Fangelsisdómur fyrir brot gegn vistmanni sambýlis staðfestur Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2023 20:12 Starfsmaður sambýlis hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir að hafa sent myndskeið af vistmanni handleika kynfæri sín á samfélagsmiðlinum Snapchat. Vísir Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða langan fangelsisdóm yfir manni sem tók myndskeið af fötluðum vistmanni sambýlis handleika ber kynfæri sín. Maðurinn, sem starfaði á sambýlinu, var sömuleiðis dæmdur fyrir hótun gagnvart samstarfsmanni sem hann sendi myndskeiðið. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot, með því að hafa tekið upp myndskeið af vistmanninum þegar hann lá nakinn í rúmi sínu og handlék kynfæri sín. Myndskeiðið sendi hann á samstarfsfélaga sinn sem tjáði manninum um hæl að hann myndi tilkynna athæfi hans. „Það er ekki fyndið að taka myndband af fötluðum einstakling að runka sér og dreifa því á snapchat,“ skrifaði samstarfsmaðurinn í skilaboðum til mannsins. Maðurinn reyndi þá að fá samstarfsmanninn til þess að dreifa myndskeiðinu ekki frekar og láta vera að tilkynna það með hótunum. Eftirfarandi eru skilaboð sem maðurinn sendi samstarfsmanninum. „eg er lika fara berja þig svo alvarlega“ „Eg er buinn að hringja lika i folk [..] minn“ „Passaðu þig“ „Ef þu ætlar að jarða mitt mannorð þar sem eg hef reynt að standa mig eins og eg get, þa mun eg gjörsamlega ganga fra þer“ „Horfðu a bakvið þig hvert sem þu ferð [...]“ „Eg er að fara berja þig i klessu“ Ekki talinn opinber starfsmaður Sem áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og hótanir gagnvart samstarfsmanninum. Í ákæru voru brot mannsins heimfærð undir refsiþyngingarákvæði hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Hvorki í héraði og né fyrir Landsrétti var talið að maðurinn teldist til opinberra starfsmanna. „Fram kom að í ljósi gagna málsins lægi ekkert fyrir í málinu því til stuðnings að ákærði hefði stöðu sinnar vegna sem stuðningsfulltrúi eða á grundvelli heimildar í lögum getað tekið eða haft áhrif á ákvarðanir um réttindi eða skyldur heimilismanna á sambýlinu,“ segir í niðurstöðum Landsréttar. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en helmingur refsingarinnar er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá greiði hann vistmanninum 400 þúsund krónur í miskabætur en fyrir hans hönd hafði verið gerð krafa um 1,5 milljón króna. Þá var hann dæmdur til að bera þrjá fjórðu hluta áfrýjunarkostnaðar upp á 1,1 milljón króna í ofanálag við upphaflegan sakarkostnað upp á 1,2 milljónir króna. Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot, með því að hafa tekið upp myndskeið af vistmanninum þegar hann lá nakinn í rúmi sínu og handlék kynfæri sín. Myndskeiðið sendi hann á samstarfsfélaga sinn sem tjáði manninum um hæl að hann myndi tilkynna athæfi hans. „Það er ekki fyndið að taka myndband af fötluðum einstakling að runka sér og dreifa því á snapchat,“ skrifaði samstarfsmaðurinn í skilaboðum til mannsins. Maðurinn reyndi þá að fá samstarfsmanninn til þess að dreifa myndskeiðinu ekki frekar og láta vera að tilkynna það með hótunum. Eftirfarandi eru skilaboð sem maðurinn sendi samstarfsmanninum. „eg er lika fara berja þig svo alvarlega“ „Eg er buinn að hringja lika i folk [..] minn“ „Passaðu þig“ „Ef þu ætlar að jarða mitt mannorð þar sem eg hef reynt að standa mig eins og eg get, þa mun eg gjörsamlega ganga fra þer“ „Horfðu a bakvið þig hvert sem þu ferð [...]“ „Eg er að fara berja þig i klessu“ Ekki talinn opinber starfsmaður Sem áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og hótanir gagnvart samstarfsmanninum. Í ákæru voru brot mannsins heimfærð undir refsiþyngingarákvæði hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Hvorki í héraði og né fyrir Landsrétti var talið að maðurinn teldist til opinberra starfsmanna. „Fram kom að í ljósi gagna málsins lægi ekkert fyrir í málinu því til stuðnings að ákærði hefði stöðu sinnar vegna sem stuðningsfulltrúi eða á grundvelli heimildar í lögum getað tekið eða haft áhrif á ákvarðanir um réttindi eða skyldur heimilismanna á sambýlinu,“ segir í niðurstöðum Landsréttar. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en helmingur refsingarinnar er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá greiði hann vistmanninum 400 þúsund krónur í miskabætur en fyrir hans hönd hafði verið gerð krafa um 1,5 milljón króna. Þá var hann dæmdur til að bera þrjá fjórðu hluta áfrýjunarkostnaðar upp á 1,1 milljón króna í ofanálag við upphaflegan sakarkostnað upp á 1,2 milljónir króna. Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira