Kristófer: Sýndum svægi í seinni hálfleik Árni Jóhansson skrifar 16. febrúar 2023 22:21 Kristófer Acox að setja tvö af 24 stigum sínum í kvöld. Hann átti stórleik. Vísir / Hulda Margrét Kristófer Acox, fyrirliði Vals, leiddi sína menn til sigurs á gömlu félögum sínum með stórleik þegar Valur vann KR 90-71 í 17. umferð Subway deildarinnar í körfuknattleik karla. Kappinn skilaði af sér 24 stigum og átta fráköstum og samtals 34 framlagspunktum. Kristófer var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt við að spila við sína gömlu félaga í ljósi þess að hann átti stórleik gegn þeim. „Já maður kemur hingað vitandi af Helga [Magnússyni] og Kobba [Jakob Sigurðssyni] en svo mætir maður á gólfið og sér ekki mörg kunnuleg andlit. Þetta er náttúrlega glænýtt lið. En þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf maður bara að fara inn á og vinna leikinn. Ég er mjög ánægður með það að við höfum sýnt dálítið svægi hérna í seinni hálfleik og klárað sterkt. Ég er mjög ánægður með það.“ Kristófer var svo spurður hvort hann ætti útskýringu á byrjun Valsmanna í kvöld en þeir mættu varla til leiks og fundu sig undir 0-11 þegar minna en þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. „Við byrjum svolítið afslappaðir en það er eitthvað sem við höfum gert í allan vetur. Við komum út flatir en erum að reyna að peppa hvorn annan og koma okkur í betri gír. Við erum að klikka varnarlega í byrjun og við gefum þeim galopin skot sem þeir nýta. Þegar maður lítur upp og sér 11-0 á töflunni þá er það alls ekki góð byrjun en ég er ánægður með að við fórum ekki í neitt panikk. Það var bara tekið eitt leikhlé og við önduðum rólegir og svo byrjuðum við leikinn.“ Var betri bragur á liði Vals en í undanförnum leikjum að mati Kristófers? „Já það er búin að vera skrýtin ára yfir liðinu eftir bikarsigurinn. Við höfum verið að glíma við veikindi og meiðsli og við erum svolítið búnir að vera að fela okkur á bakvið þær afsakanir í staðinn fyrir að mæta og spila og vera stórir. Við höfum verið litlir í síðustu leikjum og það er eins og það vanti sjálfstraust hjá okkur. Við töluðum um það og mæta í kvöld og spila vel á heimavelli og finna sjálfstraustið fyrir hlé. Ég var mjög ánægður með mætinguna í kvöld. Það var mikið rautt í kvöld en það er ekki alltaf frábær mæting hér en ég var ánægður með stuðninginn í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður út í nána framtíð en hann er á leiðinni í landsliðsverkefni. „Ég og Kári erum á leiðinni í landsliðsverkefni en ég treysti því að Finnur og liðið sjái um þetta á meðan við erum frá. Svo mætum við bara í standi. Við erum að stefna á að koma Íslandi til Asíu næsta sumar. Svo þurfum við náttúrlega að vera klárir í slaginn þegar loka átökin taka við.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og auka á eymd KR Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komus sér í efsta sæti Subway deildar karla. 16. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Sjá meira
Kristófer var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt við að spila við sína gömlu félaga í ljósi þess að hann átti stórleik gegn þeim. „Já maður kemur hingað vitandi af Helga [Magnússyni] og Kobba [Jakob Sigurðssyni] en svo mætir maður á gólfið og sér ekki mörg kunnuleg andlit. Þetta er náttúrlega glænýtt lið. En þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf maður bara að fara inn á og vinna leikinn. Ég er mjög ánægður með það að við höfum sýnt dálítið svægi hérna í seinni hálfleik og klárað sterkt. Ég er mjög ánægður með það.“ Kristófer var svo spurður hvort hann ætti útskýringu á byrjun Valsmanna í kvöld en þeir mættu varla til leiks og fundu sig undir 0-11 þegar minna en þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. „Við byrjum svolítið afslappaðir en það er eitthvað sem við höfum gert í allan vetur. Við komum út flatir en erum að reyna að peppa hvorn annan og koma okkur í betri gír. Við erum að klikka varnarlega í byrjun og við gefum þeim galopin skot sem þeir nýta. Þegar maður lítur upp og sér 11-0 á töflunni þá er það alls ekki góð byrjun en ég er ánægður með að við fórum ekki í neitt panikk. Það var bara tekið eitt leikhlé og við önduðum rólegir og svo byrjuðum við leikinn.“ Var betri bragur á liði Vals en í undanförnum leikjum að mati Kristófers? „Já það er búin að vera skrýtin ára yfir liðinu eftir bikarsigurinn. Við höfum verið að glíma við veikindi og meiðsli og við erum svolítið búnir að vera að fela okkur á bakvið þær afsakanir í staðinn fyrir að mæta og spila og vera stórir. Við höfum verið litlir í síðustu leikjum og það er eins og það vanti sjálfstraust hjá okkur. Við töluðum um það og mæta í kvöld og spila vel á heimavelli og finna sjálfstraustið fyrir hlé. Ég var mjög ánægður með mætinguna í kvöld. Það var mikið rautt í kvöld en það er ekki alltaf frábær mæting hér en ég var ánægður með stuðninginn í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður út í nána framtíð en hann er á leiðinni í landsliðsverkefni. „Ég og Kári erum á leiðinni í landsliðsverkefni en ég treysti því að Finnur og liðið sjái um þetta á meðan við erum frá. Svo mætum við bara í standi. Við erum að stefna á að koma Íslandi til Asíu næsta sumar. Svo þurfum við náttúrlega að vera klárir í slaginn þegar loka átökin taka við.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og auka á eymd KR Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komus sér í efsta sæti Subway deildar karla. 16. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og auka á eymd KR Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komus sér í efsta sæti Subway deildar karla. 16. febrúar 2023 21:47