Fangelsisdómur fyrir brot gegn vistmanni sambýlis staðfestur Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2023 20:12 Starfsmaður sambýlis hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir að hafa sent myndskeið af vistmanni handleika kynfæri sín á samfélagsmiðlinum Snapchat. Vísir Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða langan fangelsisdóm yfir manni sem tók myndskeið af fötluðum vistmanni sambýlis handleika ber kynfæri sín. Maðurinn, sem starfaði á sambýlinu, var sömuleiðis dæmdur fyrir hótun gagnvart samstarfsmanni sem hann sendi myndskeiðið. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot, með því að hafa tekið upp myndskeið af vistmanninum þegar hann lá nakinn í rúmi sínu og handlék kynfæri sín. Myndskeiðið sendi hann á samstarfsfélaga sinn sem tjáði manninum um hæl að hann myndi tilkynna athæfi hans. „Það er ekki fyndið að taka myndband af fötluðum einstakling að runka sér og dreifa því á snapchat,“ skrifaði samstarfsmaðurinn í skilaboðum til mannsins. Maðurinn reyndi þá að fá samstarfsmanninn til þess að dreifa myndskeiðinu ekki frekar og láta vera að tilkynna það með hótunum. Eftirfarandi eru skilaboð sem maðurinn sendi samstarfsmanninum. „eg er lika fara berja þig svo alvarlega“ „Eg er buinn að hringja lika i folk [..] minn“ „Passaðu þig“ „Ef þu ætlar að jarða mitt mannorð þar sem eg hef reynt að standa mig eins og eg get, þa mun eg gjörsamlega ganga fra þer“ „Horfðu a bakvið þig hvert sem þu ferð [...]“ „Eg er að fara berja þig i klessu“ Ekki talinn opinber starfsmaður Sem áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og hótanir gagnvart samstarfsmanninum. Í ákæru voru brot mannsins heimfærð undir refsiþyngingarákvæði hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Hvorki í héraði og né fyrir Landsrétti var talið að maðurinn teldist til opinberra starfsmanna. „Fram kom að í ljósi gagna málsins lægi ekkert fyrir í málinu því til stuðnings að ákærði hefði stöðu sinnar vegna sem stuðningsfulltrúi eða á grundvelli heimildar í lögum getað tekið eða haft áhrif á ákvarðanir um réttindi eða skyldur heimilismanna á sambýlinu,“ segir í niðurstöðum Landsréttar. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en helmingur refsingarinnar er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá greiði hann vistmanninum 400 þúsund krónur í miskabætur en fyrir hans hönd hafði verið gerð krafa um 1,5 milljón króna. Þá var hann dæmdur til að bera þrjá fjórðu hluta áfrýjunarkostnaðar upp á 1,1 milljón króna í ofanálag við upphaflegan sakarkostnað upp á 1,2 milljónir króna. Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot, með því að hafa tekið upp myndskeið af vistmanninum þegar hann lá nakinn í rúmi sínu og handlék kynfæri sín. Myndskeiðið sendi hann á samstarfsfélaga sinn sem tjáði manninum um hæl að hann myndi tilkynna athæfi hans. „Það er ekki fyndið að taka myndband af fötluðum einstakling að runka sér og dreifa því á snapchat,“ skrifaði samstarfsmaðurinn í skilaboðum til mannsins. Maðurinn reyndi þá að fá samstarfsmanninn til þess að dreifa myndskeiðinu ekki frekar og láta vera að tilkynna það með hótunum. Eftirfarandi eru skilaboð sem maðurinn sendi samstarfsmanninum. „eg er lika fara berja þig svo alvarlega“ „Eg er buinn að hringja lika i folk [..] minn“ „Passaðu þig“ „Ef þu ætlar að jarða mitt mannorð þar sem eg hef reynt að standa mig eins og eg get, þa mun eg gjörsamlega ganga fra þer“ „Horfðu a bakvið þig hvert sem þu ferð [...]“ „Eg er að fara berja þig i klessu“ Ekki talinn opinber starfsmaður Sem áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og hótanir gagnvart samstarfsmanninum. Í ákæru voru brot mannsins heimfærð undir refsiþyngingarákvæði hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Hvorki í héraði og né fyrir Landsrétti var talið að maðurinn teldist til opinberra starfsmanna. „Fram kom að í ljósi gagna málsins lægi ekkert fyrir í málinu því til stuðnings að ákærði hefði stöðu sinnar vegna sem stuðningsfulltrúi eða á grundvelli heimildar í lögum getað tekið eða haft áhrif á ákvarðanir um réttindi eða skyldur heimilismanna á sambýlinu,“ segir í niðurstöðum Landsréttar. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en helmingur refsingarinnar er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá greiði hann vistmanninum 400 þúsund krónur í miskabætur en fyrir hans hönd hafði verið gerð krafa um 1,5 milljón króna. Þá var hann dæmdur til að bera þrjá fjórðu hluta áfrýjunarkostnaðar upp á 1,1 milljón króna í ofanálag við upphaflegan sakarkostnað upp á 1,2 milljónir króna. Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira