Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2023 09:06 Sam Bankman-Fried er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti og ólögleg kosningaframlög í tengslum við gjaldþrot FTX í fyrra. Fyrirtækið var þriðja stærsta rafmyntarkauphöll heims. AP/Seth Wenig Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. Bankman-Fried, sem stýrði FTX í þrot í nóvember, gengur laus gegn 250 milljóna dollara tryggingu og býr hjá foreldrum sínum í Palo Alto í Kaliforníu. Hann er ákærður fyrir féfletta fjárfesta og stela innistæðum viðskiptavina FTX. Saksóknarar héldu því nýlega fram að Bankman-Fried hefði sent dulkóðuð skilaboð í gegnum samskiptaforritið Signal til yfirlögfræðings FTX. Í skilaboðunum hafi hann óskað eftir samstarfi. Þetta telja saksóknararnir benda til þess að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni sem gæti bendlað hann við glæp, að sögn AP-fréttastofunnar. Af þeim sökum óskuðu saksóknararnir eftir því að Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, setti frekari skorður við notkun Bankman-Frieds á raftækjum og netinu, meðal annars með því að banna honum að nota samskiptaforrit og krefjast þess að eftirlitshugbúnaði verði komið fyrir í síma hans og tölvu. Kaplan sagði að honum virtist sem að Bankman-Fried hefði gert hluti sem bentu til þess að hann hefði framið eða reynt að fremja glæp á meðan hann gengur laus gegn tryggingu. Þegar uppi væri staðið væri fangelsun mögulega skilvirkasta leiðin til þess að koma í veg fyrir að Bankman-Fried nýtti sér raftæki til að hafa samskipti sem ekki væri hægt að fylgjast með. Mark Cohen, lögmaður Bankman-Frieds, sagði kröfur saksóknara harðneskjulegar og að þær gerðu honum erfitt fyrir að búa sig undir réttarhöldin sem eiga að hefjast í haust. Þegar dómarinn benti honum á að svo virtist sem að Bankman-Fried hefði rofið skilmála lausnar sinnar með því að nota dulkóðaða vefsíðu til þess að horfa á útsendingu frá Ofurskálinni um síðustu helgi sagðist Cohen gera sér grein fyrir að skjólstæðingur sinn þyrfti að fara að öllu með gát. Gjaldþrot FTX Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Bankman-Fried, sem stýrði FTX í þrot í nóvember, gengur laus gegn 250 milljóna dollara tryggingu og býr hjá foreldrum sínum í Palo Alto í Kaliforníu. Hann er ákærður fyrir féfletta fjárfesta og stela innistæðum viðskiptavina FTX. Saksóknarar héldu því nýlega fram að Bankman-Fried hefði sent dulkóðuð skilaboð í gegnum samskiptaforritið Signal til yfirlögfræðings FTX. Í skilaboðunum hafi hann óskað eftir samstarfi. Þetta telja saksóknararnir benda til þess að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni sem gæti bendlað hann við glæp, að sögn AP-fréttastofunnar. Af þeim sökum óskuðu saksóknararnir eftir því að Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, setti frekari skorður við notkun Bankman-Frieds á raftækjum og netinu, meðal annars með því að banna honum að nota samskiptaforrit og krefjast þess að eftirlitshugbúnaði verði komið fyrir í síma hans og tölvu. Kaplan sagði að honum virtist sem að Bankman-Fried hefði gert hluti sem bentu til þess að hann hefði framið eða reynt að fremja glæp á meðan hann gengur laus gegn tryggingu. Þegar uppi væri staðið væri fangelsun mögulega skilvirkasta leiðin til þess að koma í veg fyrir að Bankman-Fried nýtti sér raftæki til að hafa samskipti sem ekki væri hægt að fylgjast með. Mark Cohen, lögmaður Bankman-Frieds, sagði kröfur saksóknara harðneskjulegar og að þær gerðu honum erfitt fyrir að búa sig undir réttarhöldin sem eiga að hefjast í haust. Þegar dómarinn benti honum á að svo virtist sem að Bankman-Fried hefði rofið skilmála lausnar sinnar með því að nota dulkóðaða vefsíðu til þess að horfa á útsendingu frá Ofurskálinni um síðustu helgi sagðist Cohen gera sér grein fyrir að skjólstæðingur sinn þyrfti að fara að öllu með gát.
Gjaldþrot FTX Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira