Áskorun um að víkja vegna ákæru Þorlákur Axel Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 10:00 Þetta gengur ekki, það er ljóst. Hér með skora ég á Heimi Örn Árnason forseta bæjarstjórnar Akureyrar að víkja úr embættum sínum á meðan ákæran vegna líkamsmeiðinga af gáleysi er til meðferðar hjá yfirvöldum. Það er sjálfsagt að hver maður verji sig fyrir dómi. Á sama tíma verður að gera þá kröfu á Akureyrarbæ að þar kannist pólitískir fulltrúar við þá ábyrgð sem hvílir á bænum þegar kemur að því að gæta öryggis barna. Hoppukastalaslysið sýnir að pottur er brotinn í þeim efnum. Þúsundir barna og unglinga koma til bæjarins á hverju ári til þess að taka þátt í íþróttaleikum og skemmtunum af ýmsu tagi. Bærinn tekur beinan þátt í því starfi með því til dæmis að útvega gistingu í skólum. Akureyrarbær getur ekki vísað frá sér ábyrgð. Ég skora á bæjarstjórn Akureyrar að taka málið til umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi. Meirihlutinn í bæjarstjórn getur þá útskýrt yfirlýsingu sína um takmarkaða ábyrgð bæjarins á öryggismálum: „Ekki á okkar vegum“ segir meirihlutinn. Ég skora á minnihlutann að taka til umræðu á bæjarstjórnarfundi þær siðferðilegu spurningar sem hann segir réttilega að svara verði vegna ákvörðunar um stöðu forseta bæjarstjórnar. Hver eru svörin? Hér er vitanlega ekki felldur neinn dómur um persónu eða fyrri störf þeirra sem hlut eiga að máli. Verði forseti bæjarstjórnar svo lánsamur að niðurstaða dómara verði honum hagfelld, þá er hægt að snúa aftur í bæjarpólitíkina. Það skiptir þó engu máli fyrir þá stöðu mála sem nú er uppi. Það er ekki eins og um sé að ræða einhvern sjálfskipaðan rannsóknarrétt úti í bæ. Ákæra er gefin út af fulltrúum almennings, fulltrúum laga og réttar. Ákæra er því aðeins gefin út að líklegt þyki að hún leiði til sakfellingar. Við hljótum að vera sammála um gera verður ýtrustu kröfur þegar kemur að öryggi barna. Hagsmunir íþróttafélaga sem skortir fé eru léttvægir í því efni. Í kosningabaráttunni kom ekkert fram um rannsókn á mögulegri ábyrgð frambjóðenda vegna alvarlegra slysa á börnum. Lýðræðislegt umboð til þess að sitja sem ákærður forseti bæjarstjórnar er ekki til staðar. Ég leyfi mér að benda á það augljósa, að eina ákvörðunin samboðin forseta bæjarstjórnar Akureyrar er að víkja. Þorlákur Axel JónssonAkureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hoppukastalaslys á Akureyri Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Þetta gengur ekki, það er ljóst. Hér með skora ég á Heimi Örn Árnason forseta bæjarstjórnar Akureyrar að víkja úr embættum sínum á meðan ákæran vegna líkamsmeiðinga af gáleysi er til meðferðar hjá yfirvöldum. Það er sjálfsagt að hver maður verji sig fyrir dómi. Á sama tíma verður að gera þá kröfu á Akureyrarbæ að þar kannist pólitískir fulltrúar við þá ábyrgð sem hvílir á bænum þegar kemur að því að gæta öryggis barna. Hoppukastalaslysið sýnir að pottur er brotinn í þeim efnum. Þúsundir barna og unglinga koma til bæjarins á hverju ári til þess að taka þátt í íþróttaleikum og skemmtunum af ýmsu tagi. Bærinn tekur beinan þátt í því starfi með því til dæmis að útvega gistingu í skólum. Akureyrarbær getur ekki vísað frá sér ábyrgð. Ég skora á bæjarstjórn Akureyrar að taka málið til umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi. Meirihlutinn í bæjarstjórn getur þá útskýrt yfirlýsingu sína um takmarkaða ábyrgð bæjarins á öryggismálum: „Ekki á okkar vegum“ segir meirihlutinn. Ég skora á minnihlutann að taka til umræðu á bæjarstjórnarfundi þær siðferðilegu spurningar sem hann segir réttilega að svara verði vegna ákvörðunar um stöðu forseta bæjarstjórnar. Hver eru svörin? Hér er vitanlega ekki felldur neinn dómur um persónu eða fyrri störf þeirra sem hlut eiga að máli. Verði forseti bæjarstjórnar svo lánsamur að niðurstaða dómara verði honum hagfelld, þá er hægt að snúa aftur í bæjarpólitíkina. Það skiptir þó engu máli fyrir þá stöðu mála sem nú er uppi. Það er ekki eins og um sé að ræða einhvern sjálfskipaðan rannsóknarrétt úti í bæ. Ákæra er gefin út af fulltrúum almennings, fulltrúum laga og réttar. Ákæra er því aðeins gefin út að líklegt þyki að hún leiði til sakfellingar. Við hljótum að vera sammála um gera verður ýtrustu kröfur þegar kemur að öryggi barna. Hagsmunir íþróttafélaga sem skortir fé eru léttvægir í því efni. Í kosningabaráttunni kom ekkert fram um rannsókn á mögulegri ábyrgð frambjóðenda vegna alvarlegra slysa á börnum. Lýðræðislegt umboð til þess að sitja sem ákærður forseti bæjarstjórnar er ekki til staðar. Ég leyfi mér að benda á það augljósa, að eina ákvörðunin samboðin forseta bæjarstjórnar Akureyrar er að víkja. Þorlákur Axel JónssonAkureyri
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun