi. Það var hvorki sement né almennilegar járnabindingar í því. Þetta er hreint helvíti,“ hefur Reuters eftir honum. Gríðarlegur fjöldi bygginga hrundi í jarðskjálftanum.Yavuz Ozden/Getty Stjórnvöld hafa heitið því að rannsaka hvern þann sem grunaður er um að bera ábyrgð á hruni bygginga og hafa þegar hneppt rúmlega eitt hundrað manns í varðhald. Unglingi og nýbökuðum föður bjargað Mikill fjöldi alþjóðlegra leitarflokki hefur snúið aftur til sinna heimalanda enda segja sérfræðingar að mestar líkur séu á að bjarga fólki úr rústum innan sólarhrings frá jarðskjálfta. Meðal þeirra er seinni hluti íslenska hópsins, sem sneri heim í gær. Þó er ekki enn öll von úti líkt og björgunaraðgerðir gærdagsins bera vitni. Yfirvöld í Tyrklandi tilkynntu í gær að þremur hefði verið bjargað úr rústum þann daginn. Það voru þeir Hakan Yasinoglu á fimmtugsaldri, Osman Halebiye fjórtán ára og Mustafa Avci nýbakaður faðir á fertugsaldri. „Ég hafði glatað allri vonarglætu. Þetta er sannkallað kraftaverk, þau gáfu mér son minn aftur. Ég sá rústirnar og hugsaði með mér að engum yrði bjargað úr þeim,“ er haft eftir föður Avci. Á meðan verið var að bera Avci úr rústunum hringdu foreldrar í hann í myndsímtali og sýndu honum nýfæddan son sinn og eiginkonu hans, sem lágu enn á fæðingardeild.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Íslendingar erlendis Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Sjá meira